Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 76

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 76
BÍLAR vart vatni halda af hrifningu við þessi kynni, fyrst og fremst vegna aksturseiginleika Fimmunnar. Þeir gerast tæpast öllu betri í venjulegum fólksbfl á almennum markaði. Þar kemur bæði til hinn nýi hjóla- og fjöðr- unarbúnaður og sú staðreynd að bfllinn er lengri og breiðari á milli hjóla en fyrirrennar- inn. Auk þess eru þyngdarhlutföll bflsins ákjósanleg, 50% þunga hvfla á afturhjólum og 50% á framhjólum (kemur sér líka vel í hálkunni). Það var sama hversu krappar beygjur voru teknar, innan löglegra hraða- marka, og nánast sama hvernig vegurinn var, Fimman lét fullkomlega og áreynslu- laust að stjórn. Meira að segja 90 gráðu beygja á þvottabretti á töluverðri siglingu kom henni ekki til að bregða. Eina skiptið sem bfllinn skrensaði ofurlítið að aftan í beygju var á lausamöl ofan á hörðu undir- lagi, en hætt er við að margur bfllinn hefði snúið sér aldeilis þversum við þær kring- umstæður. Og það þarf varla að nefna að hvort sem ekið var á bundnu slitlagi eða malarvegi leið Fimman yfir sviðið eins og léttstíg ballerína. Annar þáttur í þeirri akstursgleði sem Fimman veitir, samofinn framangreindum eiginleikum, er stýrisbúnaðurinn. Bíllinn er að sjálfsögðu með vökvastýri, hæfilega léttu, og það er hárnákvæmt við allar aðstæður, hvort sem er í Þingholtunum eða á Þrengsla- veginum. Þar við bætist að stilla má bflstjóra- sætið á alla vegu, einnig hallann á setunni (það gildir líka um farþegasætið frammí), sem og má draga stýrishjólið að sér, þ.e.a.s. stytta og lengja stýrislegginn. Þegar bflstjór- inn hefur fundið þær stillingar á stýri og sæti sem hæfa best vexti hans og smekk er hann líkt og samgróinn bílnum. Og þá skiptir litlu máli hve langt á að aka; þægindin og ánægjan við aksturinn halda aftur af þreytunni. Það fer jafn vel um farþegana, bæði fram- mí og afturí. Rúm er fyrir þrjá í aftursætinu, en sætið er þó fyrst og fremst lagað að tveim- ur farþegum. Hvort þeir eru langir eða stutt- ir, mjóir eða breiðir, skiptir engu. Það er nóg pláss. VÉLIN í BMW 5201 ER ÞRAUTREYND. Hún er sú sama og í fyrirrennaranum, sem og í 320-gerðinni sem hér hefur farið um vegi um árabil. Strokkarnir eru sex, og sem fyrr segir er sprengirýmið um tveir lítrar og bens- íninnspýtingin tölvustýrð. Hestöflin eru 129 talsins við 6000 snúninga og hámarkstog- kraftur 164 Nm við 4300 snúninga. Og þeir sem njóta þess að hlusta á þýðan og fallegan vélargang fá vissulega sitt, ósvikið sex strokka mal. Það er alltaf dálítið erfitt að meta vélarafl bfls. Það er óhjákvæmilega háð smekk eða eigum við að segja bfladellustigi hvers og eins. Nýja Fimman hefur vissulega dágott afl, feykinóg við allar venjulegar aðstæður, en það þykist ég viss um að margir bfladellu- kallar mundu láta sig dreyma um 525i-útgáf- una í staðinn. I henni eru hestöflin um fjöru- tíu fleiri og togið mun meira. En þeir verða þá að safna svo sem eitt ár í viðbót, nema þeir eigi nóg af peningum. En það vill nú brenna við að stækir bfladellukallar eiga ekki nóg af peningum; þeir eru búnir að eyða þeim — í bfla. Þá er þess að geta að bfllinn sem ég hafði undir höndum var sjálfskiptur og viðbrögð hans því töluvert hægari en í sams konar bfl beinskiptum. Hraðaaukning úr kyrrstöðu í 100 km hraða er 13.9 sek, sem þykja nú engin ósköp, miðað við 11.9 sek íþeim beinskipta. Þessu til viðbótar skal á það litið að he- stöflin verða ekki 129 fyrr en við mjög háan snúningshraða vélarinnar (6000 þús. snún- inga á mín.). Það finnur maður glöggt í venjulegum akstri, en þá er snúningshraðinn alla jafna á mun lægri nótum. Sé bíllinn hins vegar tekinn með beinskiptingu má spila meira á snúningshraða vélarinnar og nýta aflið betur. Reyndar er sjálfskiptingin þannig úr garði gerð að skipta má með handafli milli allra fjögurra gíranna. En það er nú einu sinni svo að kaupi menn sjálfskiptan bfl eru þeir ein- mitt að borga fyrir gírskiptingaþjónustu til þess að þurfa ekki að hafa fyrir því sjálfir að skipta um gír. Með þessu er engan veginn verið að segja að BMW 520i sé máttlaus. Hann hefur, sem fyrr segir, feykinóg afl í öllum venjulegum akstri og er bráðskemmtilegur sé á hann litið sem alhliða fjölskyldubfl með lúxusívafi. En það er engin tilviljun að fáanlegar eru þrjár vélarstærðir sem eru öflugri en þessi tveggja lítra vél. ÞAÐ ER SATT AÐ SEGJA DÁLÍTIÐ ERFITT að skrifa um bfl eins og þennan, jafn erfitt og það var gaman að hafa hann undir höndum eina helgi. Því það er nánast ekki hægt annað en að hrósa hverju atriði. Margt er reyndar ótalið hér af búnaði bflsins, atriði sem flest hver hljóta að vera í bfl í þessum gæða- og verðflokki. En ritstjórinn þarf víst að koma ýmsu fleiru að í blaðinu. Ég læt því nægja að fullyrða hiklaust að nýja Fimman er ríkulega búin af þægindum og nútímalegri tækni svo enginn verður svikinn af, jafnvel þótt hún kosti sitt. Vinir og kunningjar fylgdust með reynslu- akstrinum og höfðu sínar athugasemdir. Listakonan í Garðabænum sagði: „Ég hef alltaf verið svo hrifin af hlutföllunum í þess- um BHM-bflum.“ Konan í næsta húsi, sem á stráka á hjólreiðaaldri, spurði: „Er þetta þessi nýi BMX? Ofboðslega er hann sætur.“ Og véltæknifræðingurinn í Kópavoginum andvarpaði þegar hann sagði eftir stuttan ökusprett: „Það verður a.m.k. ekki sagt um Þjóðverja að þeir kunni ekki að búa til bfla!“ Ásgeir Sigurgestsson 76
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.