Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 58
„Estragon: Förum. Vladimir: Við getum það ekki. Estragon: Því þá ekki? Vladimir: Við erum að bíða eftir Godot.44 Sögur, leikrit, ljóð eftir Samuel Beckett. Þýðing og umsjón. Arni Ibsen 308 bls. Verð kr. 2.390.- Samuel Beckett er í hópi merkustu rithöfunda þessarar aldar og hefur ef til vill öörunt freniur stuðlað að róttækum breytingum á skáld- sagnagerð og leikritun eftir seinni heims- styrjöld. Beckett, sem hlaut bókmenntaverðlaun Nóbels árið 1%9, er áleitinn höfundur. einstakur og frumlegur. en stendur jafnframt nær hinni klassísku evrópsku bókmenntahefð en flestir aðrir nútímahöfundar. Hann skilgreinir hlutskipti mannsins á guð- lausri atómöld. lýsir leitinni að tilvist og samastað í veröld sem er á ntörkum lífs og dauða. þar sem tungumálið heyr varnarstrfð við þögnina. Þrátt fyrir nær fullkontið getuleysi. niðurlægingu og algera örbirgð mannskepnunnar er henni lýst með miklunt húmor og af ómótstæðilegri ljóðrænni fegurð. í þessari bók eru sjö leikrit. sex sögur og fjórtán ljóð frá fimmtíu ára ferli, þar á rneðal þekktasta verk Becketts, leikritið Beðið eftir Godot. í nýrri þýðingu, og eitt nýjasta snilldar- verkið, hin stutta og magnaða skáldsaga Félagsskapur. frá 1980. Þýðandinn er Árni Ibsen sem hefur um árabil kannað verk þessa alvörugefna írska húmorista og hann skrifar jafnframt inngang og skýringar. Þetta er í fyrsta skipti sem verk Samuels Beckett eru gefin út í íslenskri þýðingu. --------------------- ^vart á íivvtu K______________________r gjafinn legði til megin fundaratriði þótt sam- ráð sé að sjálfsögðu haft við aðra þátttakend- ur. f>ví mun Brian Mulroney, forsætisráð- herra Kanada og fylgisveinar hans hafa mikil áhrif á hvað um verður rætt í þetta skipti. Ef marka má blaðaskrif síðustu mánaða hér í Kanada, virðast gestgjafarnir ætla að leggja megin áherslu á umræðu um skuldir þriðja heimsins og alþjóðaviðskipti. Skuldir ríkja þriðja heimsins eru saman- lagðar rúmlega 1 trilljón Bandaríkjadala og hættan á vanskilum stærstu skuldhafanna, svo sem Brasilíu, Argentínu og Venezuela hefur sett hræðsluskjálfta í gegnum fjármála- heim iðnríkjanna. Ef ekki tekst að innheimta meirihlutann af þessum skuldum er svo til öruggt að margir stærstu bankar iðnríkjanna komast í fjárþröng. Sérstaklega eru banda- rískir bankar í hættu, en þeir hafa verið ós- ínkir á lán til ríkisstjórna þessara landa án tillits til efnahagsstöðu þeirra. Það áfall, sem fjárþröng þessara banka hefði í för mð sér, myndi áreiðanlega hafa ill áhrif á hagkerfi viðkomandi ríkja í formi verðbólgu og hárra vaxta. Sú röskun myndi án efa einnig koma illa við flest ef ekki öll viðskiptaríki þessara þjóða. Alþjóðaviðskipti verða einnig ofarlega á baugi og þá einkum og sér í lagi misvægið á milli vöruskiptajöfnuða Bandaríkjanna, Evrópu og Asíu, Bandaríkjunum í óhag. Hinn langvarandi halli á viðskiptareikningi Bandaríkjanna, sem hófst skömmu eftir valdatöku Reaganstjórnarinnar, hefur átt stærstan þátt í því að breyta lánastöðu Bandaríkjanna; frá því að vera nettó-lánari í það að vera nettó-skuldari og það í stórum stíl. Spurningin er því, af hálfu Bandaríkja- manna, hvernig hægt sé að samhæfa efna- hagsráðstafanir aðildarríkjanna til að jafna þetta misvægi. Á meðal hugsanlegra að- gerða eru: a) að draga úr viðskiptahöftum í Asíu og/eða auka viðskiptahöft í Bandaríkj- unum; b) að samhæfa peningastefnu, sér- staklega Japans og Vestur-Þýskalands í þá átt að auka eyðslu neytenda þessara landa í gegnum lægri vexti (slík breyting ætti að auka eftirspurn eftir amerískum vörum og mundi aðlaga viðkomandi gjaldmiðla); c) að reyna að aðlaga gengiskerfið að þessum að- stæðum til stýrðs fljótandi kerfis. Án efa hafa leiðtogar hinna landanna sitt til málanna að leggja í þessu efni og verður spennandi að sjá hvort mikið verður hreyft við núverandi efnahagsskipulagi á fundinum í Toronto. Líklega verður einnig drepið á stöðu nýju iðnríkjanna svokölluðu: S-Kóreu, Taiwan, Singapore og Hong Kong. Þau hafa undan- farin ár vaxið með ógnarhraða og hafa nú talsverða markaðshlutdeild á alþjóðamörk- uðum sem og mjög hagstæða vöruskiptajöfn- uði. Mun sú umræða aðallega snúast um hvort ekki eigi að reyna að fá þessi ríki til að iðka ábyrgari verslunarhætti gagnvart öðr- um ríkjum, það er draga úr„ dumping", (verðlækkun) og jafnvel hvort eigi að veita þeim meiri áhrif og þar af leiðir ábyrgð í ákvarðanatökum um alþjóða efnahagsmál almennt. Ef af því yrði myndu hlutfallsleg áhrif Evrópu og Norður-Ameríku í efna- hagsmálum minnka, en áhrif Asíu aukast. Því mun Japan sem er efnahagslega risaveld- ið í álfunni reyna að ýta undir breytingu í þá átt. Það mun væntanlega setja sinn svip á fund- inn í ár að Reagan, sem fyrir utan að vera hálf valdalaus heima fyrir, situr nú sinn síðasta fund, á meðan Noboru Takeshita, nýkjörinn forsætisráðherra Japans, situr sinn fyrsta fund. Einnig mun endurkjör Mitterands í Frakklandi ýta undir vilja hans til að styrkja stöðu Frakka í alþjóða efnahagsmálum, en undanfarið hefur staða Frakka á alþjóða- mörkuðum farið versnandi. Þess má geta að öryggisgæsla verður að sjálfsögðu með eindæmum á meðan á fund- inum stendur og ekki að ástæðulausu. í Tor- onto eru þjóðfélagshópar frá flestum menn- ingarsvæðum heims og finnst sumum þeir eiga ýmislegt sökótt við suma fulltrúa á fund- inum. Nægir þar að nefna hópa frá Austur- löndum nær og MiðAmeríku sem og nokkr- um hlutum Asíu. Einnig er fyrirhugaður mótmælafundur á sama tíma gegn svo- nefndri „heimsvaldastefnu" iðnríkjanna stóru í efnahagsmálum, kallaður „The Pop- ular Summit“ eða Alþýðufundurinn, á ís- lensku. Þótt aðstandendur Alþýðufundarins hyggi einungis á friðsamlegar aðgerðir á meðan á Efnahagsfundinum stendur, verður vakandi auga haft með öllu slíku athæfi. Meðal annars verða þyrlur fljúgandi stans- laust yfir fundarsvæðinu og nágrenni. Menn velta því fyrir sér hvort eitthvað ávinnist með því að halda þriggja daga fund með ráðamönnum svo ólíkra ríkja, sem öll eru þar að auki í hörku samkeppni við hvert annað um heimsins áhrif og auðæfi? Reynsl- an af fyrri fundum sýnir að sjaldan hefur nein meginbreyting orðið á stefnu hverrar þjóðar fyrir sig. Hins vegar hafa mikilægar ályktanir og tillögur verið bornar fram og samþykktar, tillögur er samhæfa aðgerðir þessara ríkja á ýmsum sviðum og minnka þannig spennu í viðskiptum þeirra í millum. í stuttu máli. Á Efnahagsfundinum í Tor- onto mun í fyrsta lagi verða skorið úr um það hvort hin ört vaxandi Asía, með nýjan for- sætisráðherra Japans í broddi fylkingar, nær að saxa á áhrif hálfgildings staðnaðrar Evrópu og N-Ameríku, með hinn væng- brotna Reagan í fararbroddi, eða hvort hinir síðarnefndu muni ná að snúa við blaðinu með því að knýja fram afnám viðskiptahafta þeirra fyrrnefndu. í öðru lagi kemur í ljós hvort einhver varanleg lausn á skuldavanda- málum þriðja heimsins er í sjónmáli. Jón G. Vilhelmsson / Kanada
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.