Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 75

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 75
BÍLAR stuttu máli sú að frumgerðin leit dagsins ljós 1972, réttum áratug síðar kom síðan önnur útgáfa, án grundvallarbreytinga þó, en í jan- úar s.l. afhjúpaði BMW nýja Fimmu sem er verulega breytt frá fyrirrennurum sínum. Hún kemur í kjölfar og byggir á nýrri hönnun 700-línunnar sem kom á markað breytt og bætt fyrir rúmu ári. Þannig mun ætlunin að halda áfram og er von á endurhannaðri 300- gerð áður en langt um líður. Oft er það svo þegar nýjar gerðir koma fram að einungis útliti og minniháttar atrið- um í búnaði hefur verið breytt, þ.e.a.s. gerð á bílnum eins konar andlitslyfting í samræmi við framvindu tímans. Þannig var Fimmunni breytt 1982, en nú er um að ræða endurskap- aðan bíl, bæði hvað varðar útlit og tæknileg atriði. Og maður sér það best núna, þegar augum er rennt eftir ávölum línum nýja bfls- ins, að fyrirrennarinn var satt að segja orðinn dálítið gamaldags í útliti. NÝJA FIMMAN ER BOÐIN í ÝMSUM ÚT- GÁFUM, eins og þær fyrri. Sú ódýrasta heitir 520i (i-ið stendur fyrir “injection" og merkir að bíllinn er búinn beinni, tölvustýrðri bens- íninnspýtingu), þá kemur 525i, 530i og 535i. Tveir síðustu tölustafirnir standa fyrir vélar- stærð. í 52Öi er sprengirými vélarinnar um 2 lítrar (hestöfl eru 129), í 525^ það um 2.5 lítrar (hestöfl 170!), í 530i er sprengirýmið um 3 lítrar (hestöfl 188!!) og í 535i um 3.5 lítrar (hestöflin 220!!!). Auk þess má fá 524td, sem er búinn díselvél með forþjöppu (td stendur fyrir turbo-diesel). Sú vél er 115 hestöfl. Það eru ekki einungis vélarstærðirnar sem greina á milli þessara bfla. Búnaður sem er innifalinn í verðinu er einnig meiri eða full- komnari eftir því sem vélin er stærri. T.d. má nefna að í 525i bflnum eru öflugri hemlar að framan, sterkari gírkassi, fullkomnara mæla- borð og tölvubúnaður sem gefur upplýsingar í mælaborðinu þegar viðhalds er þörf eða bilanir verða, sem og ABShemlakerfi. Þaö þýðir að hjól læsast ekki þegar hemlað er af krafti og bfllinn lætur að stjórn. Afar mikil- vægur öryggisbúnaður sem á eftir að verða almennur í bflum innan fárra ára. En það þarf sem sagt að kaupa 525i-útgáfuna til þess að slíkur búnaður sé sjálfkrafa í bflnum. Hins vegar er hægt að sérpanta þetta í 520i-bflinn, en það kostar rúm 100 þús. Verðmunur er umtalsverður eftir því hvaða útgáfa af Fimmunni er keypt. 520i- bfllinn kostar um 1300 þús. kr. með 5 gíra beinskiptingu (tæpum 100 þús. kr. meira með 4ra þrepa sjálfskiptingu), en 525i-útgáf- an kostar rúmri hálfri milljón meira! (verðin eru frá því fyrir gengisfellinguna í maí) Þar er ekki einungis um að ræða mun öflugri vél og fullkomnari búnað, 525i fær á sig hlutfalls- lega hærri aðflutningsgjöld vegna stærra rúmtaks vélar. NÝJA FIMMAN ER, sem fyrr segir, veru- lega breytt frá fyrirrennara sínum. Það gildir bæði um útlit og tæknilega hönnun. Bíllinn er 10 cm lengri og 5 cm breiðari en sá gamli og línurnar eru ávalari en áður. Fleygformið einkennir heildarsvipinn eins og nú tíðkast æ meir, þ.e. bfllinn er lágur að framanverðu til að kljúfa loftið sem best og hækkar síðan eftir því sem aftar dregur. Þá er ýmislegt fleira gert til að draga úr loftmótstöðu, enda er viðnámsstuðullinn með því lægsta sem gerist (0.30-0.32 eftir gerðum). Þessar aðgerðir gera að verkum að bfllinn klýfur loftið afar vel og orka vélarinn- ar og eldsneytið nýtast betur sem því nemur. Auk þess á þetta sinn þátt í því að hann er mjög hljóðlátur; vindgnauð heyrist tæpast þegar allar rúður eru uppi. Krafan um að bfll kljúfi loftið vel dregur úr svigrúmi hönnuða til að láta gamminn geisa hvað útlit varðar. Þeim eru í rauninni mjög þröngar skorður settar. En hönnuðir BMW hafa að mínu mati komist afar vel frá þessu verki og teiknað feikn fallegan bfl. Það finnst öðrum vegfarendum greinilega líka; ég fann það glöggt að nýja Fimman vakti mikla at- hygli þar sem ég fór um þá daga sem ég hafði hana undir höndum. Ekki síst sá ég glamp- ann í augum þeirra sem voru á eldri BMW- bflum og létu sig dreyma um að endurnýja. En myndirnar sýna þetta betur. í TÆKNILEGU TILLITI er um ýmsar breytingar að ræða, m.a. í fjöðrunar- og hjólabúnaði. Ég sé ekki ástæðu til að rekja þær breytingar í smáatriðum, umfram það sem fram kemur hér á undan og eftir; þeir sem vilja kynna sér þá hlið málsins sérstak- lega geta snúið sér til umboðsins og fengið í hendur ítarlegan upplýsingabækling þar að lútandi. Eitt er það þó sem vekur sérstaka forvitni í þessu sambandi og gefur tóninn um búnað sem verður ugglaust almennur í bflum á næstu árum. Það er lítil tölva sem fylgist með og skráir ýmislegt sem er að gerast í vél bfls- ins og augu og eyru greina ekki. Slíkur bún- aður er kominn í nokkrar bflategundir sem seldar eru hér á landi, þ.á.m. nýju BMW- gerðirnar, og hefur þann tilgang að greina bilanir og þörf fyrir viðhald. Búnaðurinn gefur vissar upplýsingar í mælaborði bflsins, en nýtist síðan enn frekar þegar bfllinn er tengdur eftirlitstölvu á bifreiðaverkstæðum. Hún les úr þeim gögnum sem örtölvan í bfln- um sjálfum hefur safnað. Þannig verður bil- analeit mun markvissari og öruggari. ís- lenskir bifvélavirkjar eru þegar farnir að til- einka sér þessa nýju tækni. Enn fullkomnari tölvubúnaður af þessu tagi er í dýrari útgáfum af Fimmunni (sem og 700-línunni) og má þá lesa á skjá í mælaborði bflsins texta sem tilgreinir hvað hefur bilað eða þarfnast viðhalds, ekki einungis í vél- inni. Þetta á þó enn sem komið er einungis við um vissa þætti í bflnum. Hætt er við að bifvélavirkjar hefðu hlegið dátt fyrir svo sem 20 árum hefði þeim verið sagt að brátt kæmi að því að bflar segðu frá því sjálfir hvað væri að þeim. ÞAÐ VAR HREINN UNAÐUR að hafa nýju Fimmuna undir höndum eina helgi fyrir skömmu. Þetta var 520i-útgáfan, sjálfskipt. Við áttum saman eina 300 km. og fórum víða, bæði þjóðlega spotta með þvottabretti og hvörfum, sem og alþjóðleg hlemmiskeið. Og bar nánast ekki skugga á samvistirnar. Satt að segja mátti bflaskriffinnur Þjóðlífs 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.