Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 51
UMHVERFI irbúnir og höfum alla möguleika á að afla gagna sem varpa munu nýju ljósi á jöklunar- söguna. — Þú minntist á veðurfarsbreytingar og þau mál eru mjög í brennidepli nú. Ýmist spá menn nýrri ísöld eða þá gróðurhúsaloftslagi með tilheyrandi ísbráðnun og hafshækkun. Getur þú lagt eitthvað til þeirrar umræðu? — Öll þau mál eru ákaflega flókin og erf- ið viðfangs. í stuttu máli má segja að þær stjarnfræðilegu orsakir sem leiða til breyt- inga í sólgeislun og stórstígra veðurfars- breytinga eru trúlega á leið með okkur inn í nýja ísöld, en á móti koma síðan áhrif meng- unar frá mannskepnunni, sem geta leitt til upphitunar jarðarinnar. Veðurfar og veður- farsbreytingar ákvarðast af samspili svo ótrúlega margra þátta að erfitt er að fá yfir- sýn. Menn verða jú alltaf að hafa í huga dynamiskt eðli náttúrunnar. Eitt er að fá ákveðna niðurstöðu úr mælingum eða til- raunum á rannsóknarstofum þar sem þú get- ur ráðið öllum breytum. Síðan er allt annar hlutur að fella þessa niðurstöðu að náttúr- unni sjálfri. Þar stjórnar þú ekki lengur og oftast er illmögulegt að segja hvort einhver annar þáttur kemur til með að vega upp og eyða þeim þætti sem þú ert að skoða eða hvort hann kemur til með að efla hann og magna. Við getum tekið dæmi um þetta. Segjum að hitastig á norðurhveli hækki um Það eru 7 tegundir mör- gæsa á Suðurskautsland- inu. Sú stærsta, Keisara- mörgæsin, er um 70 cm löng. Mörgæsir geta ekki flogið, og er vafalaust ein ástæða þess sú að það eru engin rándýr á landi sem þær þurfa að forðast. í haf- inu veiða háhyrningar og hlébarðaselir mörgæsir. einhverjar gráður. Slíkt þarf alls ekki að leiða til þess að jöklar almennt bráðni. Með- alárshiti stórs hluta Grænlands er svo langt undir frostmarki að það þyrfti mjög verulega hækkun hitastigs til að bræða Grænlandsjök- ul. Hitastigsaukning gæti líka leitt til aukinn- ar úrkomu á heimskautasvæðunum, sem síð- an byndist í jöklum. Norðurhluti Grænlands, með ársmeðalhita neðan við —30 C er íslaus vegna þess að þar er engin úrkoma. Hækkun hitastigs gæti því leitt til þess að jöklar stækkuðu í stað þess að bráðna. Þetta er mikilvægt að hafa í huga við alla veður- farsumræðu. Stórfelldar, hnattrænar veður- farsbreytingar sýna sig að sjálfsögðu í jöklum heimskautasvæðanna en hvort þær breyting- ar eru samstíga á norður- og suðurhveli er ekki vitað. Þetta er eitt þeirra atriða sem við vonumst til að geta varpað ljósi á. Það er líka fullljóst að hegðan mannskepnunnar hefur nú náð því stigi að hnattræn náttúrukata- strofa er möguleiki sem full ástæða er til að reikna með. Okkar rannsóknir geta ef til vill varpað einhverju ljósi á það hvernig náttúran sem heild bregst við veðurfarsbreytingum. — Hvað ertu með í huga þegar þú talar um hnattræna náttúrukatastrofu? — Jú þar á ég við áhrif mengunar. Einn hlutur er áhrif ýmissa klórsambanda sem mynda freon. Freon er t.d. notað til að halda uppi þrýstingi í úðurum, í kælikerfum s.s. ísskápum, við framleiðslu frauðgúmmís og í rafeindaiðnaði. Það hvarfast við súrefni í há- loftunum og eyðir s.k. osoni, sem er þrígilt súrefni (03). Oson myndar skjöld í efstu lögum lofthjúpsins, og ver jörðina fyrir út- fjólublárri geislun. Útfjólubláir geislar eru sólgeislar með mjög stutta bylgjulengd. Þeir eru hættulegir lífi á jörðinni vegna þess að þeir geta valdið frumubreytingum. Eyðing osonskjaldarins um bara nokkra hundraðs- 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.