Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 43
MENNING Kórarnir þrír í Feila og Hólakirkju á annan í hvítasunnu. Oft er gott sem gamlir kveða Fyrsta kóramót aldraðra Kór Félags eldri borgara í Reykjavík undir söngstjórn Kristínar Pétursdóttur. Á annan í hvítasunnu var haldið fyrsta kóramót aldraðra í Reykjavík í nýbyggðri Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Þrír kór- ar sungu; Kór félagsstarfs aldr- aðra í Kópavogi, aldraöra í Gerðubergi og kór Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Kórarnir hafa æft í nokkra mánuði og eru til marks um öfl- ugra félagslíf aldraðra á höfuð- borgarsvæðinu. Stjórnendur kóranna Kristín Pétursdóttir og Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir hafa unnið þarft og gott starf með gamla fólkinu. Hin nýja kirkja Beiðhyltinga er eink- ar vel fallin til söngskemmtana af þessu tagi og einlæg ánægja bæði söngmanna og áheyr- enda leyndi sér ekki. Reyndar heyrðist yngra fólk segja, að það væri sérstök stemmning á þessari söngskemmtun, gamla fólkið væri mildara og hefði sjálft meiri gleði af því að syngja en yngra fólk. Og þess nutu áheyrendur. Fleiri kórar munu vera starfandi meðal eldri borgara en þarna komu fram og var haft á orði, að á næsta ári yrðu fleiri kórar til að syngja fyrir samborgarana. Þetta kóramót yrði vonandi ár- legur viðburður. Það vakti og athygli hve glaðsinna gamla fólkið er í þessari listsköpun og greinilegt var að þetta fólk lifir gjöfulli elli, lifir lífinu lifandi. Einhver sagði að meðalaldur kórfélaga væri 75 ára en það var ekki að heyra á söngnum. Og að aflokinni söngskemmtun sagði kankvís karl í einum kóranna: svona er- um við gamalmennin — syngj- um fram í rauðan dauðann! - óg 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.