Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 43

Þjóðlíf - 01.06.1988, Síða 43
MENNING Kórarnir þrír í Feila og Hólakirkju á annan í hvítasunnu. Oft er gott sem gamlir kveða Fyrsta kóramót aldraðra Kór Félags eldri borgara í Reykjavík undir söngstjórn Kristínar Pétursdóttur. Á annan í hvítasunnu var haldið fyrsta kóramót aldraðra í Reykjavík í nýbyggðri Fella- og Hólakirkju í Breiðholti. Þrír kór- ar sungu; Kór félagsstarfs aldr- aðra í Kópavogi, aldraöra í Gerðubergi og kór Félags eldri borgara í Reykjavík og ná- grenni. Kórarnir hafa æft í nokkra mánuði og eru til marks um öfl- ugra félagslíf aldraðra á höfuð- borgarsvæðinu. Stjórnendur kóranna Kristín Pétursdóttir og Sigurbjörg Hólmgríms- dóttir hafa unnið þarft og gott starf með gamla fólkinu. Hin nýja kirkja Beiðhyltinga er eink- ar vel fallin til söngskemmtana af þessu tagi og einlæg ánægja bæði söngmanna og áheyr- enda leyndi sér ekki. Reyndar heyrðist yngra fólk segja, að það væri sérstök stemmning á þessari söngskemmtun, gamla fólkið væri mildara og hefði sjálft meiri gleði af því að syngja en yngra fólk. Og þess nutu áheyrendur. Fleiri kórar munu vera starfandi meðal eldri borgara en þarna komu fram og var haft á orði, að á næsta ári yrðu fleiri kórar til að syngja fyrir samborgarana. Þetta kóramót yrði vonandi ár- legur viðburður. Það vakti og athygli hve glaðsinna gamla fólkið er í þessari listsköpun og greinilegt var að þetta fólk lifir gjöfulli elli, lifir lífinu lifandi. Einhver sagði að meðalaldur kórfélaga væri 75 ára en það var ekki að heyra á söngnum. Og að aflokinni söngskemmtun sagði kankvís karl í einum kóranna: svona er- um við gamalmennin — syngj- um fram í rauðan dauðann! - óg 43

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.