Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 49

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 49
UMHVERFI Tilveran lítur öðruvísi út eftir dvöl á Suðurskautslandinu, segir Olafur Ingólfsson Suðurskautsfari Fékk nýtt sjónarhorn á Suðurskauti Ólafur Ingólfsson jarðfræðingur er nýkominn úr Ieiðangri til Suður- skautslandsins en lesendur Þjóðlífs minnast þess e.t.v. að í fyrra birtist hér viðtal við Ólaf þegar hann var í þann mund að leggja af stað í ferðina. Ólafur kom aftur úr þessari för rétt fyrir jólin og féllst á að miðla Þjóðlífslesendum nokkru af reynslu sinni. — Við ættum þá e.t.v. að byrja á því að rifja nokkuð upp tildrög þessa ferðalags. — Fyrsta og veigamesta ástæða þessa ferðalags er að árið 1991 rennur út einhver merkasti sáttmáli sem gerður hefur verið á sviði náttúruverndar og þjóðasamskipta. Hér á ég við hinn svokallaða Suðurskauts- sáttmála frá 1961. (Sjá hliðarpistil). Svíar voru ekki aðilar að sáttmálanum í byrjun en hafa nú fullan hug á að vera með þegar ák- veðin verður framtíð þessa landsvæðis. En eitt skilyrða þess að fá að vera með er að viðkomandi þjóð stundi virka rannsóknar- starfsemi á svæðinu. Utfrá þessu sjónarmiði var því nauðsynlegt að gera út leiðangur. Við þetta bætist svo löng og merk rannsóknar- hefð Svía á heimskautunum. Sænskir jarð- fræðingar hafa þar bæði þekkingu og reynslu sem mikilvægt er að viðhalda og endurbæta. Hér má sérstaklega nefna tengsl jöklabreyt- inga og veðurfarsbreytinga. — En hver er ástæða þessa áhuga Svía á að vera með við mótun framtíðar Suður- skautslandsins? Ég veit að talið er að þar sé að finna ýmsa dýra málma og olíu. Vilja sænskir fá sína sneið af kökunni? — Það er rétt að talið er vafalaust að á Suðurskautslandinu sé að finna mikið magn verðmætra efna svo sem járns, kola, gulls, demanta og ekki hvað síst títans. Hins vegar er af og frá að ætla Svía standa í þessu til að komast í gullið. Þvert á móti er það þeirra stefna að Suðurskautslandið sé sameign alls mannkyns og hina einstæðu náttúru og dýra- líf þar beri að vernda gegn rányrkju eins og framast er unnt. Svíar ganga því að samn- ingaborðinu með þá eindregnu afstöðu að framlengja beri Suðurskautssáttmálann en þó þannig að við sé bætt kafla um efnahags- lega nýtingu svæðisins. Eins og ástandið er í dag er það í raun aðeins hin erfiða náttúra svæðisins sem hindrar einstakar þjóðir eða auðfélög í að hefja þar framkvæmdir. Það er ákaflega brýnt að breyta þessu þannig að alþjóðasamningar og lög verði einnig til að leggja stein í götu þeirra er hvergi geta séð neitt án þess að verðleggja það. Náttúra Suð- urskautslandsins er í viðkvæmu jafnvægi og mengunarslys þar myndi hafa hinar geigvæn- legustu afleiðingar, ekki aðeins þar heldur á öllum hnettinum. Stefna Svía hér er í raun svipuð stefnu Grænfriðunga er vilja lýsa svæðið alþjóðleg- an þjóðgarð. Tæplega verður nú unnt að ganga svo langt en framlenging sáttmálans og viðbótarákvæði eða sérstakur samningur er takmarki efnahagslega nýtingu á Suður- skautslandinu og aðliggjandi hafsvæðum -T— væri mikilsverður sigur þeirra er vilja skila komandi kynslóðum einhverju öðru en skít og reyk. — Aðeins erfið náttúra sem hindrar segir þú. En eru ekki nú þegar einhverjar þær framkvæmdir á eða við Suðurskautslandið, sem valda nokkrum áhyggjum? — Jú það hafa þegar orðið „stórslys“ í umhverfismálum þar suðurfrá. Hér á ég sér- staklega við hvalveiðarnar, sem á þessari öld hafa gengið mjög nærri stórhvelunum eins og búrhval og steypireyð. Hvalveiðar hófust í stórum stfl við Suðurskautslandið í upphafi þessarar aldar og þegar fyrir seinni heims- styrjöld hafði verið gengið mjög á helstu hvalastofnana. Þegar stofnum stórhvala tók svo að hnigna verulega vegna ofveiði um miðja öldina, var farið að sækja í stofna minni hvala, s.s. hrefnu. Hvalveiðar hafa haldið áfram við Suðurskautslandið allt til dagsins í dag og jafnvel 1986 veiddu Sovét- menn og Japanir 7000 hrefnur þar. Hval- 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.