Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 28

Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 28
ERLENT Fádæma vinsæll forseti Richard von Weizsácker þykir hafa gott samband við marga úr hópi stjórnarandstæð- inga. Hér er hann ásamt Joscha Ficher einum leiðtoga Græningja og fyrrum umhverf- ismálaráðherra í fylkinu Hessen. í júlímánuði næstkomandi heldur forseti ís- lands í opinbera heimsókn til Vestur-Þýska- lands. Gestgjafi forsetans þar verður hinn vinsæli forseti Sambandslýðveldisins, Richard von Weizsacker. Forsetinn, sem kosinn er af þinginu, nýtur ekki síður vin- sælda utan flokks síns en innan, hann þykir frjálslyndur — og hefur verið nefndur „feg- ursti karlmaður Vestur-Þýskalands.“ Hinn 68 ára gamli Weizsácker hefur að flestra dómi verið óvenjufarsæll forseti þau fjögur ár sem hann hefur setið í embætti, og áunnið sér virðingu víða um lönd. Fullyrða má að eftir ræðu hans á friðardaginn 8. maí 1985, þegar fjörutíu ár voru liðin frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar, hafi sól hans ris- ið hærra en flestra annarra vestur-þýskra for- seta. Þessi ræða vakti gífurlega athygli, eink- um vegna þess að þar andmælti Weizsacker því að almenningur í Þýskalandi hefði ekki vitað neitt um útrýmingarherferð nasista gegn gyðingum í heimsstyrjöldinni. Svo vin- sæl varð ræðan meðal Þjóðverja að hún var prentuð og gefin út á bók ásamt öðrum ræð- um Weizsackers. Sú bók hefur selst í tveimur og hálfri milljón eintaka í Vestur-Þýska- landi! Sömuleiðis hefur hinni frægu ræðu verið snúið á tuttugu og eitt tungumál. Richard von Weizsácker hefur verið ötull við að ferðast um heiminn í nafni lands síns. Heimsókn hans til ísraels í október 1985 þótti óvenjufarsæl og Weizsácker sýnd mun meiri virðing þar en fyrri forsetum landsins. Sömuleiðis hefur Weizsácker ferðast um Suður-Ameríku, Suður-Asíu og Afríku, meðal annars Suður-Afríku. Hann hefur þótt sýna skilning á vanda þróunarlanda og einnig verið harður andstæðingur Apart- heidstefnu. Þykir ýmsum, sem Weizsácker hafi tekist að leiðrétta misskilning varðandi viðhorf Vesturlandabúa til Suður-Afríku eftir umdeildar ferðir Margrétar Thatcher og Franz-Josef Strauss þangað. Forseti Vestur-Þýskalands hefur lítil bein völd en getur hins vegar haft mikil áhrif, eins og Richard von Weizsácker hefur sýnt. For- setinn er kjörinn til fimm ára í senn af þing- inu í Bonn. Þetta þýðir að þeir flokkar sem meirihluta hafa þar, koma sér yfirleitt saman um frambjóðanda. Richard von Weizsácker var frambjóðandi stjórnarliða 1984. Hann hafði verið borgarstjóri í Vestur-Berlín og einn af þekktustu stjórnmálamönnum úr hópi Kristilegra demókrata. En við kosning- arnar 1984 brá svo við að mikill hluti stjórn- arandstæðinga studdi Weizsácker og hann hlaut fleiri atkvæði en nokkur annar forseti í sögu landsins eða 832 af 1028. Horfur eru á því að við næstu forsetakosn- ingar sem fram fara 1989 verði svipað uppi á teningnum. Leiða menn jafnvel að þvígetum að Weizsácker muni með stuðningi stjórnar- andstöðunnar takast að slá met sitt frá 1984. Opinberar yfirlýsingar stjórnarandstæðinga hníga allar í sömu átt. Þannig hafa leiðtogar jafnaðarmanna, Hans-Jochen Vogel og Johannes Rau, sem og forystumenn úr hópi Græningja eins og Otto Schilly lýst því yfir, að þeir óski þess að Weizsácker sitji áfram. í raun má segja að Richard von Weizsácker hafi á ýmsan hátt notið ein- dregnari stuðnings stjórnarandstæðinga en stjórnarliða í valdatíð sinni. Eftir ferð sína til Sovétríkjanna í fyrra var hann til dæmis gagnrýndur af eigin flokksmönnum fyrir óþarfa frjálslyndi gagnvart kommúnistum. Sovétmenn höfðu óskað þess að Weizsácker heimsækti landið á undan kansl- aranum Helmut Kohl; en kulda hafði gætt meðal austanmanna í garð Kohls eftir þau ummæli hans, að áróðurstækni Mikhafls Gorbaschovs minnti sig á brögð Josephs Goebbels. Vel fór hins vegar á með Richard von Weizsácker og sovéskum valdamönnum. Forsetinn þýski var til dæmis ófeiminn við að rifja upp ýmsa atburði heimsstyrjaldarinnar en sjálfur var Weizsácker foringi í umsáturs- liðinu við Leningrad. Vakti heinskilni hans athygli og þótti liðka fyrir öllum viðræðum hans við hina sovésku gestgjafa. Heima fyrir mæltist heimsókn þessi hins vegar misjafnlega fyrir. Sérstaklega var hinn bæverski armur Kristilegra undir forystu Franz-Josef Strauss harðorður í garð Weizsáckers. Hinn bæverski flokkur var líka seinn á sér að lýsa yfir stuðningi við framboð Weizsáckers til endurkjörs og var þar með nokkrum semingi gert þegar að því kom. Richard von Weizsácker er lögfræðingur að mennt og var meðal annars verjandi föður síns, sem var ákærður fyrir stríðsglæpi í Niirnberg 1946. Þess má geta að bróðir for- setans Karl-Friedrich von Weizsácker er þekktur eðlisfræðingur í Vestur-Þýskalandi og sérstaklega kunnur fyrir forystu sína í ýmsum fríðarhreyfingum. Hann er yfírlýstur vinstrimaður og haft er fyrir satt, að á meðan jafnaðarmenn voru í stjórn í landinu á árun- um 1969-83 hafi verið hart lagt að honum að bjóða sig fram til forseta sem frambjóðandi þeirra. Karl-Friedrich von Weizsácker hafn- aði hins vegar öllum slíkum áskorunum. Víst er að meðal almennings í Vestur- Þýskalandi nýtur Richard von Weizsácker yfirburðastuðnings, hvað sem líður efasemd- um ýmissa íhaldsmanna. Stefna hans þykir frjálslynd á flestum sviðum, hann er sagður mannasættir og boðberi mannlegra, kristi- legra viðhorfa. Og hylli hans meðal þjóðar- innar einskorðast ekki við pólitísk afreks- verk. í almennri skoðanakönnun var hann nýlega tilnefndur „fegursti karlmaður" Vest- ur-Þýskalands, og skaut þar helstu tennis- og knattspyrnuhetjum, dægurlagasöngvurum og stjörnum úr „Schwarzwaldklínikinni" langt aftur fyrir sig. Einar Heimisson / Freiburg 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.