Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 22

Þjóðlíf - 01.06.1988, Page 22
INNLENT Hin umdeiida skepna dregin að landi. Hvalveiðar Islenskir hagsmunir Vaxandi þrýstingur er nú á íslensk stjórnvöld að hætta við hvalveiðarnar í kjölfar álits- hnekkis sem málstaður stjórnvalda varð fyrir í málinu á fundi Alþjóðhvalveiðiráðsins og í kjölfar sífellt fyrirferðarmeiri mótmæla- aðgerða gegn hvalveiðunum á erlendum vett- vangi. íslensk útflutningsfyrirtæki eru og mjög á varðbergi, enda rekja margir hnign- andi gengi íslenskrar vöru og þjónustu í Vest- urálfu m.a. til afstöðu stjórnvalda í hval- veiðimálinu. Nýverið urðu íslendingar af stórum viðskiptasamningi í Bandaríkjunum einungis með tilvísun til hvalveiðistefnunnar. Fyrirhugað var að hefja hvalveiðar enn að nýju 12.júní en þeim hafði þá verið frestað vegna fundar Alþjóðahvalveiðiráðsins í Auckland í Nýja Sjálandi. Og eftir almenna andstöðu við íslensk stjórnvöld á fundinum var enn ákveðið að fresta byrjun veiðanna um ótilgreindan tíma. Heimildir herma að íslensk stjórnvöld reyni nú að átta sig á því hver sé raunverulegur bakgrunnur þeirrar yfirlýsingar formanns bandarísku sendi- nefndarinnar í Auckland um að íslendingar myndu líklega fá á sig staðfestingarkæru ef þeir héldu áfram uppteknum hætti, vegná ítrekaðra samþykkta hvalveiðiráðsins gegn veiðunum. Með staðfestingarkæru er átt við það að viðskiptaráðherra Bandaríkjanna til- kynni forsetanum að viðkomandi þjóð, brjóti samþykktir náttúruverndarlaga í Bandaríkjunum, og beri því að meina íslend- ingum að flytja út vörur til Bandaríkjanna. Málið er því enn einu sinni komið í algeran hnút og yfirvofandi eru meiri þvinganir en íslendingar hafa þekkt „síðan á dögum hörmangara", eins og einn heimildarmanna Þjóðlífs komst að orði. A veiðilistanum í sumar eru 80 langreyðar og 20 sandreyðar eða sami fjöldi dýra og veiddist í fyrra. Herferð gegn fisk- og flugi Grænfriðungar beggja vegna Atlantsála hafa ekki látið deigan síga í aðgerðum sínum og hafa aðhafst ýmislegt til að vekja athygli á hvalveiðum íslendinga, þrátt fyrir að lítið hafi heyrst um það hér á landi. Þannig hefur Þjóðlíf áreiðanlegar heimildir fyrir því að Grænfriðungar hafi sl. vetur gert tilraunir til að ná fundi forseta íslands, Vigdísar Finn- bogadóttur þegar hún var á ferð í Banda- ríkjunum. í>á hafa Grænfriðungar staðið fyrir herferðum í Boston og víðar í Banda- ríkjunum gegn Flugleiðum. Þeir hafa skrifað söluskrifstofum og heimsótt þær. Auk þess hafa þeir verið í flughöfnum, dreift ljós- myndum af hvalaslátrun og öðrum áróðri til að vekja athygli ferðamanna á hvalveiðum Islendinga. Flugleiðamenn munu margir hverjir hafa áhyggjur af þessu og samkvæmt heimildum Þjóðlífs hefur fyrirtækið ítrekað vakið máls á þeim viðskiptahagsmunum sem í húfi eru við ríkisstjórn landsins. m.a. í bréfi til ríkisstjórnarinnar í ágúst í fyrra. Bogi Ágústsson blaðafulltrúi Flugleiða, kvað ekki annað hafa verið gert af hálfu fyrirtækisins, og í bréfinu segi ekki annað en að fyrirtækið hafi orðið vart við mótmæli erlendis vegna stefnu stjórnvalda í hvalveiðimálum. 22

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.