Þjóðlíf - 01.06.1988, Blaðsíða 55
UMHVERFI
Sigurbjörg Gísladóttir. Viö munum hvetja
faldlega bannaðar. En væntanlega munu atr-
iði eins og þessi ráðast af því hvað gerist í
þeim löndum, þar sem bílarnir eru fram-
leiddir og hvað gerist á stærri markaðssvæð-
um. Bandaríkjamenn og Evrópubandalagið
eru óðum að taka upp strangar reglur og
staðla um hreinsibúnaðinn og þar af leiðandi
munu þessar reglur verða af sjálfu sér teknar
upp hér á landi.
Jónas kvað það hljóta að koma til álita að
draga úr sköttum á blýlaust bensín til að
hvetja bifreiðaeigendur til að nota það.
„Skattlagning á bensín er annars fullkom-
lega út í hött hérlendis, allt upp að 70%. Þau
lönd sem við erum að bera okkur saman við
eru með vel upp byggð vegakerfi, þar sem
100% vega eru með bundnu slitlagi. Hér á
alla til að nota blýlaust bensín.
landi eru 12.8% þjóðvega með bundnu slit-
lagi, þannig að við erum bókstaflega vanþró-
uð í þessum samanburði. í þessu ljósi væri
hugsanlega réttlætanlegt að skattleggja
svona eins og gert er til uppbyggingar á vega-
kerfinu. En því miður er allt öðru að heilsa.
Skattpíningin er notuð í ríkissjóð, — og al-
þingi og ríkisstjórn veita í ár lægsta hlutfall af
þjóðarframleiðslu sem sést hefur í meira en
tvo áratugi til vegaframkvæmda. Stjórnvöld
líta enn svo á að bíllinn sé lúxus, þrátt fyrir að
hann sé heimilistæki á íslandi, algengara
heimilistæki en þvottavél og eldavél", sagði
Jónas Bjarnason.
Óskar Guðmundsson
Mengun hverfur
með hvarfa
Blýlausa bensínið er einungis fyrsta
skrefið í átt til meiri umhverfisverndar en
til að það komi að fullum notum þarf
hreinsibúnað, sem nefnist „katalysator"
á erlendum málum. Ýmsar tilraunir hafa
verið gerðar til þýðingar á orðinu t.d,
með orðunum efnahverfill og hvarfi.
Til að hægt sé að hafa gagn af efna-
hverfli í bflum þarf blýlaust bensín að
koma til. Með hvarfa hefur tekist að
draga úr mengun af útblæstri bifreiða og
ná allt að 95% af skaðlegu efnunum. í
útblæstrinum eru nefnilega margvísleg
mengandi efni auk blýs, sem valdið hafa
ómældu tjóni á umhverfinu. Þannig er
t.d. súra regnið sem valdið hefur skóga-
dauða í Evrópu rakið til mengunar frá
útblæstri.
Umhverfisógnir og fréttir af þeim hafa
hraðað mjög ráðstöfunum víða um heim
til að draga úr menguninni. í Bandaríkj-
unum og á meginlandi Evrópu er fyrir
löngu farið að framleiða bfla útbúnum
„katalysator", hvarfa. í stað mengunar-
efnanna blæs bfllinn skaðlausu koldíoxíði
og vatnsgufu. í Evrópu er reiknað með að
hvarfi verði kominn í alla nýja bfla 1989.
Upplýsingar um verð á hvarfa eru mjög
misvísandi en talað hefur verið um að
hann kosti á milli 20 og 30 þúsund, en
endingartíminn mun vera á milli 50 og 90
þúsund kflómetrar.
Samkvæmt upplýsingum frá bifreiða-
umboðum yrði hreinsibúnaðurinn enn
dýrari hingað kominn, þar sem tilheyr-
andi álögur ríkisins legðust ofan á inn-
kaupsverð. Hins vegar væri þess að vænta
þegar stjórnvöld vakna til lífsins í málinu,
að allar álögur yrðu felldar niður til að fá
neytendur til að kaupa nýja bfla með
hreinsibúnaði, hvarfa.
Fagmenn tala einnig um það að nauð-
synlegt sé fyrst að flytja inn 95-98 oktana
blýlaust bensín áður en hvarfi verður lög-
leiddur. Um þessar mundir munu engir
íslendingar aka um á bflum með hvarfa
en samkvæmt upplýsingum á verkstæði
Kristins Guðnasonar hefur umboðið selt
nokkra BMW með hvarfa Bandaríkja-
mönnum sem hér hafa dvalið og flutt hafa
bflana til heimalands síns, þar sem skyld-
að er að haga notum bfla með tilliti til
umhverfisverndar.
-óg
55