Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 57

Frjáls verslun - 01.08.2014, Page 57
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 57 við halda áfram að þjónusta okkar viðskiptavini af kostgæfni á sama verði og í sjálfsafgreiðslu líkt og verið hefur.“ Meginstarfsemin byggist á eldsneytissölu Hver er meginstarfsemi Skeljungs í dag? Fyrirtækið er einnig stór innflytjandi hrávöru, ekki satt? „Meginstarfsemi Skeljungs er sala á eldsneyti til einstaklinga og fyrirtækja. Við flytjum einnig inn iðnaðarhráefni fyrir sápu­ og hreinsiefnaiðnað og matvælaefni fyrir mjólkur­, sælgætis­ og drykkjarvöruiðnað. Þá flytjum við inn efni til lyfja ­ framleiðslu og fóðurgerðar sem og efni fyrir prentiðnaðinn. Skeljungur hefur einnig sinnt innflutningi, sölu og dreifingu áburðar og hefur sú starfsemi farið vaxandi undanfarin ár. Skeljungur er einnig stór sölu­ og dreifingaraðili Shell­smur olía. Við erum því með mjög breiða flóru í innflutningi hrávöru og erum sífellt að leita leiða til að nýta dreifileiðir okkar til hagræðis fyrir við skiptavini.“ Þarfir viðskiptavina í 1. sæti Hvernig birtast gildi Skeljungs í starfseminni/þjónustunni? (Gildin: áreiðanleiki, metnaður og bros). „Áhrifin eru margvísleg, bæði inn á við og út á við. Við viljum að viðskiptavinir okkar upplifi áreiðanleika í við skiptum við okkur og við vilj um vera áreiðanlegt félag. Við leggjum mikið upp úr góð um rekstri og Skeljungur var til að mynda á lista Credit ­ info yfir framúrskarandi fyrirtæki á Íslandi árið 2013. StarfsOrka, sem er samheiti yfir ýmiss konar námskeið, sér starfsmönnum fyrir viðeigandi starfs­ og endurmenntun. Þá leitumst við ætíð við að tak ­ marka áhrif okkar á umhverfið og leggjum mikla áherslu á öryggi í öllu okkar starfi. Við leggjum metnað okkar í að finna sífellt betri leiðir til að koma til móts við þarfir viðskiptavina okkar. Við höfum boðið viðskiptavinum upp á margar nýjungar og verið leiðandi á markaði í þjónustu við viðskiptavini. Orkan hefur tryggt viðskiptavinum sínum lægsta eldsneytisverðið frá upphafi en einnig er þrepa ­ tengt afsláttakerfi þar sem lyklahafar fá aukinn afslátt á Orkustöðvum með auknum viðskiptum. Shell var einnig fyrst til að bjóða þjónustu bensín afgreiðslumanna á sjálfs ­ afgreiðsluverði. Áreiðanleikinn endur speglast ekki síst í því að mikil áhersla er lögð á öryggismál okkar. Að þessu upp fylltu má ekki gleyma því að Skeljungur þarf líka að vera skemmti legur vinnustaður þar sem fólk sinnir verkefnum sín um með bros á vör. Við látum svo gott af okkur leiða og styrkj um ýmis málefni, s.s. íþróttafélög víðsvegar um landið, Fjöl skylduhjálpina, Bleiku slaufuna, Opinn skóg og fjöl margt fleira.“ Shell­stöðvar við hlið verslana Hvernig er aðgreiningunni á milli Shell og Orkunnar háttað? „Aðgreining milli Shell og Orkunnar í sinni einföldustu mynd er að á Shell­stöðvum bjóðum við upp á þjónustu bensínsafgreiðslumanna og V­Power­bensín. Orkustöðvar eru eingöngu sjálfsafgreiðslustöðvar, sem eru ávallt með lægsta elds ­ neytisverðið. Við höfum verið með öfluga verðstefnu síðan 2010 sem við köllum Orku­ vernd, sem tryggir neyt endum ávallt lægsta eld sneytis verðið. Ef við skoð um aðgreininguna dýpra þá byggist hún að mestu á þjón ustu og verði. Á Shell höfum við lagt áherslu á þjón ­ ustu bensínafgreiðslu manna, sem hefur mælst vel fyrir og sjáum við mikla ánægju viðskiptavina okkar í þeim könnunum sem við gerum ásamt þeim jákvæðu viðtökum sem starfsfólk okkar fær á stöðvunum. Shell­stöðvar eru ávallt við hlið verslunar þar sem bensínafgreiðslumenn geta aðstoðað viðskiptavini með áfyllingu rúðuvökva og olíu, skipt um rúðuþurrkur og slíkt, ásamt því að hægt er að bregða sér inn til að greiða fyrir eldsneyti og fá sér kaffibolla eða annað sem vantar.“ Eldsneytisþörf í ferða ­ manna brans anum Nú eru ýmis teikn á lofti um að efnahagslífið sé að rétta úr kútnum og ýmsar fram - kvæmdir í gangi, t.d. í ferða - iðn aðinum. Hvaða áhrif hefur þetta á eldsneytissölu? „Auknar framkvæmdir og umsvif í efnahagslífinu gera það að verkum að aukin þörf er fyrir eldsneyti. Mannvirkja ­ framkvæmdir, fiskiskipaflotinn og flutningur milli landshluta og landa eru að miklu leyti drifin áfram af eldsneyti og höfum við séð aukna eldsneytisþörf í ýmsum atvinnugreinum. Ferðamannastraumurinn teygir anga sína víða og við sjáum aukningu í sölu á eldsneyti til fólks á bílaleigubílum, ýmissi ferðatengdri þjónustu og afþreyingu þar sem ýmis farar tæki koma við sögu, eins og t.d. flug, rútur, fjallabílar og skip – svo eitthvað sé nefnt. Skeljungur rekur nú 67 bensínstöðvar undir merkj um Shell og Orkunnar og er net okkar nokkuð þétt um land allt. Eins og spáð er mun ferða ­ mannastraumurinn aukast á næstu árum þannig að tækifæri Skeljungs felast vissulega í að mæta eldsneytisþörf ferða ­ manna sem og fyrirtækja er tengj ast ferðaþjónustunni.“ Rafhleðslu­ og metan ­ stöð á Miklubraut Hverjar eru framtíðarhorf urn- ar í notkun eldsneytis? Og hvaða umhverfisvænir kostir eru í boði í þeim efnum í dag og nánustu framtíð? „Á liðnum árum hefur sala á eldsneyti farið minnkandi. Ástæðuna er bæði að finna í breytingum á bílaflota lands ­ manna og minnkandi akstri. Einnig hefur orðið ákveðin til færsla frá bensín bílum yfir í díselbíla sem eyða minna elds ­ neyti og ekki síst yfir í tvinnbíla og rafmagnsbíla. Gera má ráð fyrir að þróunin muni halda áfram í þessa átt og rafmagns ­ bílafloti landsins muni stækka. Skeljungur býður upp á aðra valmöguleika en eldsneyti og við erum með bæði raf ­ hleðslu stöð og metanstöð við Miklubraut. Skeljungur hóf í lok árs 2013 íblöndun lífdísilolíu og uppfyllir með því ákvæði laga um endurnýjanlegt eldsneyti í samgöngum á landi um 3,5% hlutfall endur ­ nýjanlegs orkuinnihalds. Metn ­ aður Skeljungs mun áfram vera að sinna orkuþörf lands ­ manna um ókomin ár í sátt við umhverfi sitt, hver sem orku ­ gjafinn verður.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.