Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 60

Frjáls verslun - 01.08.2014, Side 60
60 FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 2014 fjárfestu ein ungis í hlutabréfaútboðinu en aðrir fjár festar hafa nær undantekningarlaust séð fjárfestingu sína í VÍS lækka í virði. Það er hins vegar ekki nauðsynlega svo að fjárfestar hafi verið gripnir einhvers konar bjartsýniskasti vegna frumútboðs á hlutabréfum VÍS, enda eru tryggingarfélög almennt stöndug félög með almennt stöð ugan hagnað sem er sjaldan með miklum vexti og aðeins stöku sinnum með miklu tapi. Sé litið til útboðslýsingar og ársreikninga félagsins sést að hagnaður af áframhaldandi starfsemi samstæðu félagsins var 2,7 milljarðar króna árið 2012. Sá hagnaður dróst saman árið 2013 niður í 2,2 milljarða króna. Rekstur félagsins var enn slakari á fyrsta árshelmingi 2014 en árið 2013. Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins 2013 var 1,1 milljarður króna en einungis 451 milljón fyrir sama tímabil árið 2014. Líklegt er því að fjárfestar hafi einungis verið að endur meta væntan framtíðarhagnað miðað við þær hagnaðartölur sem eru nú fyrir ­ liggj andi enda er rekstrarsaga skráðra hlutafélaga í núverandi mynd vart fyrir hendi á Íslandi. Miðað við hlutfall innra virðis samanborið við markaðsvirði VÍS og sambærilegs hlutfalls erlendra tryggingarfélaga var VÍS hugsanlega í dýrari kantinum þegar gengi þess var sem hæst en það skar sig samt ekki úr í þeim efnum. Greiningardeildir hafa aftur á móti margar hverjar gert ráð fyrir minni hagnaði tryggingarfélaga í framhaldi af slakari afkomu í rekstri þeirra. tryggingamiðstöðin hf. Það voru einungis nokkrir dagar á milli frum útboðs VÍS og þess næsta, sem var TM. Tæplega 30% af útistandandi hlutafé félagsins voru skráð á markað. Útboðsgengið var 20,10 krónur á hlut en eins og með VÍS nokkrum dögum áður hækkaði það mikið á fyrsta viðskiptadegi þess hinn 8.maí og var lokagengi dagsins á hlut 26,70 krónur. Jafngilti það um þriðj ungs hækkun á virði félagsins frá útboðs genginu. Gengi þess hjaðnaði aðeins næstu daga en tók síðan stökk á nýjan leik og hækkaði í rúmlega 31 krónu á hlut í ágústmánuði, þremur mánuðum eftir frumútboðið. Eftir örlitla dýfu hækkaði gengi félagsins á nýjan leik og náði hæstu hæðum í byrjun desember árið 2013 þegar það skreið yfir 33 í einn dag. Svipað og með gengi bréfa í VÍS hefur leiðin legið niður á við hjá hlutabréfum TM síðan þá. Greiddur var arður sem nam 1,91 krónu á hlut en heildarhagnaður ársins á hlut var 2,72 krónur. Sú arðgreiðsla vegur lítið upp í hið mikla fall á gengi bréfa félagsins, sem er u.þ.b. níu krónur frá því það var í hæstu hæðum. Miðað við gengi TM í október 2014, að teknu tilliti til arðgreiðslunnar, er það í kringum 26 krónur á hlut. Fjárfestar sem keyptu einungis í frumútboðinu hafa sem áður hagnast vel á því, enda fengu þeir bréfin fyrir aðeins rúmar 20 krónur fyrir hvern hlut. Eins og með þá fjárfesta sem hafa í framhaldinu keypt í VÍS hafa fjárfestingar í TM í kjölfar fyrsta viðskipta dags hingað til skilað einungis neikvæðri ávöxtun hafi bréfin hugsanlega ekki verið seld aftur. Þegar litið er til afkomu TM þá blasir við afar svipuð saga og hjá VÍS; hún hefur dalað. Samkvæmt kynningum frá TM var hagnaður ársins 2011 um 3,4 milljarðar króna og 2,6 milljarðar króna árið 2012. Hagnaður félagsins árið 2013 var viðunandi og nálægt spám félagsins, um 2,1 milljarður króna eftir skatta. Gert var ráð fyrir betri afkomu árið 2014 af áframhaldandi starfsemi félagsins en ólíklegt er að það gangi eftir. Framlegð af vátryggingarstarfsemi var áætluð af félaginu rúmlega einn milljarður króna fyrir árið 2014. Fyrst sex mánuði ársins dróst hún saman og var 186 milljónir króna samanborið við 826 milljónir króna árið áður. Þetta bitnaði mjög á afkomu félagsins en heildarhagnaður eftir skatta féll úr 1,2 milljörðum króna fyrstu sex mánuði ársins 2013 niður í 1,0 milljarð króna og komu einungis auknar fjárfest ingar tekjur í veg fyrir meiri sam drátt í hagn aði. Eins og með VÍS má því segja að fjárfestar séu að bregðast við slak ari afkomu í rekstri tryggingarfélaga en gert var ráð fyrir. Eimskip Í byrjun nóvember árið 2012 voru 25% útistandandi hlutafjár Eimskips boðin fjárfestum í frumútboði endurskipulagðs félags. Útboðsgengi til almennra fjárfesta var 208 krónur á hlut en það hækkaði strax í fyrstu viðskiptum og var lokagengi hlutabréfa félagsins 225 krónur á hlut á fyrsta degi í Kauphöllinni. Gengi bréfanna féll örlítið næstu daga en tók síðan að hækka töluvert mikið. Í upphafi árs 2013 voru viðskipti með bréf félagsins á genginu 250 krónur á hlut og í mars á sama ári fór gengið í rétt rúmar 280 krónur. Eftir það hefur gengið á bréfum félagsins smám saman verið að falla. Tæplega tveimur árum eftir að hlutabréf Eimskipafélagsins í núverandi mynd voru skráð á markað er Þegar litið er til afkomu TM þá blasir við afar svipuð saga og hjá VÍS; hún hefur dalað. Samkvæmt kynn ingum frá TM var hagnaður ársins 2011 um 3,4 milljarðar króna og 2,6 milljarðar króna árið 2012. 8   8.5   9   9.5   10   10.5   11   11.5   12   4 /2 4 /1 3   5 /2 4 /1 3   6 /2 4 /1 3   7 /2 4 /1 3   8 /2 4 /1 3   9 /2 4 /1 3   1 0 /2 4 /1 3   1 1 /2 4 /1 3   1 2 /2 4 /1 3   1 /2 4 /1 4   2 /2 4 /1 4   3 /2 4 /1 4   4 /2 4 /1 4   5 /2 4 /1 4   6 /2 4 /1 4   7 /2 4 /1 4   8 /2 4 /1 4   9 /2 4 /1 4   VÍS   24   25   26   27   28   29   30   31   32   33   34   5 /8 /1 3   6 /8 /1 3   7 /8 /1 3   8 /8 /1 3   9 /8 /1 3   1 0 /8 /1 3   1 1 /8 /1 3   1 2 /8 /1 3   1 /8 /1 4   2 /8 /1 4   3 /8 /1 4   4 /8 /1 4   5 /8 /1 4   6 /8 /1 4   7 /8 /1 4   8 /8 /1 4   9 /8 /1 4   1 0 /8 /1 4   TM   hlutabréf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.