Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 65

Frjáls verslun - 01.08.2014, Síða 65
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 65 2004 undir fyrirsögninni „Ég styð frelsið“.“ „Við Davíð urðum góðir vinir fyrir mörgum árum. Við höfum líka oftast verið skoðanabræður og samherjar á vettvangi þjóðfélagsmála, þó að starfs ­ vettvangur minn hafi legið annars staðar en hans. Ímynd Davíðs og fyrirferð í hugum svo margra samtímamanna hvetur mig til að segja svolítið frá kynnum mínum af honum og vináttu okkar gegnum tíðina. Davíð var aðeins á eftir mér í lagadeildinni. Ég lauk prófi 1973 en hann 1976. Við kynntumst svolítið meðan á námi stóð og urðum síðan góðir vinir. Við vorum báðir í hinum svonefnda Eimreiðarhópi sem ég nefndi fyrr og gaf út tímaritið Eimreiðina 1972–5. Hann var á þessum árum að hasla sér völl í stjórn­ málum og var kosinn borgar­ fulltrúi í Reykjavík árið 1974. Vinátta okkar spratt af ýmsum samverkandi þáttum. Við höfð um sömu meginskoðanir í stjórnmálum, töldum að menn ættu að njóta frelsis til orðs og æðis og bera ábyrgð á sjálfum sér og gjörðum sínum. Við vorum þess vegna andvígir ríkisforsjá og skattheimtu. Við vorum auðvitað andvígir hvers kyns misnotkun opinbers valds og spillingu. Áhrifaríkasta aðferð in til að takmarka þessa bresti hjá valdhöfum væri að draga úr völdum þeirra. Hann var í meginatriðum skoðana­ bróðir minn í aðferðafræði lög­ fræðinnar og vildi, eins og ég, að úrlausnir á þeim vettvangi réðust einungis af hlutlausri beitingu lagareglna. Við höfðum síðan svipuð áhuga mál. Við stunduðum lax­ veiðar saman og oft var slegið í slag við bridsborðið. Hann var, eins og ég, áhugamaður um knattspyrnu og héldum við báðir með Fram. Síðan skipti ekki minnstu máli að eiginkonur okkar höfðu verið skólasystur. Þær eru báðar hjúkrunarfræð­ ingar og áttu þar sameiginleg áhugamál og starfs svið. Á löngum tímaskeiðum töluðum við Davíð mikið saman og höfðum stuðning hvor af öðrum. Það kom líka oft fyrir að við höfðum komist að sömu niðurstöðu um mál án þess að hafa nokkuð rætt þau okkar á milli. Þar var sameiginleg lífsskoðun að verki.“ Jón segir að Davíð sé að sínu mati þýðingarmesti og merkileg asti stjórnmálamaður undanfarinna áratuga á Íslandi. Hann hafi fengið ýmsu áorkað í átt til frjálsræðis og heilbrigð­ ari hátta í þjóðfélagi okkar. „Mér fannst samband mitt við Davíð alltaf einkennast af málefnalegum heilindum. Stund um vorum við ósammála. Það kom að sjálfsögðu aldrei fyrir að hann óskaði eftir að ég notaði kunnáttu mína í lögfræði­ legum efnum til að leggja sér lið gegn betri vitund minni, eins og stundum hefur verið dylgjað um. Líklega hefur hann sjaldan eða aldrei haft tilefni eða vilja til að biðja um slíkt. Auk þess hefði honum þá verið ljóst að við slíkri beiðni, ef til kæmi, yrði aldrei orðið. Ósk af þessu tagi hefði líka verið í fullkominni and­ stöðu við heilindin í samskiptum okkar og ég veit að þau voru okkur báðum mikils virði.“ Ég get nefnt dæmi um mál þar sem vinur minn Davíð gerði annað en ég hefði viljað. Hann beitti sér til dæmis fyrir því að Reykjavíkurborg reisti veitinga ­ húsið Perluna á hitaveitugeym­ unum á Öskjuhlíðinni. Ekki rímaði sú gjörð vel við þá afstöðu sem fyrr var getið, og ég hélt að við báðir hefðum, um verksvið hins opinbera. Hann fékk umbúðalaust að heyra skoðun mína á þessu. Ein­ hverju sinni hafði hann líka uppi fyrirætlanir um að veita Íslenskri erfðagreiningu hf. ríkisábyrgð á skuldbindingu, sem þetta einkafyrirtæki hugðist taka á sig. Ég sagði honum skoðun mína. Ekki veit ég hvort hún skipti einhverju máli, en ekkert varð af ríkisábyrgðinni. Vera má að tilefnið hafi fallið niður. Fleira mætti nefna. Ýfingar og átök undanfarinna ára hafa reynt á. Þau tímabil hafa komið að við Davíð höfum talað minna saman en áður var. Vera má að slík tilbrigði í samskiptunum hafi verið óhjá­ kvæmileg milli manna sem eru jafn fornir í skapi og við erum líklega báðir. Við erum samt ennþá góðir vinir og höfum áfram svipaða afstöðu til þess sem telja má að skipti mestu í langhlaupi lífsins.“ Vildi bæta starfsemi Hæstaréttar innan frá „Ég hef áður sagt frá því að ein af ástæðunum til þess að ég sóttist eftir starfi við Hæstarétt hafi verið sú að ég vildi reyna að bæta starfsemi réttarins „innan frá“, ef svo mætti að orði kveða. Ég hafði verið ötull gagnrýnandi dómstólsins, jafnvel svo að ég taldi það vera farið að setja mark sitt á meðferð málanna sem ég flutti, eins og vikið var að í 13. kafla. Kringumstæður við innkomu mína voru hins vegar, út frá sjónarmiðum um þetta, eins óheppilegar og hugsast gat. Fólkið, sem ég átti að fara að vinna með og hugðist fá með mér til að gera umbæturnar var mér greinilega mjög andsnúið. Það hafði reyndar gengið svo langt að brjóta freklega gegn mér í viðleitni sinni við að reyna að hindra að ég yrði skipaður í dómaraembætti.“ „Ég varð 65 ára gamall 27. september 2012. Innanríkisráð­ herra ákvað þá, að höfðu sam­ ráði við mig, að veita mér lausn frá embætti mínu. Síðasti starfs­ dagur minn var föstudag urinn 28. september. Þann dag hætti Garðar Gíslason líka. Boðað var til hófstilltrar síðdegis veislu í tilefni dagsins. Ég get ekki neitað því að nú kom forseti réttarins, Markús Sigurbjörns­ son, mér eilítið á óvart. Hann flutti ávarp og lauk þar lofsorði á störf mín við réttinn. Sagði hann meðal annars að ég hefði að loknum glæsilegum ferli sem málflutningsmaður nú lagt að baki jafnglæsilegan dómaraferil. Ég svaraði með stuttri ræðu og lét fagurgala forsetans engu breyta um efni hennar. Sagði ég þeim að ég hefði, eins og allir viðstaddir vissu, frá ungum aldri í lögfræðinni haft mikinn áhuga á því að þessi litla þjóð gæti átt Hæstarétt sem stæði undir nafni og sinnti dómstörf­ um sínum á þann vandaða hátt sem lög gerðu ráð fyrir og þjóðin ætti skilið. Ég hefði gefið út bók, Deilt á dómarana, á árinu 1987 og hefði hún verið drifin áfram af þessum frómu óskum. Síðan hefði ég leitast við eftir þetta að láta til mín heyra um starfsemi dómstólsins og dómana sem frá honum kæmu. Hefði ég þá einatt gagnrýnt ýmislegt sem ég hefði talið að betur mætti fara. Þar hefði komið að ég hefði sagt við sjálfan mig: „Hættu nú þess­ um hávaða, maður. Ef þér er einhver alvara í að vilja bæta starfsemi þessarar stofnunar, sýndu það þá í verki með því að sækjast eftir dómarastarfi þar og reyndu að bæta úr því sem þú telur að aflaga fari með jákvæðum hætti innan frá.“ Ég hefði sótt um og fengið starfið. Þá hefði hins vegar brugðið svo við að dómararnir, sem fyrir sátu, hefðu snúist öndverðir gegn mér eftir að hafa raunar reynt að koma í veg fyrir skipun mína. Mér hefði því ekkert orðið ágengt við að koma á endurbótum. Aðrir dómarar hefðu ekkert viljað hlusta á mig. Ég hefði orðið 65 ára í gær og væri nú að hætta við fyrsta tækifæri. Og til hvers? Til þess að fá málfrelsi mitt aftur og geta haldið áfram að reyna að bæta starfsemina við þessa ríkisstofnun sem ég teldi þýð­ ingarmesta.“ Hér hefur aðeins verið stutt­ lega sagt frá þessari ágætu og læsilegu bók. Jóni Steinari tekst ætlunarverk sitt; að skrifa í senn skemmtilega og fræðandi ævisögu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.