Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.2014, Qupperneq 177

Frjáls verslun - 01.08.2014, Qupperneq 177
FRJÁLS VERSLUN 8-9 tbl. 014 177 verðar. Starfsánægja hefur aukist um 10­20%, ánægja við ­ skiptavina um 12% og ánægja með samskipti, úrlausn ágrein­ ingsefna og jafningja fræðslu hefur aukist um heil 50%. Ekki slæmur árangur það. General Mills hefur auk þess ara námskeiða boðið stjórn endum sínum upp á nám skeiðaröð sem sameinar núvitundarhugleiðslu, jóga og markviss samtöl. Meðal þeirra námskeiðatitla sem boðið er upp á í þessari röð eru Cultivat ­ ing Leadership Presence through Mindfulness, Innovation and Mindfulness og Mindful Leadership at Work. Mikil ánægja hefur verið með al stjórnenda með þessa nálgun og 83% þátttakenda sögðust eftir námskeiðin eiga auðvelt með að forgangsraða verkefnum sínum og taka sér tíma á hverjum degi til að meta hvernig þau gætu náð sem bestum árangri í störfum, sam anborið við 23% áður en námskeiðin hófust. Rannsóknir sýna jákvæð áhrif Nýleg rannsókn Davids Levys, prófessors við Washington­ háskóla, leiðir í ljós að regluleg hugleiðsla er öflug aðferð til að auka einbeitingu, fram­ leiðni, bæta minnið og draga úr streitu. Levy hafði sjálfur lengi leitað leiða til að draga úr streitu á vinnustað sínum og fékk hug­ myndina að rannsókninni eftir að hafa lesið bók Darlene Cohen, „The One Who is Not Busy: Connecting to Work in a Deeply Satisfying Way“. Levy rannsakaði þrjá hópa stjórnenda yfir átta vikna tíma­ bil. Fyrsti hópurinn var leiddur reglulega í gegnum hugleiðslu byggða á núvitund yfir allt tíma­ bilið, annar hópurinn reglulegar líkamlegar slökunaræfingar og sá þriðji fékk enga þjálfun fyrr en að tímabilinu loknu. Allir þátttakendur tóku próf í lok tímabilsins sem reyndi mjög á hæfileika þeirra til að sinna mörg um vinnutengdum verkefnum í einu. Mælt var hversu hratt þeir sinntu verkefn ­ unum, hversu nákvæmlega og hversu oft þeir skiptu á milli einstakra verkefna. Fylgst var með minni þeirra og streitustigi. Niðurstöðurnar voru skýrar. Streitustig þátttakenda hu g­ leiðslu hópsins var lægra meðan á prófinu stóð. Einnig gátu þeir einbeitt sér mun lengur án þess að láta truflast af áreiti og skiptu sjaldnar á milli einstakra verkefna. Hjá báðum hinum hópunum var streitustig hið sama og áður en tilraunin hófst – en hjá síðasttalda hópnum, sem fékk enga þjálfun, fór það þó niður þegar þátttakendur voru leiddir í gegnum hug ­ leiðslu að tímabilinu loknu. Við Harvard Medical School er einnig í gangi rannsókn undir stjórn Johns Denning ­ ers, sem ætlað er að skoða lífeðlisfræðileg áhrif jóga og hugleiðslu til lengri tíma litið. Fyrstu niðurstöður benda til þess að áhrif af reglubundinni iðkun hugleiðslu og jóga séu jafnmikil á heilann sem og líkams starfsemina alla og hægi jafnvel á öldrun. Streita er stórt heilsufarsvandamál sem hefur mikil áhrif á framleiðni, fjarvistir og starfsmannaveltu innan fyrirtækja, svo til mikils er að vinna að leita leiða til að draga þar úr. Það eru gömul sannindi og ný að það að þekkja sjálfan sig og virkja eigin sköpunarmátt er fyrsta skrefið til allra framfara, ekki aðeins fyrir einstaklinginn heldur einnig í stærra sam­ hengi. Það má því leiða að því líkur að það sé dýrmætt fyrir stjórnendur að geta nýtt sér aðferðir sem um langan aldur hafa sýnt sig að auka sjálfsvit ­ und og innsæi. Að hefjast handa Af framansögðu má draga þá ályktun að regluleg ástund­ un hugleiðslu sé gagnleg stjórnend um. Hugleiðsla geti aukið sjálfsþekkingu sem er mikilvæg til að þekkja bæði eigin viðbrögð og til að auka skynjun okkar á líðan og hegðun annarra. Gott innsæi er einnig mikilvægur eigin­ leiki stjórnenda og auðveldar góða ákvarðanatöku – að eiga auðvelt með að nálgast upplýs­ ingar sem liggja í undirmeðvit ­ undinni. Einnig hér er regluleg hugleiðsla hjálpleg. Hún kyrrir hugann og kemur okkur í núið og auðveldar okkur þannig að virkja innsæið. Hvernig berum við okkur að? Hugleiðsla er alls ekki eins flók ­ in og margir kunna að halda og í raun á allra færi. Hugleiðslu er hægt að stunda nánast hvar og hvenær sem er. Hvort sem er heimavið eða á ferðalögum, í einrúmi eða í hópi. Hugleiðsla þarf ekki að vera tímafrek og er hægt að ná góðum árangri með því að gefa sér aðeins 10­15 mínútur á hverjum degi t.d. í byrjun og/eða lok dags. Að vera í núinu, núvitund, jóga, hugleiðsla, núvitundar ­ hug leiðsla – fjölmörg hugtök eru í umræðunni og mörgum framandi. Enda þótt aðferðirnar séu margar er inntak þeirra allra í raun hið sama; að skýra og kyrra hugann og komast nær sínum innsta kjarna. Meditation er enska orðið yfir hugleiðslu og skýrir ágætlega inntak hennar. Orðið meditation vísar til miðju, medi, og hugleiðsla hjálpar okk ur einmitt að vera í miðju, finna kjarnann, vera í jafnvægi. Þegar við erum í jafnvægi eigum við auðveldara með að vera til staðar í augnablikinu, hugurinn er kyrr og innsæið sterkara. Fjölmargar líkamsræktar stöð v ­ ar bjóða nú upp á jóga og hug ­ leiðslu í sinni dagskrá. Eins er orðið mikið framboð af jógastöðv­ um sem bjóða upp á fasta tíma til að ástunda jóga og hugleiðslu og ýmis námskeið fyrir byrjend­ ur og lengra komna. Einnig er mikið framboð af fræðslu­ og kynningarefni um hugleiðslu á netinu sem auðvelt er að nálgast og fjöldi snjallforrita í boði sem auðveldar fólki að stíga fyrstu skrefin. Allir ættu þannig að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. „Núvitund er að vera að fullu til staðar, meðvitaður um sjálfan sig og aðra og viðbrögð sín við streituvaldandi aðstæðum. Leiðtogar sem hafa þetta á valdi sínu eiga auðveldara með að skilja og tengj­ ast öðrum og hvetja þá áfram til að ná sameiginlegum mark­ miðum.“ (William W. George, prófessor við Harvard Business School) Greinarhöfundur, Áslaug Björt Guðmundardóttir, MA í Human Resources leader ship og ráðgjafi hjá Attentus ? mann auði og ráðgjöf.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.