Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 6
6 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015
Kringlan 4–12 103 Reykjavík www.reitir.is 575 9000
J
Ó
N
S
S
O
N
&
L
E
’M
A
C
K
S
•
jl
.i
s
•
S
ÍA
Rétta umhverfið
fyrir þitt fyrirtæki
Reitir eru stærsta fasteignafélag landsins á sviði útleigu atvinnu-
húsnæðis. Með vönduðu viðhaldi á eignum stuðla Reitir að fallegri
ásýnd, varðveita sögu húsanna og skapa ímynd sem er fyrirtækinu
þínu til sóma.
Reitir eru með yfir 130 eignir til leigu fyrir hvers kyns rekstur, á
höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri og í fjölda annarra bæjarfélaga.
Finndu húsnæði sem hentar þínum rekstri. Hafðu samband
við Reiti í síma 579 9000 eða í reitir@reitir.is.
Gamalgróinn
frasi er að
„náttúran eigi að
njóta vafans“.
Hvernig
væri að láta
„stöðugleikann
njóta vafans“ í
kjarasamningum?
Vöfflur og viðsemjendur
Þ
að er í sjálfu sér ágætur siður að baka
vöfflur þegar kjarasamningar hafa náðst
– en baksturinn segir ekkert til um ágæti
samninga. Það getur verið allt í köku á
eftir. Það góða við nýgerða samninga á
almennum vinnumarkaði er að rándýrum
verkföllum hefur verið afstýrt og að samið hefur ver
ið til langs tíma, þriggja og hálfs árs. Eftir stendur engu
að síður að lítil innistæða er fyrir svo miklum launa
hækk unum og veruleg hætta er á að fyrirtæki, sem ekki
geta staðið undir þeim, leggi upp laupana og fólk missi
vinnuna – auk þess sem fyrirtæki, sem það geta, pumpi
launahækkunum beint út í verðlagið. Þetta er auðvitað
gamalkunnugt og þreytt íslenskt leikrit en því miður er
það á fjölunum aftur og aftur. Fáum við aldrei nóg af
þessu leikriti?
Það að boða til svo harðra átaka á vinnumarkaði þegar
atvinnulífið er rétt að ná sér úr skuldafeni fjármála hruns
ins er óskiljanlegt – hvað þá þegar ríkisstjórn in hef ur
rétt nýlokið við að lækka íbúðalán um tugi milljarða í
umdeildri aðgerð, sem og að lækka tekjuskatt, virðis
auka skatt og afnema vörugjöld. Að efna til harðra vinnu
deilna undir þessum kringumstæðum lyktar af flokks
pólitík fremur en skynsemi. Verðbólga kemur aftan að
öllum launþegum vegna verðtryggðra lána og gerir þá
verr setta á eftir.
Í ofanálag koma svo broslegir frasar frá helstu for
kólfum launþegahreyfingarinnar um að óstöðug leikinn
á Íslandi sé náttúrulögmál tengt krónunni frekar en
afleiðing af hegðun, hugsun og ákvarðanatöku. Það
verður að taka upp ný vinnubrögð! Verkföll eru úrelt
leið til að ná fram kjarabótum. Núna þarf þjóðarsátt
um að hafa ekki verðbólgu. Það þarf þjóðarsátt um að
auka kaupmátt með launahækkunum í takt við hagvöxt,
líkt og gert er erlendis. Þetta ætti að vera markmið allra
í samfélaginu, líka þingmanna, hvar í flokki sem þeir
standa. Stöðugleikinn og sígandi lukka er besta leiðin til
framfara. Samflot á vinnumarkaði er barn síns tíma í ljósi
þess hve fjárhagsstaða fyrirtækja er missterk.
Í áraráðir hefur það einkennt frjálsar kjaraviðræður
á almennum vinnumarkaði að ríkisstjórnin verður alltaf
að koma að samningum. Núna kemur hún að þeim
með frekari lækkun tekjuskatts og einföldun á tekju
skattskerfinu, þ.e. tveggja þrepa kerfið verður tekið upp
aftur. Þess utan er gripið til gamalkunnra ráðstafana um
að ríkið hjálpi tekjulágum við að eignast húsnæði og lofi
að byggja á þriðja þúsund félagslegra íbúða. Blekið er
vart þornað á undirskrift samninganna þegar byrjað er
að lýsa yfir áhyggjum yfir að þeir gætu leitt til verðbólgu.
Það var og! Inn í samningana eru engu að síður sett
ákvæði um kaupmáttaraukningu, annars komi þeir til
endurskoðunar. Ég segi ekki annað en að það verður
fróðlegt að sjá hvernig þetta fer allt saman.
Það er sagt að mælikvarði á velgengni sé ekki hvernig
mönnum gangi að glíma við erfið vandamál, heldur hvort
það séu sömu vandamálin og áður. Við Íslendingar erum
fastir í farinu og glímum við sömu vandamálin áratug
eftir áratug um leið og við temjum okkur nýja frasa í
efnahagsmálum. Við tölum um að fara „norrænu leiðina“
í atvinnulífinu og útskýrum það ekkert frekar – nema
það er víst mjög skynsamleg leið, t.d. í kjaramálum.
Skyndilega eru kjarasamningar ekki svo „reistir“ að
þeir hleypi upp verðbólgu. Öllum verður tíðrætt um
„sjálfbærni“ í atvinnurekstri sem kvað merkja að reka
fyrirtæki með hagnaði – en sú sjálfbærni er ekki meiri en
svo að hagnaðurinn kemur ekki af sjálfu sér í samfloti
launahækkana. Þá er það að eitthvað sé „sjálfsprottið“,
en þar er ekki átt við grassprettuna á umferðareyjum í
Reykjavík. Allt er orðið „stefnumiðað“ og „reglumiðað“.
Á alþingi er rætt um „rammann“ sem kvað vera
rammaáætlun í orkumálum sem samkvæmt Vinstrigræn
um merkir að virkja eigi ekki neitt meira. Ef til vill kæmi
rammi að notum á vinnumarkaði. Mikið er rætt um
„umhverfismat“ og að „náttúran eigi að njóta vafans“
þótt, eins og maðurinn sagði; náttúruöflin sjálf hugsi
ekki þannig. Og bætti við: Hvenær hefur Hekla látið
náttúruna njóta vafans? Hvernig væri í kjarasamningum
„að láta stöðugleikann njóta vafans“ í stað þess að vera
með sjálfsprottin, heimatilbúin, stefnumiðuð og reglu
miðuð eldgos á vinnumarkaði.
M
eira að segja að hugtakið framleiðni er
oftast notað rangt. Flestir halda að það sé
framleiðsla á vinnustund, en svo er ekki
– heldur verðmætasköpun á einstakling. Í
atvinnubótavinnu er unnið frá morgni til kvölds án þess
að hún skili nokkurri framleiðni. Íslenskur sjávarútvegur
er eina atvinnugreinin á Íslandi sem stenst alþjóðlegan
samanburð í framleiðni og hefur raunar yfirburði. En
viti menn, fyrir vikið er hann þyrnir í augum margra
sem vilja kollvarpa kerfinu. Ef íslenskt samfélag ætlar
að ná framförum og raunhæfum kjarabótum launþega
á næstu árum þarf bæði fjármagn og vinnuafl að leita í
atvinnugreinar með mikla framleiðni; verðmætasköpun
á hvern einstakling. Eins og nú háttar til í ólgu vinnu
deilna, þar sem sígandi lukka kaupmáttar er talin
eftirsóknarverð í orði en ekki á borði, er nokkuð í land
með að ný kynslóð geti vænst þess að fá hærri laun fyrir
styttri vinnudag, eins og hún gerir kröfu um. Ef hún og
aðrir vilja „norrænu leiðina“ í kjaramálum þarf að feta
hana af þolinmæði.
Hún er skemmtileg hefðin að baka vöfflur í húsi sátta
semjara í Borgartúninu eftir undirritun samninga. Og
hvað þá þegar gamalkunnur ilmur berst um salinn: Þetta
reddast!
Jón G. Hauksson
leiðari