Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 89

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 89
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 89 Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Þessi stjórn afnam vístölubætur á laun og samnings rétt verkalýðs­ félaga. Þetta ár hafði einnig orðið aflabrestur og mikið verðfall á sjávarafurðum. Lánskjaravísitalan var hins vegar ekki tekin úr sam­ bandi þann ig að vextir hækkuðu í takt við óðaverðbólguna meðan launin lækkuðu. Margir urðu að gefast upp við íbúðarkaup af þessum ástæðum. Opinberi geirinn bítur í skjaldarrendur Í söguatlasinum áðurnefnda segir að verkalýðshreyfingin hafi ekki haft sig í frammi meðan þessu fór fram enda almenn­ ur vilji til að koma böndum á verðbólguna. Launaskrið varð þó á almennum markaði og óopinberar taxtahækkanir til að halda uppi kaupmætti meðan opinberir starfsmenn fengu ekk­ ert slíkt. Þeir höfðu ekki fengið verkfallsrétt fyrr en 1976, farið í fyrsta verkfall sitt litlu síðar en nú reyndi á. „Þeirra kjör versnuðu mjög. Óánægja þeirra leiddi til eins harðasta verkfalls sem háð hefur verið síðustu þrjátíu ár, BSRB-verkfallsins haustið 1984. Um leið voru bókagerðarmenn í verkfalli, svo allir venjulegir fjölmiðlar voru lamaðir. Skapaði það sérstakt andrúmsloft.“ Til þess var þó tekið hversu verk falls varsla opinberra starfs manna var virk og öflug og sam taka mátturinn mikill. Með kjarasamningum sem gerðir voru á almenna vinnu­ markaðinum í lok febrúar 1986 og þjóðarsáttarsamningunum frá 1990 urðu ákveðin þáttaskil. Í grein eftir Gylfa Dalmann Aðal­ steinsson, dósent við viðskipta­ og hagfræðideild HÍ, frá 2006 og nefnist Verkföll og verkfalls­ tíðni á íslenskum vinnumarkaði 1976-2004 segir að í kjölfarið á vel heppnaðri þjóðarsátt, sem byggðist á gagnkvæmu trausti forystumanna aðila vinnu­ markaðarins, hafi kjarasamning- ar verið gerðir til lengri tíma en áður þekktist eða allt upp í fjögur ár. Enda fækkaði verkföllum á almennum vinnumarkaði upp úr síðustu aldamótum allt þar til á síðasta ári. Að sama skapi hefur tíðni verkfalla hjá opinberum starfs mönnum farið vaxandi. „Margt er ólíkt með verkfalls­ rétti starfsmanna á almennum vinnumarkaði og opinberum vinnumarkaði. Verkfall opinberra starfsmanna bitnar ekki beint á eiganda atvinnutækjanna heldur á þriðja aðila sem gjarnan eru þegnar landsins og ekki er verk bannsrétti fyrir að fara af hálfu vinnuveitandans, ríkisins. Þetta gerir að verkum að ekki eru sömu hvatar fyrir ríkið sem vinnu­ veitanda að ganga að samninga­ borði líkt og hjá atvinnurekendum á almennum vinnumarkaði,“ segir Gylfi Dalmann í fyrrgreindri grein. Hann segir vandasamt að skýra ástæður aukinnar verkfalls­ tíðni opinberra starfsmanna hér á landi. Svipuð þróun hafi orðið víða annars staðar í Evrópu. Segja megi að verkföll séu mæli ­ kvarði á hversu góð eða þroskuð samskipti aðila á vinnumarkaði séu. Almennt hafi verkfallstíðni á almennum vinnumarkaði verið á niðurleið í Evrópu en aukist meðal opinberra starfsmanna. Frá árinu 1977 til ársins 2003 standi nokkur ár upp úr sem verk ­ fallsár opinberra starfs manna, segir hann, þ.e. árin 1977, 1984, 1992, 1995 og 2000. Ef farið er nánar yfir verkföll meðal opinberra starfsmanna kemur í ljós að þau hafa einkum náð til starfsmanna í kennslu­ og umön­ nunargeiranum. Eftir síðustu aldamót hægði þó á um tíma, engin verkföll urðu 2002 og 2003 en árið 2004 var víðtækt verkfall grunnskólakennara sem hófst seinnihluta september og stóð í þrjátíu og þrjá daga þegar því var lokið með lagasetningu. Eftir það má segja að allkyrrt hafi verið á íslenskum vinnumarkaði allt fram á síðasta ár, með fyrsta lækna ­ verkfallinu, verkfalli fram halds ­ skóla kennara sem stóð í þrjár vikur og yfirvofandi flug manna - verk falli sem sett voru lög á. Hvers vegna þessi ókyrrð? Ekki er hlaupið að því að setja fingurinn á hvað veldur þessari ókyrrð á vinnumarkaði síðustu misserin. Væntanlega hafa stöðug leika samningarnir frá því 2014 átt sinn þátt í henni, því þótt bent hafi verið á að hún hafi fært launamönnum meiri kaup máttaraukningu en gerst hefur um árabil hefur virst sem verkalýðshreyfingin hafi verið á harðahlaupum frá þessum samningum og skilið heildar sam ­ tökin ASÍ eftir einangruð. Kaup ­ hækk anir hjá opinbera geiranum sem á eftir komu hafa vafalaust ekki hjálpað upp á sakirnar, því að þar var farið langt umfram ramma stöðugleika samn ing anna. En aðalástæðan er kannski sú sem Sumarliði Ísleifsson, sagn ­ fræðingur og sögu ritari Alþýðu ­ sambandsins, lýsti við RÚV: „Vandinn í þessu er kannski líka sá að til þess að þetta geti allt gengið þarf traust á milli þriggja aðila. Og það traust er einfald­ lega ekki fyrir hendi núna. Þetta lítur ekki vel út. Það stefnir í stór verkföll eins og voru hér fyrir nokkrum áratugum.“ Vonast hafði verið til að stöðug­ leikasamningurinn gæti orðið eins konar forleikur að norræna líkaninu í samningagerð á vinnu ­ markaði sem byggist á því að reiknað er út hvað samkeppnis­ greinarnar ráði við í kauphækk­ unum og semji síðan fyrst en aðrir aðilar vinnumarkaðarins sigli í kjölfarið. Prósentulækkanir eru jafnan litlar enda verðbólga í þessum nágrannalöndum lítil. Fulltrúar aðila vinnumarkaðarins höfðu reyndar verið gerðir út til að kynna sér aðferðafræði norræna samningalíkansins en sú þekking sem þar fékkst hefur ekki náð að líkamnast í þeim samskiptum sem aðilar vinnu­ markaðarins eiga í um þessar mundir. Því eru blikur á lofti. Því hefur verið haldið fram að við íslendingar eigum heimsmet í verkföllum. Það hefur reyndar átt síður við á þessari öld en hinni fyrri en það kann að vera að breytast miðað við viðsjárnar á vinnumarkaði á vordögum. Þ essi staðhæfing um heimsmet í verkföllum er einatt eignuð Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra, sem hann lét falla í þjóðhátíðarræðu um aldamótin, en þar sagði hann m.a.: „Á síðasta áratug hefur sem betur fer dregið nokkuð úr fjölda verkfallsdaga á Íslandi. En við eigum samt enn heimsmet í þeirri „íþróttagrein“. Það er eina heimsmetið af þessu tagi í okkar höndum og er það örugglega ekki met sem nokkur þjóð reynir að hafa af okkur. Þar er við okkur sjálfa að eiga. Um það er vart deilt að tapaðir vinnudagar eru tapað fé. Verkföll eru sjálfsagt óhjákvæmilegt baráttutæki en óhófsnotkun á því tæki er öllum til ills. Það er vissulega engum einum aðila um að kenna að svo illa hefur tekist til.“ Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við viðskipta­ og hag ­ fræðideild HÍ, sem rannsakað hefur vinnumarkaðinn, nefnir í grein að eitt meginmarkmið vinnulöggjafarinnar sé að tryggja að sem minnst tjón hljótist af vinnudeilum fyrir atvinnulíf og þjóðarbú. „Þrátt fyrir göfugt markmið hafa verkföll á Íslandi verið tíð síðustu áratugi og því hefur stundum verið haldið fram að Íslendingar eigi heimsmet í verkföllum.“ Hann veltir fyrir sér hvers vegna verkfallstíðni hér á landi er miklum mun meiri en annars staðar á Norðurlöndum þrátt fyrir sambærilega vinnulöggjöf. Spyr hvort skýringin liggi e.t.v. Heimsmet í verkföllum?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.