Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 32

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 32
32 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 O rðtakið Sell in May and Go Away á sér þriggja áratuga sögu á Wall Street en það var Yale Hirsch, stofn­ andi Stock Traders’ Almanac, sem setti það fyrst fram í árbók sinni 1986. Hann hafði fundið með tölfræðirannsóknum að mán uðirnir sex frá maí til október skiluðu næstum engu framlagi til hækkunar S&P 500­vísitölunnar allt frá 1950. Nærri öll hækkun hlutabréfa féll til mánuðina nóv­ ember til apríl. Sigurður B. Stefánsson segir að ein aðgengilegasta leiðin til að vinna markaðinn á Wall Street sé að verja eignir í lækkun en fylgja markaðssafninu í hækkun. „Mælt yfir þrjú tímabil, 1951 til 2014, 1971 til 2014 og loks 1991 til 2014, sýnir S&P 500-vísitalan með arði ávöxtun milli 10 og 11% árlega að jafnaði. Séu eignir varðar með skuldabréfum maí til október en ávaxtaðar með S&P 500 nóvember til apríl hækkar árs­ ávöxtun þessara tímabila í 11,3%, 12,6% og 13,9% – í þeirri röð.“ Sigurður segir að sú spurning vakni samt á hverju vori hvort lögmál Hirsch muni einnig gilda það sumarið. „Nýlega var Warren Buffett í viðtali hjá CNBC­sjónvarps ­ stöð inni. Hann taldi að hlutabréf væru allhátt verðlögð en ekki hættulega hátt. Ef við getum gefið okkur að vextir verði áfram lágir næstu fáein ár mætti jafnvel segja að hlutabréf væru á afar hagstæðu verði. Engu að síður verður að líta svo á að nokkur leiðrétting á verði hluta bréfa á heimsmarkaði á næstu vikum sé líklegri en ekki. Með ,,leiðréttingu“ er átt við lækk un á helstu vísitölum sem nemur 8 til 10% eða þar um bil á fáeinum vikum. Slík dýfa ógnar ekki hækkunarlegg hlutabréfa á alþjóð legum markaði, sem nú er sex ára og tveggja mánaða. Til þess þarf bjarnarmarkað, þ.e. lækkun hlutabréfa um meira en 20%.“ Seljum í maí og höldum af bæ? Nasdaq síðustu tólf mánuðina Í dag starfa um 700 manns á Íslandi við að þjónusta snjallsímaeigendur en fyrir 15 árum starfaði enginn við það verkefni. Um aldamót­ in 1900 störfuðu um 60% af vinnuaflinu við landbúnað sem samsvarar um 100.000 manns í dag. Bændur eru nú um 4.900. Framleiðsla hvers konar krefst æ færri starfsmanna vegna sjálfvirkni og tækniþróunar. Í dag starfa um 70% Íslendinga við þjónustu og verslun. Talið er að um þriðjungur starfa árið 2025 sé enn ekki orð­ inn til. Talið er að um helm ingur starfa í dag verði orðinn úreltur eftir 20 ár. Því er athyglisvert að sjá hvaða störf eru talin í útrýmingarhættu.“ Thomas segir að á netinu sé mikill fróðleikur um þessi mál og kemur þar meðal annars fram að leigubílar og strætisvagnar muni nánast heyra sögunni til þegar skipti­ hagkerfið hefur gert fólki kleift að fá far með næsta bíl. Öpp munu sýna hvar fólk er statt og hvert það vill fara. Fastlínusímar munu hverfa fljótlega þar sem snjallsímar taka við hlutverki þeirra. CD­diskar og DVD/ BluRay munu hverfa og verða alfarið stafræn gegnum ský og veitur eins og Netflix og Spotify. Kreditkort og seðlaveski fara sömu leið, en kortin munu renna inn í snjallsímana. Kvik­ myndahús verða úrelt þegar heimabíóin verða orðin eins og bíósalir. Þau störf, sem mun fjölga mest, tengjast skapandi grein­ um og afþreyingariðnaði enda er sú starfsgrein þegar orðin stærsta atvinnugreinin í BNA. Kaffihús, listasöfn, tónleikasalir, leikhús og veitingastaðir munu því blómstra áfram og allt sem tengist afþreyingu á netinu. Verslanir sem bjóða upplifun og fræðslu munu ná að keppa við netverslanirnar. thomaS möller framkvæmdastjóri Rýmis STJÓRNUN Sigurður B. SteFÁnSSon hagfræðingur ERLEND HLUTABRÉF Álitsgjafar „Í dag starfa um 700 manns á Íslandi við að þjónusta snjallsímaeig­ endur en fyrir 15 árum starfaði enginn við það verkefni.“ er starfið þitt að verða úrelt? Turninn ve is luþ jónusta TURNINN Brúðkaupveislan, árshátíðin, fermingin eða bara hanastélið taka á sig annan og ævintýralegri blæ á efstu hæðum Turnsins Kópavogi — og ekki spillir útsýnið úr hæstu byggingu landsins! Njótið stundarinnar og látið fagfólki okkar eftir að sjá um amstrið. Við sjáum til þess að sérhver veisla verði einstök. Allt sem þarf er eitt símtal til okkar og við finnum það sem hentar best. Veisla í hæstu hæðum TURNINN Smáratorg i 3 ·201 Kópavogi · S ími : 575 7500 · www.turninn.is

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.