Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 30

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 30
30 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 GRæJUR pÁll SteFÁnSSon ljósmyndari É g er kominn með band um úlnliðinn. Fyrir nokkr­ um misserum hefði ég hlegið að því að fá mér snjallúr eða heilsuband. En maður á aldrei að segja aldrei. Nú veit ég hve mikið ég geng á dag, hvernig ég sef og hvað lengi. Hvað sólin sendir mikið af UV­geislum á mig og síðan, sem er ákaflega snjallt, hver hringir og/eða sendir mér smáskilaboð, WhatsApp eða póst. Allt án þess að þurfa að taka upp símann, kíki bara lúmskt á vinstri úlnliðinn. Microsoft­bandið talar síðan við símann – skiptir ekki máli hvort hann er með Windows­, Android- eða iOS-stýrikerfi – í gegnum blátönn 4.0. Og það eru meira en tíu tól og tæki eða skynjarar í þessu úlnliðsbandi: Hjartsláttarmælir sem mælir hjartslátt með sér ­ stöku ljósi í gegnum húðina; hröðunarmælir; áttaviti sem notar ekki segul; mælir sem skannar skrefafjölda, kaloríu ­ brennslu, fjarlægð og fleira; gps­staðsetningarbúnaður; ljósmælir; hitamælir; mælir fyrir útfjólublátt ljós; snertiskjár; klukka og hljóðnemi. Það sem er best við svona snjall tæki, og þau eru mörg snjöll á markaðn­ um, er hversu hvetjandi þau eru. Að hlaupa örlítið lengra, aðeins hraðar. Ná púlsinum upp. Síðan, ef maður nær ekki þeim markmiðum sínum að ganga 10 km á dag, er bara að hunskast út í kuldann og taka einn sprett fyrir svefninn. Og þegar maður vaknar sér maður að svefninn var miklu betri en nóttina þar á undan. Allt hreyfingunni að þakka. Maður á nefnilega aldrei að segja aldrei. Álitsgjafar aldrei að segja aldrei Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is Fundir - Móttökur - Veisluþjónusta Jómfrúin | Lækjargata 4 | 101 Reykjavík | Afgreiðslutími 11-18 | Sími: 55 10 100 | Fax: 55 100 35 | jomfruin@jomfruin.is | www.jomfruin.is G uðrún Högnadóttir segir að tækifæri til aukinnar framleiðni sé eitt af stærri sókn ­ arfærum Íslendinga til aukinna lífsgæða og samkeppnis hæfni. „Það er ljóst að Íslendingar vinna gríðarlega mikið og í raun og veru miklu meira en nágranna þjóðirnar. Við vinn um um 1.900 tíma á ári en Norð - menn um 1.400 tíma en þó sköpum við ekki nema brot af þeim verðmætum sem sambæri­ legar þjóðir gera.“ Guðrún segist halda að stærstu tækifærin fyrir Íslend­ inga liggi í því að horfa á störf sín og samstarf með nýjum hætti og nefnir nokkra valkosti til aukinnar framleiðni. Hún segir að í fyrsta lagi þurfi að hafa kjarkinn til að einblína á það sem er mikilvægt, forgangs­ raða og hætta að bregðast stöðugt við síðasta áreiti. „Í öðru lagi þarf að hafa í for gangi sýn, tilgang og stefnu bæði vinnustaða, deilda og ein staklinga. Þessi áhersla og þessi mælanlegu markmið skipta sköpum. Íslendingar þurfa í þriðja lagi að skipuleggja sig betur; ekki eingöngu hvað varðar vinnu ­ staðinn heldur sem einstaklingar – að koma auga á í upphafi hverrar viku hvað skiptir mestu máli og í lok hvers dags að draga saman og sjá hvernig hefur gengið. Fjórða tækifærið tengist því að ná að stjórna tækninni – að láta ekki símana og tölvurnar ráða lífi okkar heldur taka þar við stjórn. Fimmti kosturinn tengist því að ná utan um orku okkar. Niðurstöður rannsókna sýna að fólk er útbrunnið og stressað. Við þurfum að gera okkur grein fyrir hvaðan okkar orka kemur og hugsa um mataræði og hreyfi ngu á vinnustað, stjórna streitunni og tengslum á vinnu ­ stað. Ég er sannfærð um að með þessum einföldu áherslum sé hægt að auka samkeppnishæfni þjóðarinnar, ánægju starfsmanna og framleiðni til framtíðar, til hags ­ bóta fyrir alla.“ tækifæri til aukinnar framleiðni guðrÚn högnaDóttir framkvæmdastjóri Franklin Covey ÁRANGUR OG FORYSTA

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.