Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 98
98 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 fólk S tarf mitt felst í að stýra og stjórna versluninni,“ segir Arnar Pálsson, verslunarstjóri hjá Ellingsen. „Ég sé um að upp­ gjör séu í lagi, að vörur séu til í búðinni og hvar þær eiga að vera staðsettar. Einnig sé ég um mannaforráð í versluninni, skipu­ legg vaktir og sé til þess að allt gangi eins og það á að gera og við getum sinnt viðskiptavinum okkar eftir bestu getu. Við skoðum markaðinn reglu­ lega með tilliti til árstíðar og tísku eftir því sem við á. Í verslun sem þessari þarf að huga að grillum, hjólum, veiðivörum og léttari úti­ fatnaði yfir sumartímann og síðan skipta um gír yfir vetrartímann og koma þá með þykkari og hlýrri fatnað, vélsleða og mannbrodda svo eitthvað sé nefnt. Í mínum verkahring er einnig að koma með tilboð og auglýsingar sem henta hverju sinni.“ Ellingsen er rótgróið 99 ára gamalt fyrirtæki. „Við seljum útivistarvörur af öllu tagi; allt frá ullarsokkum upp í vélsleða og allt þar á milli. Fólk getur komið hingað ef það vill fara að huga að útivist í hvaða formi sem hún er en hérna er full búð af sérfræð ingum til þess að upp­ lýsa viðskiptavininn.“ Arnar er viðskiptafræðingur. Hvers vegna fór hann í það nám? „Mér fannst viðskipta­ fræðin vera mjög heillandi stjórn unar­ og markaðslega séð. Ég hef megnið af minni starfsævi starfað við rekstur og stjórnun og fundið mig vel þar, ég er orkumikill og þarf að vera mikið á ferðinni og finn mig þar af leiðandi vel í verslunarrekstri þar sem margir dagar fara í hlaup.“ Sambýliskona Arnars er Arndís Helgadóttir, lagerstarfsmaður hjá Parlogis, og eiga þau von á barni í sumar. Arnar á svo 12 ára strák úr fyrra sambandi. „Eftir langa vinnuviku líður mér best heima við þar sem fjölskyld­ an slakar á og gerir sér eitthvað til dundurs saman. Björgvin, sonur minn, æfir fótbolta og handbolta af miklum krafti og oftar en ekki fara helgarnar í að koma honum á mót og hvetja hann. Einnig er gaman að renna í sveitina til fjölskyldu konunnar, sem er í Bárðardal fyrir norðan, borða góðan sveitamat og hjálpa til eftir bestu getu.“ Arnar segir að veiði og mótor­ kross séu aðaláhugamálin fyrir utan fjölskylduna. „Ég hjóla einu sinni til tvisvar í viku á sumrin. Hvað veiðina varðar þá er ég mikið í fluguveiði í ám og vötnum og reyni að fara eins oft og ég kemst yfir sumartímann. Það fer eftir veðri og vindum hvort áhugamálið ég næ að stunda en maður reynir að sinna þeim eftir bestu getu. Að byrja að starfa í Ellingsen hefur líka gert það að verkum að áhugamálunum gæti farið fjölgandi. Ég er farinn að renna hýru auga til vélsleðanna hérna í búðinni og kajakanna en það verður að koma í ljós hvað úr því verður. Sumarfríið fer í að sinna fjöl­ skyldunni sem stækkar í sumar og er allt á fullu í undirbúningi til að taka á móti dömunni sem kemur í heiminn í júlí.“ „Eftir langa vinnuviku líður mér best heima við þar sem fjölskyld an slakar á og gerir sér eitthvað til dundurs saman. Björgvin, sonur minn, æfir fótbolta og handbolta af miklum krafti og oftar en ekki fara helgarnar í að koma honum á mót og hvetja hann.“ TexTi: Svava JónSdóTTir / Mynd: Geir ólafSSon Arnar Pálsson, verslunarstjóri hjá ellingsen. Nafn: Arnar Pálsson. Starf: Verslunarstjóri hjá Ellingsen. Fæðingarstaður: Akureyri, 9. janúar 1974. Foreldrar: Páll Þorsteinsson og Sigurbjörg Einarsdóttir. Maki: Arndís Helgadóttir. Börn: Björgvin Tristan Arnarsson. Menntun: Viðskiptafræðingur. arnar pÁlssOn – verslunarstjóri hjá Ellingsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.