Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 87

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 87
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 87 og stræk, einnig lík lega úr dön­ sku en þaðan sótt í enska orðið strike. Þekktara og líf seigara afbrigði þess orðs er karlkyn­ sorðið strækur, og þekkist enn í daglegu tali þegar fólk strækar á hitt eða þetta. Loks er að nefna orðið vinnustöðvun, en Jón Hilm­ ar Jónsson hjá Árnastofn un segir á vef hennar, þar sem hann veltir upp þessum orðum, að það sé upprunnið á fyrsta þriðjungi tutt ug ustu aldar. Guðmundur Gunnarsson, fyrr ­ verandi formaður Rafiðnaðarsam - bandsins, hefur staðhæft í pistli á vefnum að fyrsta verkfallið á Íslandi hafi orðið þegar árið 1755 þegar þrír erlendir vefarar á Bessa stöðum lögðu niður vinnu í fjórtán daga þar sem þeir höfðu ekki fengið greidd umsamin laun í alllangan tíma. Verkfallinu lauk með því að Skúli fógeti greiddi þeim launin úr eigin vasa en þessi aðgerð hefur varla verið búin að fá þetta heiti á þessum tíma. Á vef Kvennasögusafns Íslands segir svo frá því að sumarið 1907 hafi hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, farið í verkfall. Verkfallið stóð stutt yfir, segir þar, dagstund eða svo, og uppskáru konurnar launahækk­ un. Þetta er eftir því, sem best er vitað, í fyrsta skipti sem konur fóru í verkfall hér á landi. Spurn­ ing hins vegar hvort svo skamm­ vinn vinnustöðvun geti flokkast sem verkfall. Hins vegar var það sannarlega verkfall þegar fiskverkakonurnar í Hafnarfirði lögðu niður vinnu í apríl 1912 í um mánaðartíma. Fyrstu verkföllin Almennt hefur verið talið að fyrstu eiginlegu verkföllin sem eitt hvað kvað að hafi verið þau sem urðu í Reykjavík árið 1913. Það fyrra var gegn atvinnurekendum og stóð í þrjár vikur, segir í fyrrgreindum pistli Guðmundar Gunnarssonar. Þar náðist fram krafan um tíu stunda vinnudag og viðurkenning á stéttarfélögum sem fullgildum samningsaðila. Um vorið hafi síðan aftur verið lýst yfir verk­ falli, í þetta sinn gegn dönskum verktökum vegna vinnu við hafn argerðina. Verktakarnir vildu lækka kaupið og hunsa ákvæðið um tíu stunda vinnudag. Brjóta átti á bak aftur sigurinn í verkfall inu Þjóðarsáttarsamningarnir frægu undirritaðir árið 1990. Frá vinstri Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Haukur Halldórsson, for­ maður Bændasamtakanna, einar Oddur Kristánsson, formaður Vinnuveitendasambands Íslands og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Skynsemin ræður: ÞjóðArsáttIn 1990 Kjarasamingarnir 1990 eru nefndir þjóðarsáttin. Þeir byggðust á samkomu lagi aðila vinnumarkaðarins um að taka höndum saman um að sporna gegn óðaverðbólgu og tryggja þannig kaupmátt launþega fremur en krónutöluhækkanir. Víxlverkun launa­ hækkana og verðbólgu var rofin.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.