Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 87

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 87
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 87 og stræk, einnig lík lega úr dön­ sku en þaðan sótt í enska orðið strike. Þekktara og líf seigara afbrigði þess orðs er karlkyn­ sorðið strækur, og þekkist enn í daglegu tali þegar fólk strækar á hitt eða þetta. Loks er að nefna orðið vinnustöðvun, en Jón Hilm­ ar Jónsson hjá Árnastofn un segir á vef hennar, þar sem hann veltir upp þessum orðum, að það sé upprunnið á fyrsta þriðjungi tutt ug ustu aldar. Guðmundur Gunnarsson, fyrr ­ verandi formaður Rafiðnaðarsam - bandsins, hefur staðhæft í pistli á vefnum að fyrsta verkfallið á Íslandi hafi orðið þegar árið 1755 þegar þrír erlendir vefarar á Bessa stöðum lögðu niður vinnu í fjórtán daga þar sem þeir höfðu ekki fengið greidd umsamin laun í alllangan tíma. Verkfallinu lauk með því að Skúli fógeti greiddi þeim launin úr eigin vasa en þessi aðgerð hefur varla verið búin að fá þetta heiti á þessum tíma. Á vef Kvennasögusafns Íslands segir svo frá því að sumarið 1907 hafi hafnfirskar verkakonur, sem unnu við fiskbreiðslu, farið í verkfall. Verkfallið stóð stutt yfir, segir þar, dagstund eða svo, og uppskáru konurnar launahækk­ un. Þetta er eftir því, sem best er vitað, í fyrsta skipti sem konur fóru í verkfall hér á landi. Spurn­ ing hins vegar hvort svo skamm­ vinn vinnustöðvun geti flokkast sem verkfall. Hins vegar var það sannarlega verkfall þegar fiskverkakonurnar í Hafnarfirði lögðu niður vinnu í apríl 1912 í um mánaðartíma. Fyrstu verkföllin Almennt hefur verið talið að fyrstu eiginlegu verkföllin sem eitt hvað kvað að hafi verið þau sem urðu í Reykjavík árið 1913. Það fyrra var gegn atvinnurekendum og stóð í þrjár vikur, segir í fyrrgreindum pistli Guðmundar Gunnarssonar. Þar náðist fram krafan um tíu stunda vinnudag og viðurkenning á stéttarfélögum sem fullgildum samningsaðila. Um vorið hafi síðan aftur verið lýst yfir verk­ falli, í þetta sinn gegn dönskum verktökum vegna vinnu við hafn argerðina. Verktakarnir vildu lækka kaupið og hunsa ákvæðið um tíu stunda vinnudag. Brjóta átti á bak aftur sigurinn í verkfall inu Þjóðarsáttarsamningarnir frægu undirritaðir árið 1990. Frá vinstri Ásmundur Stefánsson, forseti Alþýðusambands Íslands, Haukur Halldórsson, for­ maður Bændasamtakanna, einar Oddur Kristánsson, formaður Vinnuveitendasambands Íslands og Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSÍ. Skynsemin ræður: ÞjóðArsáttIn 1990 Kjarasamingarnir 1990 eru nefndir þjóðarsáttin. Þeir byggðust á samkomu lagi aðila vinnumarkaðarins um að taka höndum saman um að sporna gegn óðaverðbólgu og tryggja þannig kaupmátt launþega fremur en krónutöluhækkanir. Víxlverkun launa­ hækkana og verðbólgu var rofin.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.