Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 96
96 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015
V
ið sem vinnum á
viðskiptasviði Kaup
hall arinnar höfum
umsjón með viðskipta
kerfinu sem við bjóðum upp
á og erum í samskiptum við
kauphallaraðila, sem eru okkar
helstu fjármálastofnanir og þeirra
miðlarar. Allt tölfræðiefni kemur
frá okkur; við búum til fjöldann
allan af yfirlitum og einnig höfum
við umsjón með vísitölum. Þá
vinnum við náið með skráning
arsviði Kauphallarinnar við að
kynna markaðinn. Ég hef verið
dugleg að kynna mér nýsköpun
arumhverfið og heimsótt fjölmörg
fyrirtæki þar sem við erum að
kynna kauphöllina og hennar
hlutverk í efnahagslífinu. Maður
fær að vera með puttana í mörg
um verkefnum, það er kosturinn
við að vinna á litla Íslandi vs.
erlendis í stærri fyrirtækjum, fjöl
breytnin verður meiri. Við í kaup
höllinni fáum því að njóta þess
besta; að vera hluti af stóru,
alþjóðlegu fyrirtæki sem Nasdaq
er en vinna á litlum markaði sem
Ísland er.“
Kristrún Kristjánsdóttir er með
BSpróf í hagfræði frá Háskóla
Íslands og MBApróf með áherslu
á fjármál og alþjóðaviðskipti frá
Pace University á Manhattan í
New York.
„Þegar ég var í námi í New
York fékk ég vinnu með skól an
um hjá American Stock Ex
change sem var kauphöll fyrir
lítil og meðalstór fyrirtæki. Eftir
út skrift réðu þeir mig í fullt starf
í greiningardeild og vann ég
þar í sjö ár eða þangað til ég
flutti heim til Íslands. Ég réð mig
síðan í Kauphöll Íslands og hef
því eingöngu unnið í kauphöllum
frá því ég útskrifaðist.“
Kristrún er gift Gunnari Fjalari
Helgasyni, framkvæmdastjóra
hjá Símanum, og eiga þau þrjú
börn; Daníel Darra, 14 ára,
Oliver Orra, 10 ára, og Söru Sól,
níu ára.
Þegar Kristrún er spurð um
áhugamál nefnir hún fyrst hlaup.
„Ég er í hlaupahópi í Mosfellsbæ
sem heitir Mosóskokk og hleyp
með þeim tvisvar til þrisvar í
viku. Ég reyni að stunda ein
hverja líkamsrækt fjórum til fimm
sinnum í viku. Ég er búin að taka
þátt í tveimur maraþonum og
hver veit nema maður taki fleiri
seinna.
Við hjónin höfum mikinn áhuga
á matargerð og mér finnst fátt
skemmtilegra en að fá fólk í mat.
Við lifum mikið fyrir að fara á
góða veitingastaði erlendis og
prófa eitthvað spennandi. Svo
er auðvitað gaman að bralla
eitthvað skemmtilegt með fjöl
skyldunni, fara á skíði, sund og
ferðalög, bæði innanlands og
utan. Strákarnir mínir eru báðir
að æfa fótbolta og hafa sumrin
farið mikið í að elta þá um landið
á fótboltamót. Dóttirin er hins
vegar í ballett.“
Fjölskyldan fór til London yfir
hvítasunnuhelgina og svo verður
farið til Ítalíu síðar í sumar. „Við
fljúgum til Mílanó og eyðum einni
viku í Toscana. Við ætlum svo að
keyra um Ítalíu og fara til Feneyja
og jafnvel Rómar. Krakkana
lang ar síðan ofboðslega til að
sjá skakka turninn í Pisa. Ég held
að við hlökkum mest til að borða
góðan ítalskan mat!“
TexTi: Svava JónSdóTTir / Mynd: Geir ólafSSon
Kristrún Kristjánsdóttir, sérfræðingur á viðskiptasviði Nasdaq á Íslandi.
Nafn: Kristrún Kristjánsdóttir.
Starf: Sérfræðingur á viðskipta
sviði Nasdaq á Íslandi.
Fæðingarstaður: Hafnarfjörður,
25. maí 1971.
Foreldrar: Kristján Tryggvason og
Jóna Hafsteinsdóttir.
Maki: Gunnar Fjalar Helgason.
Börn: Daníel Darri, 14 ára, Oliver
Orri, 10 ára, Sara Sól, 9 ára.
Menntun: BS í hagfræði frá HÍ og
MBA frá Pace University.
Kristrún KristJÁnsDóttir
– sérfræðingur á viðskiptasviði Nasdaq á Íslandi
fólk
„Við hjónin höfum mikinn áhuga á matargerð og mér finnst fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat.
Við lifum mikið fyrir að fara á góða veitingastaði erlendis og prófa eitthvað spennandi. Svo er
auðvitað gaman að bralla eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.“