Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 45

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 45
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 45 Fyrirtækið er á Íslandi og peningurinn fer um Ísland þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Guðjón þakkar það liðlegheitum í Seðlabankanum að þetta gengur upp. Tekið er við greiðslum í evrum, Bandaríkjadölum og íslenskum krónum. Gjaldeyririnn fer inn á gjaldeyrisreikning í banka og út aftur. Þannig getur áskrifandi í einu landi greitt sjónvarpsstjóra í öðru vandræðalaust. Óháð þessu getur og hver og einn aflað sér auglýsinga í dag ­ skrána eða fjármagnað sig með kostun. Nýir sjónvarpsstjórar sam ­ þykkja skilmála um reksturinn, þar á meðal að gæta alls velsæmis og er kastað út ef misbrestur verður þar á, rétt eins og er með aðrar efnisveitur á netinu. erlendir fjárfestar OZ er að hluta í eigu erlendra fjárfesta, þótt höfuðstöðvarnar séu í Reykjavík. Erlent fé kemur inn í landið sem ný fjárfesting og er óháð fjármagnshöftunum. Núna starfa um þrjátíu manns hjá OZ og verið er að stíga fyrstu skref í að opna útibú í Los Angeles. Hins vegar eru engin áform um að skrá fyrirtækið ytra eins og verið hefur með mörg nýsköpunarfyrirtæki. „Los Angeles er spennandi vegna þess að þar er framleiðsla á sjón varpsefni komin lengst á veg. Þar er fólkið sem náð hefur best­ um tökum á þessum miðli,“ segir Guðjón. Öll hönnun og tækni ­ vinna við OZ­lausnina fer hins vegar fram á Íslandi. Stormasöm saga oZ „Ég trúi því að íslensk hönnun sé í fararbroddi,“ segir Guðjón. Því hefur hann haldið fram lengi; það sýnir litrík saga OZ. Í raun er OZ dagsins í dag alveg nýtt fyrirtæki, stofnað árið 2009. Síðar var nafnið OZ keypt af félagi tengdu farsímafyrirtækinu Nokia, sem síðar fór í eigu Microsoft. Aðeins nafnið og hann sem lykilmaður kemur úr gamla OZ. Guðjón hætti afskiptum af hinu gamla OZ um 2002, en Skúli Mogensen, sem hafði verið með í þeirri vegferð nær frá upphafi, náði að byggja reksturinn upp með höfuðstöðvar í Kanada. Starf ­ semin snerist þá um að hjálpa öðrum að koma netinu í farsíma. Þetta leiddi til þess að Nokia keypti OZ árið 2008 en síðar varð Nokia undir í samkeppninni við Apple um snjallsímana – og árið 2012 færðist nafnið yfir í hendur fyrirtækis Guðjóns. Þann áratug sem Guðjón starfaði utan OZ­fyrirtækja sinna vann hann sem fyrr að miðlun efnis á netinu og uppsetningu á háhraðaneti í mörgum löndum. Guðjón stofnaði Íslandssíma, sem varð að Vodafone á Íslandi við samruna við Tal. Auk þess stofnaði Guðjón til rekstrar hjá Nova og hafði yfirumsjón við að koma því fyrirtæki á koppinn. Guðjón byggði síðar upp breiðbandsfyrirtæki á Írlandi þar sem fjárfest var í nýrri tækni til miðlunar á sjónvarpi. Verkefni OZ í dag eru að stórum hluta sprottin af þessari vinnu; að gera fólki kleift að koma efni á netið og hafa af því tekjur. „Aðalatriðið er að miðillinn sé öllum aðgengilegur og að þeir sem hyggjast nýta hann geti haft af því tekjur.“

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.