Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 45

Frjáls verslun - 01.04.2015, Blaðsíða 45
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 45 Fyrirtækið er á Íslandi og peningurinn fer um Ísland þrátt fyrir gjaldeyrishöft. Guðjón þakkar það liðlegheitum í Seðlabankanum að þetta gengur upp. Tekið er við greiðslum í evrum, Bandaríkjadölum og íslenskum krónum. Gjaldeyririnn fer inn á gjaldeyrisreikning í banka og út aftur. Þannig getur áskrifandi í einu landi greitt sjónvarpsstjóra í öðru vandræðalaust. Óháð þessu getur og hver og einn aflað sér auglýsinga í dag ­ skrána eða fjármagnað sig með kostun. Nýir sjónvarpsstjórar sam ­ þykkja skilmála um reksturinn, þar á meðal að gæta alls velsæmis og er kastað út ef misbrestur verður þar á, rétt eins og er með aðrar efnisveitur á netinu. erlendir fjárfestar OZ er að hluta í eigu erlendra fjárfesta, þótt höfuðstöðvarnar séu í Reykjavík. Erlent fé kemur inn í landið sem ný fjárfesting og er óháð fjármagnshöftunum. Núna starfa um þrjátíu manns hjá OZ og verið er að stíga fyrstu skref í að opna útibú í Los Angeles. Hins vegar eru engin áform um að skrá fyrirtækið ytra eins og verið hefur með mörg nýsköpunarfyrirtæki. „Los Angeles er spennandi vegna þess að þar er framleiðsla á sjón varpsefni komin lengst á veg. Þar er fólkið sem náð hefur best­ um tökum á þessum miðli,“ segir Guðjón. Öll hönnun og tækni ­ vinna við OZ­lausnina fer hins vegar fram á Íslandi. Stormasöm saga oZ „Ég trúi því að íslensk hönnun sé í fararbroddi,“ segir Guðjón. Því hefur hann haldið fram lengi; það sýnir litrík saga OZ. Í raun er OZ dagsins í dag alveg nýtt fyrirtæki, stofnað árið 2009. Síðar var nafnið OZ keypt af félagi tengdu farsímafyrirtækinu Nokia, sem síðar fór í eigu Microsoft. Aðeins nafnið og hann sem lykilmaður kemur úr gamla OZ. Guðjón hætti afskiptum af hinu gamla OZ um 2002, en Skúli Mogensen, sem hafði verið með í þeirri vegferð nær frá upphafi, náði að byggja reksturinn upp með höfuðstöðvar í Kanada. Starf ­ semin snerist þá um að hjálpa öðrum að koma netinu í farsíma. Þetta leiddi til þess að Nokia keypti OZ árið 2008 en síðar varð Nokia undir í samkeppninni við Apple um snjallsímana – og árið 2012 færðist nafnið yfir í hendur fyrirtækis Guðjóns. Þann áratug sem Guðjón starfaði utan OZ­fyrirtækja sinna vann hann sem fyrr að miðlun efnis á netinu og uppsetningu á háhraðaneti í mörgum löndum. Guðjón stofnaði Íslandssíma, sem varð að Vodafone á Íslandi við samruna við Tal. Auk þess stofnaði Guðjón til rekstrar hjá Nova og hafði yfirumsjón við að koma því fyrirtæki á koppinn. Guðjón byggði síðar upp breiðbandsfyrirtæki á Írlandi þar sem fjárfest var í nýrri tækni til miðlunar á sjónvarpi. Verkefni OZ í dag eru að stórum hluta sprottin af þessari vinnu; að gera fólki kleift að koma efni á netið og hafa af því tekjur. „Aðalatriðið er að miðillinn sé öllum aðgengilegur og að þeir sem hyggjast nýta hann geti haft af því tekjur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.