Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 93

Frjáls verslun - 01.04.2015, Qupperneq 93
FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 93 H já Samskipum starfar afar samhentur og kraft mikill hópur fólks; starfsmenn Sam skipa erlendis eru um 1.300 en um 500 starfa hér á Íslandi. Breiddin í starfsmannahópnum er mikil og hjá okkur starfar þverskurður íslensks þjóðfélags. Mannauðsmál varða allan lífhring starfsmannsins í starfi,“ segir Bára Mjöll Ágústsdóttir, mann­ auðsstjóri Samskipa. Hún segir að mannauðsstjóri tryggi samræmd vinnubrögð í mannauðsmálum fyrirtækisins og sé innri ráðgjafi starfsmanna og stjórnenda um allt er varðar mannauðsmál fyrirtækja. „Starfið er afar fjölbreytt og engir tveir dagar eru eins. Í starfi mínu sem mannauðsstjóri veiti ég ráðgjöf til stjórnenda, hef yfirumsjón með ráðningum, skipulegg móttöku nýliða, skipulegg frammistöðusamtöl og frammistöðumat. Starfið felst jafnframt í því að skilgreina fræðsluþörf og endurmenntun starfsmanna og tryggja að þeir fái þjálfun og fræðslu við hæfi. Mikilvægt er að starfsmenn okkar hafi öll þau réttindi sem tilskilin eru til að sinna starfi sínu og fylgj um við því eftir að starfsmenn hafi og viðhaldi rétt- indum sínum. Mannauðsstjóri sér til þess að reglulega séu gerðar viðhorfskannanir hjá starfsmönnum til að fylgjast með hvernig fyrirtækið stendur sig í mannauðsmálum. Einnig ber ég ábyrgð á launaáætlana­ gerð fyrirtækisins og fylgi því eftir að áætlanir standist. Mann­ auðsstjóri sinnir upplýsingagjöf til starfsmanna um starfstengd málefni. Einnig ber ég ábyrgð á húsnæðismálum og rekstri húsnæðis, rekstri mötuneytis og skipulagningu starfsstöðva starfs manna.“ Bára Mjöll er með BS­próf í viðskiptafræði og MBA­próf með áherslu á stjórnun og mann­ auðs stjórnun. Hún er gift Helga Baldvinssyni, sérfræðingi hjá Arion banka, og eiga hjónin þrjú börn; soninn Darra Frey, 29 ára, og dæturnar Elfu Rós, 21 árs, og Birtu Hlín, 20 ára. „Birta Hlín og Elfa Rós búa enn heima og er alltaf líf og fjör í kringum heimasæturnar tvær.“ Darri Freyr á soninn Alexander Snæ, þriggja ára, með unnustu sinni, Berglindi Ólafsdóttur. Bára Mjöll segir að heitt jóga sé aðaláhugamálið. „Mér finnst dásamlegt að fara í heitt jóga og stefni á að fara einhvern tíma í jógabúðir á Balí eða Taílandi. Mér finnst einnig afar gaman að elda góðan mat. Við eigum sumarbústað í Úthlíð og þang­ að fer öll fjölskyldan oft og á gæðatíma saman. Þar er stutt að skella sér á golfvöllinn ef maður vill; ég á golfsett sem ég pússa á hverju vori og fer mögulega einn golfhring. Ég hef líka gaman af að lesa bækur um stjórnun og einnig finnst mér góðir krimmar ómissandi.“ Hjónin fara til Krítar í sumar. „Við ætlum að komast í lang­ þráða sól. Það er alveg kominn tími á það. Við ætlum að njóta alls þess sem eyjan hefur upp á að bjóða.“ „Mér finnst dásamlegt að fara í heitt jóga og stefni á að fara einhvern tíma í jógabúðir á Balí eða Taílandi. Mér finnst einnig afar gaman að elda góðan mat. Við eigum sumarbústað í Úthlíð og þang að fer öll fjölskyldan oft og á gæðatíma saman.“ TexTi: Svava JónSdóTTir / Mynd: Geir ólafSSon Bára Mjöll Ágústsdóttir, mannauðsstjóri Samskipa. Nafn: Bára Mjöll Ágústsdóttir. Starf: Mannauðsstjóri Samskipa. Fæðingarstaður: Reykjavík, 20 nóvember 1963. Foreldrar: Margrét Ingvadóttir og Ágúst Valgeirsson. Maki: Helgi Baldvinsson. Börn: Darri Freyr, 29 ára, Elfa Rós, 21 árs, og Birta Hlín, 20 ára. Menntun: BS­próf í viðskiptafræði og MBA­próf með áherslu á stjórn­ un og mannauðsstjórnun. bÁra MJÖll ÁgústsDóttir – mannauðsstjóri Samskipa fólk
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.