Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 16

Frjáls verslun - 01.04.2015, Side 16
16 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 að nefna á nafn. Ákveðna aðila á verðbréfamarkaði grunaði að sá sjóður væri stöðugt með slakari ávöxtun en sambærilegir sjóðir vegna mikillar veltu á skulda­ bréfum hans. Kostnaður vegna verðbréfavið­ skipta felst ekki einungis í þókn unum til verð bréfafyrirtækja. Það felst líka kostnaður í mismun kaup­ og sölutilboða. Dæmi væru verð bréf sem hægt er að kaupa á genginu 10,10 krónur – sem væri þá hagstæðasta sölu tilboðið. Væri aftur á móti áhugi á að selja slík bréf þyrfti að líta til besta kauptilboðsins, sem væri þá hugsanlega sléttar 10,00 krónur. Sé verið að kaupa og selja títt munar reglulega um þetta verðbil á mörkuðum. Segja má að þetta sé óbeinn kostnaður því hann sést ekki sem þóknun en kemur þó niður á ávöxtun hluta bréfa. Því má við bæta að ekki alls fyrir löngu var þessi kostnaður töluvert hærri í Bandaríkjunum þegar almennt var 12,5 til 25 senta munur á milli kaup­ og sölutilboða á flestum hlutabréf- um. Upp úr aldamótum breyttist þetta og er munurinn nú oftast sáralítill. Sem þýðir að þessi viðskiptakostnaður er á sumum mörkuðum afar lítill. Hér á Íslandi er mismunur kaup­ og sölutil­ boða þó enn í kringum 1%. Kostir tíðra viðskipta Eftir að hafa lesið um galla þess að hafa tíð viðskipti gætu margir talið að ekkert vit væri í því að viðskipti væru stöðug á verð bréfamörkuðum. Það er alls ekki svo. Það er frekar spurning um að fjöldi viðskipta sé það mikill að virkur markaður sé fyrir hendi – en þó ekki að því marki að óþægileg tilfinning læðist að þeim sem þekkja til fjármálafræða um að viðkomandi kauphöll sé að breytast í fjár­ hættu spilavíti. Eitt af því sem skiptir miklu máli varðandi verðlagningu verðbréfa er það áhættuálag sem fjárfestar skynja við verðlagningu þeirra. Segja má að þetta samband líkist því að verið sé að vega salt (Hafnfirðingar myndu orða það að ramba) þegar kemur að áhættu og verðlagningu. Því hærra sem áhættuálagið er, þeim mun verðminni verða verð ­ bréfin. Lækki áhættuálagið aftur á móti verða bréfin verðmeiri. Segja má að aukin áhætta leiði einfaldlega til lækkunar á verðbréfum. Einfalt dæmi væri að það væru 50% líkur á því að verðbréf skiluðu 200 krónum en 50% líkur á að þau skiluðu engu. Meðaltalið er 100 krónur en flestir myndu frekar velja verðbréf sem veitti sömu ávöxtun, það er 100 krónur, en að líkurnar væru 100% á slíkri ávöxtun. (100% líkur eru auðvitað ekki til.) Slíkt áhættuálag er almennt hlutl ægt í huga fjárfesta, þ.e. hvern ig þeir skynja með grein ­ ingum sínum og jafnvel einfald­ lega með tilfinningum hversu mikil áhætta fylgir ákveðnum fjár­ festingum. Áhættuálag hluta bréfa kemur til vegna ákveðinna þátta eins og til dæm is óstöðugleika í rekstri fyrir tækja, gjaldeyrisá­ hættu og seljan leikaáhættu. Rétt eins og kostn aður er helsta hugtakið tengt göllum vegna tíðra viðskipta er hugtakið seljanleiki helsta hug takið tengt kostum tíðra viðskipta. Seljanleiki mælir hversu auðvelt er að kaupa og selja hlutabréf. Með auknum seljanleika hluta ­ bréfa minnkar áhætta tengd slíkum bréfum og virði þeirra eykst. Felst þetta til dæmis í viðskiptakostnaði. Vilji fjárfestir kaupa hlutabréf í fyrirtæki, sem ganga oft kaupum og sölum, er viðskiptakostnaður almennt lægri en hlutabréf fyrirtækja þar sem viðskipti eru strjál. Bæði er fastur kostnaður sem verðbréfafyrirtæki rukka almennt minni fyrir viðskipti með hlutabréf fyrirtækja sem mikil viðskipti eru með auk þess sem munur á kaupum og sölu slíkra fyrirtækja er oftast sáralítill. Má nefna að í dag er munurinn á kaup­ og sölutilboðum oft ein ­ ungis eitt sent fyrir bréf í stór um bandarískum fyrirtækjum eins og IBM og Wal­Mart. Auk þess myndi lítill seljanleiki gera það að verkum að sumir fjárfestar væru töluvert tregari við að fjárfesta í hlutabréfum ákveðinna fyrirtækja. Því eru vissu lega góðir kostir tengdir því að hafa tíð viðskipti með hluta bréf, því strjál viðskipti auka áhættu álag tengt þeim og rýra því verðgildi þeirra. Því má við bæta að fyrirtæki semja oft við verðbréfafyrir­ tæki um að hafa viðskiptavakt á hluta bréfum sínum þannig að verðbréfafyrirtækin setja alltaf inn kaup­ og sölutilboð á hluta­ bréfum fyrirtækisins. Þannig helst kostnaður tengdur mun á kaup­ og sölutilboðum innan eðlilegra marka. Hagur fyrir­ tækja liggur í því að hlutabréf þess þykja með þessu vera áhugaverðari kostur því að ákveð inn seljanleiki hlutabréfa þess er ávallt fyrir hendi. Kostnaður vegna verð ­ bréfa við skipta felst ekki einungis í þókn unum til verð bréfafyrirtækja. Það felst líka kostnaður í mismun kaup­ og sölu­ tilboða. Hlutabréf Gamall brandari innan banda rísks verðbréfamarkaðar snerist um auglýsingaherferð sem ákveðið verðbréfa­ fyrirtæki stóð fyrir. Í stað þess að nota upphaf egu setninguna „We make money the old fashioned way, we earn it“, (sem í lauslegri þýðingu merkir Við búum til fé á gamla mátann: Við öfum fjárins), þá var henni breytt. Notuð var setningin: „We make money the old fashioned way, we churn it“. Sem merkir: Við öfum fjár með gamaldags aðferð, við mjólkum féð með tíðum viðskiptum.

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.