Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 94

Frjáls verslun - 01.04.2015, Síða 94
94 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 kVikmynDir Fimmta kvikmyndin í Tortímandaseríunni, Terminator: Genisys, verður frumsýnd í byrjun júlí og arnold Schwarzenegger er mættur aftur til leiks og að sjálfsögðu í titil­ hlutverkinu sem gerði hann að hæst launuðu kvikmyndastjörnu í Hollywood. Mikið vatn er runnið til sjávar í lífi þessa stæðilega leikara frá því hann lék fyrst T­800 fyrir 30 árum. Í dag er hann 66 ára gamall, fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu, sterkríkur, fráskilinn og enn liðtækur í hetjuhlutverk í stórum ævintýramyndum. Schwarzenegger á fornar slóðir Schwarzenegger ásamt fjölskyldu sinni árið 2003 þegar hann var vígður inn í embætti ríkisstjóra Kaliforníu. Arnold Schwarzenegger kominn í Tortímandagallann í Terminator: Genisys. a rnold Schwarzenegg er er aftur kominn í fremstu röð hetjuleik ara. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Ekki er að sjá að þessi fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafi náð betri tökum á enskunni, sem hann mun sjálfsagt aldrei fara lipurlega með, en hann er farinn að gera aftur það sem hann kann best; að leika ofurhetj­ ur í kvikmyndum, og þá er óþarfi að tala flotta ensku. Það vill svo til að ein af síð ustu kvikmyndunum sem Schwarze n­ egger lék í áður en hann bauð sig fram sem ríkisstjóri var T ermi n ator 3: Rise of the Machine, þann ig að það var við hæfi að hann tæki upp þráðinn. Ekki kom þó að Terminator: Genisys fyrr en hann hafði leikið í Expenda­ bles 2 og Expenda bles 3 og Escape Plan þar sem mótleikari hans í öllum myndunum þremur var Sylvester Stallone, annar hetjuleikari sem kominn er á sjötugsaldur og ekki frekar en Schwarzenegger maður hins talaða máls.Meðfram því að leika í hverri myndinni á fætur annarri hefur mikið gengið á í einkalífinu. Eiginkonan, Maria Shriver, sem er af Kennedy­ættinni, systurdóttir Johns F. Kennedys, skildi við hann eftir að upp komst að hann átti barn með konu sem starfaði á heimili þeirra Mariu. Maria flutti strax frá honum þegar hún komst að þessu og skilnaður gekk í gegn stuttu síðar, en þau eiga saman fjögur börn. Barnið sem um ræðir er á unglingsaldri og átti hann það áður en hann bauð sig fram til ríkisstjóra í fyrsta sinn. Móðir barnsins starfaði fyrir fjölskylduna í meira en tuttugu ár. Scwarzenegger var fullur iðrunar og sagði við fjölmiðla: „Eftir að ég hætti störfum sem ríkisstjóri sagði texti: HilMar Karlsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.