Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 94

Frjáls verslun - 01.04.2015, Page 94
94 FRJÁLS VERSLUN 4 tbl. 2015 kVikmynDir Fimmta kvikmyndin í Tortímandaseríunni, Terminator: Genisys, verður frumsýnd í byrjun júlí og arnold Schwarzenegger er mættur aftur til leiks og að sjálfsögðu í titil­ hlutverkinu sem gerði hann að hæst launuðu kvikmyndastjörnu í Hollywood. Mikið vatn er runnið til sjávar í lífi þessa stæðilega leikara frá því hann lék fyrst T­800 fyrir 30 árum. Í dag er hann 66 ára gamall, fyrrverandi ríkisstjóri í Kaliforníu, sterkríkur, fráskilinn og enn liðtækur í hetjuhlutverk í stórum ævintýramyndum. Schwarzenegger á fornar slóðir Schwarzenegger ásamt fjölskyldu sinni árið 2003 þegar hann var vígður inn í embætti ríkisstjóra Kaliforníu. Arnold Schwarzenegger kominn í Tortímandagallann í Terminator: Genisys. a rnold Schwarzenegg er er aftur kominn í fremstu röð hetjuleik ara. Það hefur ekki farið framhjá neinum. Ekki er að sjá að þessi fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu hafi náð betri tökum á enskunni, sem hann mun sjálfsagt aldrei fara lipurlega með, en hann er farinn að gera aftur það sem hann kann best; að leika ofurhetj­ ur í kvikmyndum, og þá er óþarfi að tala flotta ensku. Það vill svo til að ein af síð ustu kvikmyndunum sem Schwarze n­ egger lék í áður en hann bauð sig fram sem ríkisstjóri var T ermi n ator 3: Rise of the Machine, þann ig að það var við hæfi að hann tæki upp þráðinn. Ekki kom þó að Terminator: Genisys fyrr en hann hafði leikið í Expenda­ bles 2 og Expenda bles 3 og Escape Plan þar sem mótleikari hans í öllum myndunum þremur var Sylvester Stallone, annar hetjuleikari sem kominn er á sjötugsaldur og ekki frekar en Schwarzenegger maður hins talaða máls.Meðfram því að leika í hverri myndinni á fætur annarri hefur mikið gengið á í einkalífinu. Eiginkonan, Maria Shriver, sem er af Kennedy­ættinni, systurdóttir Johns F. Kennedys, skildi við hann eftir að upp komst að hann átti barn með konu sem starfaði á heimili þeirra Mariu. Maria flutti strax frá honum þegar hún komst að þessu og skilnaður gekk í gegn stuttu síðar, en þau eiga saman fjögur börn. Barnið sem um ræðir er á unglingsaldri og átti hann það áður en hann bauð sig fram til ríkisstjóra í fyrsta sinn. Móðir barnsins starfaði fyrir fjölskylduna í meira en tuttugu ár. Scwarzenegger var fullur iðrunar og sagði við fjölmiðla: „Eftir að ég hætti störfum sem ríkisstjóri sagði texti: HilMar Karlsson

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.