Listin að lifa - 01.06.2005, Side 5

Listin að lifa - 01.06.2005, Side 5
Áskoranir og tillögur af landsfundi Landssambands eldri borgara sem haldinn var í Reykjavík 9. og 1 0. maí 2005 Tillaga starfshóps um kjaramál Landsfundurinn krefst þess að ríkisstjórnin geri nú þegar ráð- stafanir til að bæta kjör aldraðra m.a. með eftirfarandi hætti: 1. Að grunnlífeyrir verði alltaf undanþeginn sköttum. 2. Að tekjutrygging, heimilisuppbót, tekjutrygg- ingarauki og eingreiðslur verði felldar saman í einn greiðsluflokk, sem verði á þessu ári hjá einstak- lingum 90.000 kr. á mánuði og taki breytingum eftir launavísitölu. Hjá hjónum og sambúðarfólki 70.000 kr. á mánuði fyrir hvort. 3. Að áhrif skatta og tekjutengingar á laun og líf- eyrissjóðstekjur undir 160.000 kr. á mánuði verði ekki hærri en 50% af þeim tekjum auk tekna skv. 1. og 2. lið. Benedikt Davíðsson, fráfarandi formaður, býður Árna Magnússon félags- málaráðherra velkominn. 4. Fjármagnstekjur séu ekki tekjutengdar bóta- greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Greinargerð: Eldri borgarar hafa mestallt sitt líf greitt sérstakt almannatrygg- ingargjald án þess að það hafi fengist dregið frá skattgreiðslum. Grunnlífeyrir er endurgreiðsla þessara framlaga og er því um tvísköttun að ræða að innheimta tekjuskatt nú af grunnlífeyri. Hinir mörgu bótaflokkar almannatrygginga í dag eru eins og bætur á bót ofan á gamalli flík og því nauðsynlegt að sameina þá í einn greiðsluflokk. Landsfundurinn skorar á ríkisstjórn að endurskoða þær breytingar á lögum nr. 117/1993 um almannatryggingar, sem gerðar voru á haustþingi 2002. Samkvæmt þeim breytingum er Hér þinga formenn félaganna og stjórnarmenn saman. í forgrunni sitja þær Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Grindavikurdeildarinnar (t.v.), og Halldóra H. Kristjánsdóttir, stjórnarmaður í Reykjavíkurfélaginu (t.h.), en Trausti Björnsson formaður, Suðurnesjafélagsins, situr fyrir miðju borðinu. lífeyrisþegum núna, árið 2005, gert að endurgreiða hluta þess lífeyris sem þeir tóku á móti frá TR í góðri trú árið 2003 sem venjulegum launagreiðslum. Landsfundurinn skorar á ríkisstjórnina að beita sér fyrir eftir- farandi: Að nú þegar verði skipaður starfshópur til þess að endurskoða frá grunni lög nr. 125/1999 um málefni aldraðra. Hlutverk hans verði m.a.: 1. Að kanna hvort ekki sé rétt að flytja yfirstjórn mál- efna aldraðra til félagsmálaráðuneytisins þar sem þau eru fyrst og ffemst félagsmál. 2. Að marka heildarstefnu í málum aldraðra sem byggir á hugmyndafræði um jafnrétti og mannréttindi. 3. Að stjórnsýsla málaflokksins verði skýr og afdráttar- laus varðandi skyldur og ábyrgð opinberra aðila. 4. Að samræma ákvæði sem er að finna í hinum ýmsu lagabálkum og snerta málefni aldraðra. 5. Að marka nýja stefnu í búsetumálum aldraðra þar sem ýmsir valkostir væru til staðar í samræmi við óskir og þarfir eldri borgara, s.s. sambýli, þjónustuíbúðir, leiguíbúðir o.fl. Mikilvægt er að tryggja öryggi og sjálfræði aldraðra i sjálf- stæðri búsetu. 6. Að setja skýr ákvæði um heimaþjónustu, dagdvöl (dagvistun), hjúkrunarrými og skammtímavistun (hvíld- arinnlagnir). 7. Að sett verði ákvæði í lögin um réttindagæslu aldraðra. Vitað er að réttindi þeirra eru oft fyrir borð borin, bæði utan stofnana sem og innan þeirra. 8. Að breyta fyrirkomulagi greiðslna íbúa á dvalar- og hjúkrunarheimilum þannig að þeir haldi fjárræði sínu. Óskum eftir að vinna með stjórnvöldum að endurskoðun laganna, ffamtíðarstefnumótun og nauðsynlegum breytingum í málefnum aldraðra. Landsfundurinn skorar á ríkisstjórn að lækka virðisaukaskatt á lyfjum.

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.