Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 6

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 6
Landsfundurinn fagnar því framtaki heilbrigðisráðherra og for- manns lyfjagreiðslunefndar að lækka lyfjaverð hér til samræmis við lyfjaverð á Norðurlöndum. Landsfundurinn fer jafnframt fram á það við ríkisstjórn að hún beiti sér fyrir breytingum á lögum nr. 50/1988 um virðisaukaskatt á þann veg, að virðisauka- skattur á lyf verði 14% í stað 24,5% eins og nú er. Greinargerð: Margir eldri borgarar þurfa að staðaldri að taka margskonar lyf sem oft eru mjög dýr. Lyfjakostnaður verður því mörgum eldri borgurum afar þungur baggi og í sumum tilvikum hafa þeir ekki ráð á að kaupa lyf sem þeim eru þó nauðsynleg. Það getur haft skelfileg áhrif á andlega og líkamlega líðan þess, sem ekki hefur ráð á að kaupa lyfin sem hann þarf nauðsynlega á að halda. Landssambandið telur því að leita verði leiða til að lækka lyfjakostnað eldri borgara. Ein leiðin til þess er að lækka virðisaukaskatt. Með því að lækka virðisaukaskattinn í 14% myndi lyfjaverðið lækka nokkuð. Pótt sú lækkun sé ekki mikil þá kemur hún eldra fólki vel. A það má benda að sanngjarnt virðist að jafnhár virðisaukaskattur verði lagður á lyf og á matvöru í framtíðinni. Landsfundurinn skorar á heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra að beita sér fyrir eftirfarandi: 1. Að fjölga hjúkrunarrýmum, þar sem þess er þörf í samræmi við samkomulagið við ríkisstjórnina, sem undir- ritað var 19. nóv. 2002 og heilbrigðisáætlun til 2010. Gerð er krafa um að hver einstaklingur hafi sitt einkarými. 2. Að Iáta fara fram könnun á fæðuframboði fyrir aldraða m.a. á þjónustumiðstöðvum, dvalar- og hjúkrunarheimilum með tilliti til næringargildis fæðunnar, fjölbreytni og val- ©ullkisfati Sérverslun með kvensilfur Bjóðmn eldri numstiirgerðir Onnumst allar viógerdir, hreinsun og gyllingar. Allar upplýsingar um hefð og gerðir búninga eru veittar á staðnum. (Sullkistan Frakkastíg 10 - Sími: 551 3160 Þær vinna á skrifstofu Reykjavíkurfélagsins og unnu allar að undirbúningi landsfundarins: Dagmar Bragadóttir ritari, Kristin Lilja Sigurðardóttir gjaldkeri og Stefanía Björnsdóttir framkvæmdastjóri skemmtu sér vel yfir góðum kvöldverði í fundarlok. möguleika. 3. Að kanna möguleika á sjálfvirkri endurgreiðslu á læknisþjónustu hjá Tryggingastofnun ríkisins með því móti að stofnunin sendi afsláttarkort til viðkomandi þegar þeir eiga rétt á því. 4. Að ráðstöfunarfé (vasapeningar) fólks á öldrunar- stofnunum hækki úr 21.993 kr. í að minnsta kosti 30.000 kr. á mánuði. 5. Að gerður verði tafarlaust bindandi samningur milli Tryggingastofnunar og Tannlæknafélags íslands um gjald- skrá fyrir tannlækningar og að stofnunin taki þátt í kostnaði við kaup á gleraugum. 6. Að þegar í stað verði gerðar ráðstafanir er duga megi til að fella niður biðtima eftir eyrnaaðgerðum, heyrnartækjum og augnaðgerðum. Greinargerð: Með 2. lið: Samkvæmt vísindalegri könnun sem fór fram á Land- spítala háskólasjúkrahúsi á innlögðum öldruðum sjúklingum var næringarástandi þeirra ábótavant. Þess vegna er mikilvægt að kanna næringargildi, fjölbreytni og valmöguleika máltíða sem eru á boðstólum á ofangreindum stöðum án þess að kasta rýrð á það sem vel er gert. Nauðsynlegt er að leita álits þeirra sem stjórna matreiðslunni og þeirra sem fæðunnar njóta. Með 3. Iið: Kvittanir fyrir læknisþjónustu vilja oft týnast og óþarfi er að beina fólki á einn stað til að sækja afsláttarkort. Með allri þeirri upplýsingatækni sem fyrir hendi er í dag ætti að vera auðvelt að koma þessu í framkvæmd. Með 5. lið: Hætta er á að tannheilsa eldri borgara fari versnandi vegna þess að tannlækningar eru orðnar svo dýrar að margir lífeyrisþegar hafa ekki efni á að leita sér lækninga. Landsfundurinn beinir þeim tilmælum til stjórnvalda að við endurskoðun á lögum og reglugerðum sem fjalla um málefni eldri borgara, svo og til annarra þeirra, sem við sömu málefni fást, verði eftirfarandi hugtökum breytt sem hér segir: ellilífeyrisþegar verði eftirlaunafólk dagvist verði dagdvöl vistmaður verði íbúi vasapeningar verði ráðstöfúnarfé
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.