Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 19

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 19
Guðmundur og Guðrún á pallinum heima í Hrauni. Guðmundur segir sig hafa dreymt fyrir öllu á meðan hann bjó á Ingjaldssandi, „ekkert kom mér á óvart. Eg held að það búi eitthvað í landinu sem segir manni ókomna atburði. Þessi skynjun mín fór alveg úr sambandi eftir að ég flutti héðan, líkt og maður slitni úr sambandi við sjálfan sig, ef maður er ekki í nánum tengslum við móður jörð. Ég þurfti oft að spyrja sjálfan mig, hvort vit væri í að keyra krakkana í skól- ann, hvort ég ætti að fara á Kíwanisfund? Á svona stað var ekki hægt að treysta alfarið á veðurspána í útvarpinu. Ég vissi að þegar ekkert sást í Brekkudalsbotninn, þá var vitlaust veður á vissum blettum á leiðinni. Pabbi gat spáð veðri eftir fari norðurljósanna. Ég hef verið aðstoðar- maður við snjóflóðavarnir á Flateyri með hálærðunr sérfræðingum sem gátu ekki lesið í veðrið á svipaðan hátt og áttuðu sig ekki á öllu sem ég var að tala um. María amma mín talaði um að fólkið í Hrauni hefði hlustað á söng álfanna frá Hálsi. Ég trúði á þetta og lagði mikið á mig til að hlusta eftir honum. Ég átti svo gott með að vera einn úti í náttúrunni. Allt í einu taldi ég mig heyra sönginn. Helst heyrði ég hann í austangolu síð- sumars, í ágúst og byrjun september. Svo var það á gamlárskvöldi að við Guðrún komum seint heim með börnin eftir heim- sókn á Brekku - og eftir mjaltir, þá finn ég mig knúinn til að setjast við fótstigna orgelið mitt. Henni þótti nriður að ég færi að spila um miðja nótt, en þá varð lagið til sem ég tengi við álfakórinn. Ég kunni ekki að skrifa nótur svo að ég varð að halda áfram að spila þar til ég kunni lagið. Seinna fór ég i tíma til Róberts Abra- ham Ottóssonar sem raddsetti lagið. Nýárslagið mitt var spilað í kvikmynd sem var gerð um starf Harðar Guðmundssonar flugmanns frá ísafirði á vegum Norður- þýska ríkissjónvarpsins." Textinn við lagið er svona: í hvamm'num fram’ við ána ég hlýddi á sönginn fagra, hann barst meö blænum til mín er rökkrið féll á kinn. Þær raddir sem ég heyrði er ekki hægt að gleyma, :Því ómur þeirra og fegurð þær snertu mína sál: Mikíl mannrækt - erfið náttúra Guðmundur flutti með foreldrum sínum að Hrauni 17. júní ’43. „Farið var á bát frá Þingeyri, en við áttum heima á Lækjarósi við Dýrafjörð, en jarðir á Sandi voru eftirsóttar til búsetu áður. Talið er að sama ættin hafi búið á Hrauni frá 1728 til 1995 þegar við flytjum að Flateyri. Á mínum uppvaxtarárum var hér gott félagslíf og góður barnaskóli hjá Guðmundi Bernharðssyni. Allir fóru með faðirvorið í upphafi skóladags og sungu sálm. Hann beitti sér fyrir lestrarfélagi á vegum ungmennafélagsins Vorblóms, stofnað 1908, hafði lestrarsafnið i sinni vörslu og bóknrenntirnar voru ekki valdar af neinu handahófi." Sjónarmið næstu kynslóðar: Syni Guð- mundar, Birki Þór, finnst stórkostlegt að hafa fengið að alast upp á Ingjaldssandi. „Þarna var mjög blómlegt mannlíf, þegar ég var að alast upp, mikið sungið, spiíað og komið saman, en mikil breyting varð á þessu félagslega samfélagi með tilkomu tækninnar, einkum eftir að sjónvarpið kom 1978. Mikil mannrækt var á Ingjaldssandi, jafnvel blaðaútgáfa í formi fundagerðar- bókar sem gekk á milli bæja á fyrri hluta síðustu aldar. í bókinni, Ingjaldur, má lesa um hvernig menn sáu fýrir sér framtíð unga fólksins. Menn hugleiddu mikið í sönnum ungmennafélagsanda - vanda- málin sem enn er takist á við, böl áfengis og tóbaks. Greinilega ríkti mikil bjartsýni þegar menn voru að skrifa sig út úr alda- fari torfbæjanna," segir Birkir Þór. „Umgjörð Ingjaldssands sýnir að þar var ekki heiglum hent að búa á meðan eingöngu varð að reiða sig á mátt sinn og megin,“ segir Guðmundur. „Ég var alinn upp við að treysta á sjálfan mig. Sauðféð sótti í fjöllin. Þangað þurfti að sækja það og hægt væri að segja frá ótal ferðum sem í raun var engin glóra að leggja líf sitt og limi í. Sjórinn var sóttur, jafnt til fiskjar og aðdrátta - og sjóferðirnar voru oft glóru- laus fífldirfska. Tvisvar fyrir jól voru farnar innkaupa- ferðir til Flateyrar, engar samgöngur á landi. Þá bar maður allt á sjálfum sér, engum fannst óeðlilegt að bera kind á herðum sér, ef hún gæfist upp. I dag kynni enginn að búa svona. Fram til 1951 var slátrað á Ingjaldssandi, kjötið saltað í tré- tunnur og flutt út til Noregs, þá var ekki útflutningsbann. Eftir 1952 var féð rekið til slátrunar yfir Klúkuheiði að Flateyri." Snjóflóðið i heiðardalnum: Árið 1886, daginn fyrir Þorláksmessu, hafði Jón Jónsson, bóndi á Villingadal, rekið fé sitt til beitar út í fjallið í svonefnda Bringi. Þegar hundurinn kom einn heim, var farið að gæta hvort Jón hefði tafist í fjár- húsununr. Þá kom í ljós að snjóflóð hafði fallið i Villingadalshlíð. Bróðir Jóns og mágur og vinnumaður hófu þá leit að Jóni. Óvenju mikið hafði snjóað um daginn og annað snjóflóð féll á leitarmennina svo að tveir fórust, en vinnumaður komst heim, illa skorinn á vör. Guðrún Sigmundsdóttir var þá sótt í Hraun og saumaði hún sárið saman með venjulegri saumnál og tvinna. Stráði hún sykri í sárið senr gréri vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.