Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 20

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 20
Hraun stendur í miðjum engjateig undir fjallinu Hraunshorni. Uppruni Hrauns- Móra og... Við eigum líka draug, segir Guðmundur. „Einn forfaðir minn, Eiríkur Tómasson (f.1800) var mikill athafnamaður, rak gott bú á Hrauni og stundaði sjóinn af kappi. Hraunsbúð, sjóbúð hans við Sæbólssjó, stóð fram til 1910. Eitt sinn er Eiríkur reri frá Sæbólssjó, þurfti hann að hleypa skipi sínu undan norðanáhlaupi, náði landi í Dufansdal í Arnarfirði og dvaldi þar næturlangt. Alnafna og systir hús- móðurinnar, Kristín Nikulásdóttir, var þar í vist. Daginn eftir á leið til skips, skar Eiríkur brókarþveng sinn í sundur, gekk aftur til bæjar og bað Kristínu vinnukonu að gera við hann. Svo vel leist honum á handbragðið að hann bað hennar sér til handa, en hún hafnaði bónorðinu þar sem hún var heitbundin manni úr Arnarfirði. Nokkru seinna fór Eiríkur til frænda sinna að Arnarnesi i Dýrafirði, mannaði bát þaðan og sótti Kristínu. Arnfirski vonbiðillinn var ekki hrifinn - og til að hefna harma sinna vakti hann upp draug sem átti að koma Eiríki til feðra sinna. Til að verjast draugsa, sem fékk nafnið Hrauns-Móri, bar Eiríkur Karla-Magn- úsar-bæn á brjósti sér. Eitt sinn er Eiríkur hélt til sjávar, gleymdi hann bæninni. Kristín sendi þá vinnumann sinn á eftir honum með bænina, en Eiríkur var þá róinn. Þá átti Kristín að segja: „Nú kemur Eiríkur minn ekki heim í kvöld.“ Báturinn fórst í brimlendingu um kvöldið, 7. sept. 1849. Þá urðu 19 börn föðurlaus, á Hrauni og Hálsi, en Kristín var ófrísk að 13. barni þeirra Eiríks. Hún bjó áfram í Hrauni í sex ár, en flutti síðan til systur sinnar í Dufansdal." „Hrauns-Móri fylgir enn ættinni," segir Birkir Þór, en draugsi vitjaði hans úti í Noregi. „Þar var ég gestkomandi og bað um simanúmer hjá einstaklingi, sagð- ist hafa týnt mínum síma á Ingjaldssandi um daginn - segi síðan hlæjandi: „Ætli karlrassgatið hann Hrauns-Móri hafi 15 HÓTEL ALLAN HRINGINN •X V Góð þjónusta á sanngjörnu verði Hótel Edda býóur upp á gistingu jafnt í uppbúnum rúmum sem svefnpokaplássi, allt eftir þörfum hvers og eins. O ML Laugarvatn o ÍKÍ Laugarvatn O Skógar O Vík i Mýrdal 0 Nesjaskóli 0 Neskaupstaóur o Egilsstaðir 0 Eiðar 0 Stórutjarnir © Akureyri Húnavellir © Laugarbakki ísafjörður © Laugar © HeLlissandur www.hoteledda.is Sími 444 4000
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.