Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 23

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 23
ína og synir Úlfars á 25 ára afmæli Hamraborgar. konan mín og tveir synir af þremur eru mikið í tónlist. Tónlistarlífið hérna er gríðarlega öflugt, Ragnar H. Ragnar á heiðurinn af því. Ragnar kom hingað til lands í stríðinu sem bandarískur hermaður - og kynntist þá Sigríði Jónsdóttur konu sinni. Jónas Tómasson, tónskáld og bóksali, stofnaði fyrsta tónlistarskólann 1910 sem starfaði til 1920. Síðan var enginn formlegur skóli fyrr en Jónas fær Ragnar til að koma hingað. Ragnar er 50 ára þegar hann kemur frá Bandaríkjunum. Það er án efa að miklu leyti fyrir Sigríði sem hann rís upp og verður svona stór. Hann rís hæst milli 50 og 70 ára, er á fullu yfir áttrætt - og heldur áfram langt ffam á tíræðisaldur. Saga Ragnars er ótrúleg, sýnir hvað hægt er að gera á efri árum. Svona var Churc- hill, hann lét aldurinn ekki stoppa sig. Þetta líf er svo margbrotið og flókið. Við ína vorum komin yfir fertugt, þegar við ákváðum að byggja einbýlishús. Þá voru allir jafnaldrar okkar búnir að byggja fyrir löngu. Við byggðum eitt stærsta og glæsilegasta hús á Vestfjörðum, og héldum þá að við værum að fjárfesta til elliáranna. Núna vorum við að selja þetta hús á hálf- virði, á 19V2 milljón. í haust byrjuðum við að byggja sumarbústað, erum að fjárfesta í honum jafnmikið og við fáum fyrir ein- býlishúsið. Þetta gerum við fyrst og fremst af því að okkur finnst það svo gaman og fúndum alveg dásamlegan stað í Þernuvík við Isafjarðardjúp. Það er einkennilegt að þegar allt er á fallanda fæti hér fyrir vestan, þá eru byggðir 3-5 bústaðir árlega í Súðavíkurhreppi innan Súðavíkur. Bústaðurinn okkar í Þernuvík er til dæmis sjöundi bústaðurinn og Guðmundur Jakobsson landeigendur í Þernuvík eru að rækta þarna upp æðar- varp. Konráð birtist í sjónvarpinu fyrir nokkru og leiddi á eftir sér nokkur hund- ruð æðarunga. Nú eru þessir ungar farnir að hreiðra um sig í varpinu sem er orðið töluvert stórt. Staða Isafjarðar: Staða dreifhýlis er allsstaðar eins á þessari jarðarkúlu. Fólk flytur þaðan til þéttbýlisins, í meiri mögu- leika, betri og ódýrari þjónustu. Ég hef ekki trú á að neitt dreifbýli standist, nema það tengist þéttbýli. Horfum á Reykjav- ikursvæðið. Allt í bullandi þróun sem nú teygir sig upp í Borgarnes, suður á Selfoss og út á Reykjanes. Hvernig er staðan fyrir utan þetta svæði á landinu? Aðeins Aku- reyri nær að þróast vegna stærðarinnar. Isfirðingar eru ekki nógu stórir í sér til að skilja sinn vitjunartíma - og byggð- irnar hér í kring of nærri því að hverfa. Fjörbrotin eru í hverju þorpi þar sem 1-2 gríðarlega athafnasamir menn eru að Á aðalfundi Hamraborgar. Frá vinstri: Axel, Úlfar, Úfur og Gísli. í víkinni, þar sem aldrei voru fleiri en tvö gera góða hluti. En það dugar ekki. Þeir býli. Þarna er gríðarlega fallegt og mikil geta ekki bjargað byggðinni. Hún hverfur veðursæld. Ég fer þangað eins oft og ég get þegar þeir fara.“ og horfi á fegurðina. Konráð Eggertsson Með göngum í gegnum Kollafjarð- arheiði yrði aðeins fjögra tíma akstur til Reykjavíkur. „Já, en málið er bara þetta - við erum ekki að fá nein göng! Bjartsýnis- mennirnir tala um það sem við þurfum að fá, en fáum ekki. Vinur minn, Jón Fanndal, er svo bjartsýnn. Hann heldur að hægt sé að breyta ferlinu. Einn af erfiðleikunum er sá að við komum okkur aldrei saman um nema verstu leiðina! Vestfirðingar hafa aðeins komið sér saman um ein jarðgöng sem eru frekar til skaða en bóta, göngin á milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Svo fílósóferum við bara um jarðgöng sem eru svo dýr að þau verða aldrei grafin. Þingmennirnir eru rosa lukkulegir yfir því. Nú erum við að berjast við að fá mal- bikaðan veg til Reykjavíkur. Ég vil að við einhendum okkur út í það strax! Kannski getum við reiknað með að fá malbikaðan veg fyrir 2015 - sem Halldór Blöndal þáverandi samgönguráðherra lofaði okkur fyrir 2002! Svo er ekkert vit í öðru en Norður- firðirnir nái saman um eitt sveitarfélag. En það er sama sagan, engin samstaða. Við höfum ekki einu sinni getað komið okkur saman um sameiginlega símaskrá! Hér er hvert þorp sett upp sér. Hvernig ætlarðu að finna Jón Jónsson í Súðavík sem er fluttur til Flateyrar? Símaskráin er svo vitlaus uppsett - að þú þarft að vera prófessor í hagfræði til að lesa hana! Isa- fjörður átti kost á því að verða alþjóðlegur siglingabær, en menn gátu ekki horft svo stórt. Ég er ekkert svartsýnn, bara raunsær," segir Úlfar og er greinilega mikið niðri fyrir. En hann bætir við: „Umhverfið hérna er dásamlegt. Hér er gott að vera. Ég er ekkert að fara.“ O.Sv.B
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.