Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 26

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 26
Aungvir gráta jafnsárt og hverjir hugga - var yfirskrift námstefnu á Akureyri sem Öldrunarheimili Akureyrar stóö fyrir á Hótel KEA 7. apríl s.l. um ofbeldi gagnvart öldruðu fólki. Þar var leitast við að fá svör við eftir- töldum spurningum: Hvað er ofbeldi? Tegundir ofbeldis? Algengi og áhættuþættir? Eru aldraðir beittir ofbeldi á Islandi? Er ofbeldi gegn öldr- uðum falið vandamál? Hvernig birtist ofbeldi? Hverjir beita aldraða ofbeldi? Kemur lögreglan að mörgum málum tengdum ofbeldi gegn öldruðum? Hvað er til ráða? Á námstefnunni ræddu sérfræðingar um ofbeldi út frá ýmsum hliðum. Fyrirles- arar voru Olafur Þór Gunnarsson lyf- og öldrunarlæknir, Kristjana Sigmundsdóttir félagsráðgjafi, Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi, Anna Marit Níelsdóttir félags- ráðgjafi á búsetudeild Akureyrarbæjar, Rut Petersen og Brynhildur Smáradóttir frá heimahjúkrun á Akureyri, Þorsteinn Pétursson frá lögreglunni á Akureyri, Þórgnýr Dýrfjörð heimspekingur og Jóna Lísa Þorsteinsdóttir sóknarprestur á Akureyri. Fundarstjóri var Benedikt Davíðsson, formaður félags eldri borgara. Námstefnuna sóttu 120 manns og tókst hún í alla staði vel. Skilgreiningar á ofbeldi eru margar og hefur því verið skipt í nokkra flokka s.s. -Líkamlegt/vanræksla -Andlegt -Fjárhagslegt -Félagslegt -Valdefling Ofbeldi á sér trúlega stað hjá öllum aldurshópum, en samkvæmt rannsókn 56 ríkislögreglustjóra verða 1,6% 67 ára og eldri fyrir ofbeldisbrotum og hótunum. Ólafur Þór læknir telur að aðeins 10-20% þessara tilfella séu gerð opinber. Á Islandi eru því miður engar formlegar rannsóknir til varðandi ofbeldi gegn öldruðum. Líkamlegt ofbeldi kemur fram í spörkum, hrindingum og kynferðislegri misnotkun. Vanræksla er stundum flokkuð sem ofbeldi, eins og varðandi lyfjagjöf. Einnig má flokka þar undir vanrækslu með mat og þrifnað. Andlegt ofbeldi getur birst á ýmsan hátt svo sem ávítur, ógnanir eða hótanir. Aðstandendur geta t.d. hótað sínum nánustu innlögn á öldrunar- eða hjúkr- unarheimili. Hinum aldraða getur reynst mjög erfitt að láta tala niður sín, einnig er mikil vanvirðing fólgin í því að láta tala við sig svokallað barnamál. Vanvirðing og afskiptaleysi flokkast undir andlegt ofbeldi og getur valdið mikilli vanlíðan hjá eldra fólki. Fjárhagslegt ofbeldi er þegar peningum eða öðrum verðmætum er stolið af heimili hins aldraðra. í skilgreiningu laganna er þjófnaður ekki ofbeldisbrot, en ljóst er að aldraður maður verður ekki eingöngu fyrir fjárhagslegu tjóni - umhverfið er ekki lengur öruggt að hans mati - og hann lifir því í stöðugum ótta og kvíða í sínu umhverfi sem ætti að vera öruggt. Annað form af fjárhagslegu ofbeldi er þegar aldraður einstaklingur er þvingaður til að láta verðmæti af hendi og/ eða skrifa undir fjárhagslegar skuldbindingar. Þórhildur Sveinsdóttir iðjuþjálfi talaði um áhrif ofbeldis á eldra fólk, sagði að jafn- vel fréttir af ofbeldisverkum í nágrenninu gætu haft áhrif. Ef eldri maður væri t.d. vanur að fara í göngu á svæðinu þar sem verknaðurinn var framinn, teldi hann sig ekki lengur öruggan og hætti að fara út að ganga. Þórhildur ræddi um valdeflingu sem „gagnrýnið ferli“ þar sem leitast væri við að umbreyta tilfinningum, hugsunum og athöfnum einstaklinga sem og skipulagn- ingu stofnana, þannig að valdinu væri útdeilt af jafnræði. Sú skilgreining er verð nánari skoðunar. Orsök ofbeldis getur verið samspil margra þátta: - Léleg heilsa og skert líkamleg geta, svo að hinn aldraði getur ekki varið sig eða leitað hjálpar. - Andleg færniskerðing, hegðunartr- uflanir og reiði í garð umönnunaraðila geta leitt af sér ofbeldi. - Andleg og líkamleg veikindi. -Vímuefhanotkun og/eða geðræn vandamál hjá geranda. - Ofbeldisaðilinn er háður fórnar- lambinu félagslega eða fjárhagslega. - Fjölskyldusaga um ofbeldi hættir ekki að eiga sér stað eftir 67 ára aldur. - Umönnunarbyrði. Hvar fer ofbeldið fram og hverjir eru það sem beita aldraða ofbeldi? - A heimili þess aldraða - Hjá aðstandendum - Á þjónustustofnunum - Á sjúkrahúsum - Á almannafæri. Hvað er til ráða? Talið er að ofbeldi gegn öldruðum sé falið vandamál þar sem gerandinn er oftast nákominn ættingi eða aðstandandi, en vandamálið verður að vera sýnilegt. Það getum við gert með því að efla þátt- töku aldraðra í umræðunni og fá þá til að miðla af reynslu sinni, en vilja og þekk- ingu þarf til að breyta hlutunum. Ofbeldi gegn öldruðum er til staðar á íslandi - og við getum hvorki hjálpað né komið í veg fyrir það nema viðurkenna þá staðreynd. Aldraðir verða að skilja að það er þeim sjálfum og komandi kynslóðum í hag - að þeir tjái sig um það ofbeldi sem þeir verða fyrir. Það er umhugsunarefni, hvers vegna aldraðir þegja þunnu hljóði og tjá sig ekki um þetta vandamál. Kannski er skýringin fólgin í uppeldinu. Fólki sem er aldrað í dag var innprentað í barnæsku að bera harm sinn í hljóði. Það er verðugt verkefni að breyta þeirri hugsun. Þórdís Rósa Sigurðardóttir, hjúkrunarfrceðingur ogfraðslufidltrúi Öldrunarheimila Akureyrar, tók saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.