Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 33

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 33
en 604 manns yfir sextugt búa á ísafirði, svo að mikið starf er framundan að ná sem flestum inn í félagið. Fyrsta skrefið var að opna púttvöll, annað að koma af stað íþróttum. Nú stunda 20 konur og 1 karl leikfimi í gamla íþróttahúsinu, konurnar greini- lega duglegri! Þriðja skrefið er að stofna kór eldri borgara. Kór- stjórinn er fundinn, Olafur Kristjánsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Bolungarvík. I fyrravor heimsótti kór eldri borgara í Reykjavík okkur. Þau sungu í Isafjarðarkirkju og Bolungarvík, og fóru út í Vigur. Frábær heimsókn. Nú er sagan að endurtaka sig, en kór eldri borgara á Akureyri ætlar að heimsækja okkur í næstu viku. Efniviður framtíðar: Félagið fékk frábæra gjöf á síðasta ári. Sólveig Eggerts listakona, sem málar á tré og rekavið, varð nýlega áttræð. ffún hafði safnað að sér meiri efnivið en hún gæti unnið úr. Hún gaf félaginu allar sínar dýrmætu spýtur - sem fýlltu 5 fiskikör. Sannarlega efniviður til framtíðar. Vantar félagsheimili! Safnaðarheimili kirkjunnar fáum við annan hvern þriðjudag, spilum þá bingó og félagsvist. Eins getum við notað salinn í Hlíf, þar sem eru þjónustuíbúðir og hjúkrunar- heimili, en reynslan sýnir að fólk fer ekki þangað. Félagið verður aldrei öflugt nema við eignumst eigið hús, venjum félagana á að ganga inn í eigið hús, fá sér kaffisopa - „dúppa inn“ í sitt eigið félagslíf. Allt annað mannlíf á Isafirði. í Reykjavík keyrir maður í gegnum ótal rauð ljós og streitan byggist upp, nær maður þessu ljósi? Hér er allt miklu mannlegra. Ef einhver bæjarbúi deyr þá er flaggað um allan bæ. „Varð slys?“ spyr aðkomumaður. „Nei, bara einn af okkur að deyja“ - og kirkjan fyllist. Mér þykir vænt um þessa eiginleika. Ekki er til heiðarlegra fólk en hér og kurteisari börn. Ég er við afgreiðslu og skynja þetta vel. Maður heyrir alltaf: „Viltu gjöra svo vel og þakka þér fýrir.“ Á ávísanatímabilinu kom aldrei fýrir að ég fengi innistæðulausa ávísun. Hjá kunningja mínum, sjoppueiganda í Reykjavík, var veggurinn betrekktur af þeim. “Svo koma þau á kvöldin og hóta að drepa mig,“ sagði hann. Hér þekkja allir alla, allt er miklu rólegra og meiri samhygð." O.Sv.B Þjóðsaga frá ísafirði Um aldamótin nitján hundruð fluttust tveir bræður frá Akur- eyri til Isafjarðar og gerðust þar miklir sjósóknarar og athafha- menn. Annar bróðirinn hét Þorsteinn en hinn Jóhann. Báðir gerðu þeir út frá Bolungarvík um skeið. Eftir því sem bátarnir stækkuðu og þyngdust varð erfiðara að setja þá niður sem kallað var, því að engin var höfhin eða bryggjan. Skipshafhir hjálpuðust því að við að setja bátana ffam, þegar farið var á sjó. Mikið kapp var að komast fyrstur á miðin til að geta valið bestu staðina til að leggja Ióðirnar þar sem mest var aflavonin. Svo er það eitt vorið að þeir bræður eru mættir til skipa sinna snemma morguns eða síðla nætur, því oftast var farið snemma á sjóinn. Engir aðrir voru mættir. Jóhann og skipshöfh hans hjálpa fyrst Þorsteini að setja niður hans bát og væntir Jóhann þess að skipshöfh Þorsteins komi svo og hjálpi honum á sama hátt, en þess í stað tekur Þorsteinn stefhuna á miðin og skilur bróður sinn eftir bjargarlausan í fjörunni. Að vonum fýkur í Jóhann sem var skapmaður mikill og fljótfærinn. Hann steytir hnefana á eftir Þorsteini og segir: „Farðu til andskotans Steini bróðir, ég kem á eftir.“ Endursagt 4. maí2005, Jón Fanndal •d*o SYNCRO Heyrnartœki með gervigreind • Afgreiðslutími innan þriggja vikna • Bjóðum margar tegundir af sjólfvirkum, stafrœnum heyrnartœkjum • Verð fró 47.000 - 170.000 kr fyrir eiff tœki Erum meO þjónustu á Akureyri - ísafiröi - EgilsstöOum KjHeymartækni www.heyrnartaekni.is Glæsibær Álfheimum 74 104 Reykjavík sími: 568 6880 TVyggvabraut 22 600 Akureyri sími: 893 5960 and strandhverfið í Garðabæ Úrval fallegra íbúða í Sjálandshverfi, í fjölskylduvænu og fallegu umhverfi við sjávarsíðuna. FJÁRFESTING FASTEIGNASALAem Borgartúni 31 Sími 562 -4250 www.fjarfest.is www.bygg.is a BYGG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.