Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 41

Listin að lifa - 01.06.2005, Blaðsíða 41
Glerskálinn yfir svölunum er fullur af blómum sem Ruth ræktar. „Maður verður að dunda sér við eitthvað," segir hún. Hér getur danska frúin setið, notið sólar þótt kalt sé í veðri, horft yfir fjöll og fjörð og mannlífið á Silfurtorgi. Ruth fylgist vel með og þekkir alla, enda sagði Ulfur Gunnarsson læknir, sonur Gunnars Gunnarssonar rithöfundar: „Ef ég veit ekki eitthvað um einhvern, þá fer ég í Gamla bakaríið og spyr Ruth.“ Úlfur átti danska móður, hann og Ruth skildu hvort annað. Við setjumst í vistlega stofu og Ruth dregur fram stóra möppu með dagblaða- úrklippum, danska frúin hefur oft verið fréttaefni. Ég þarf ekki að spyrja. Ruth hefur orðið. „Nú byrjum við á byrjuninni," segir hún. „Ég sá manninn minn fyrst i Dan- mörku. Hann kom út 1. ágúst ‘46, hitti mig 2. ágúst. Leiðir okkar áttu að liggja saman. Aðalbjörn var þar við nám í verslunarskóla í fjögur ár. Ég kom til íslands í febrúar 1950. „Ekki hægt að koma með danska stúlku til ísafjarðar," sagði tengdafaðir minn, svo að við létum gefa okkur saman í Háskólakapellunni. Brúðkaupsferðin var svo með Esjunni til Isafjarðar. Ég var hræðilega sjóveik alla leiðina, og svo beið allur bærinn eftir að sjá mig á Bæjarbryggjunni!“ Ruth var mikil hlaupakona fyrr á árum og tók þátt í maraþonhlaupum. Hvernig blasti ísafjörður við Kaup- mannahafnardömunni? „Hér var allt í miklum snjó, fjöllin hvít, mjög fallegt. Ég var hrifin af ísafirði frá fyrstu stundu. Ég hafði farið á skíði í Dyrehaven í Dan- mörku, en skíðabrekkurnar hérna voru Þær voru fjórar við afgreiðsluna, þrjár ungar stúlkur og Ruth, grönn og stelpuleg. ævinfyri. Ég var alltaf á skíðum í gamla daga. I Danmörku var ég að vinna í einni fínustu verslun Kaupmannahafnar, sat á skólabekk í fjögur ár til að mega afgreiða þar. Allt átti að vera svo fínt og flott, aldrei að vita nema drottningin kæmi. Úti var ég líka alltaf í dansskóla - og mig langaði svo að stofna dansskóla hérna. En tengdaföður mínum fannst nóg að vita að ég hefði verið dansmeyja og sagði: „Hér á enginn stepp- skóli að vera!“ En við Aðalbjörn fórum á dansnámskeið hjá Maríu Gunnarsdóttur, leikfimis- og danskennara. Hún var besta vinkona mín og fallegasta stúlkan á ísa- firði. Tengdafaðir minn, Tryggvi Jóakims- son, var breskur konsúll og tengdamóðir mín, Margareth Haasler, var þýsk. Á stríðsárunum voru tengdapabbi og bak- arameistarinn, Hans Haasler, teknir fastir og fluttir til Englands. Þeir sátu í fangelsi í 6-8 mánuði. Það hefur verið erfiður tími fyrir alla. Tengdapabbi keypti Gamla bakaríið 1920 sem búið er að starfa hérna síðan 1871. Aðalbjörn ætlaði aldrei að verða bak- ari. Hann var stúdent frá M.A. og byrjaði að kenna hér við skólann. Seinna fór hann út til Danmerkur og tók próf sem bakari. Ég kunni ekkert í íslensku, þegar ég fór að vinna í bakaríinu. Aðalbjörn sagði nógu erfitt fyrir mig að koma hingað, þótt ég færi ekki að setjast á skólabekk. Ég myndi læra málið smátt og smátt, en þetta er ekki rétt. Ég var oft misskilin og margir brandarar spunnust út af því, oft dálítið grófir. Ég vil segja við alla útlendinga sem koma hingað - farið í skóla og lærið málið!“ Ruth og Aðalbjörn voru mjög virk í bæjarlífinu. Árið 1952 opnuðu þau versl- un með varahluti i bíla. „Við keyptum gamlan Skoda árið 1952. Ekkert fékkst í hann hérna svo að við opnuðum verslun með varahluti. Sú verslun var bara opin í 2 ár.“ Húsgagnaverslun opnuðu þau líka 1954. „Það var sama sagan,“ segir Ruth, „ekki hægt að kaupa borð, stóla eða eitt húsgagn. Ég hætti með þá verslun 1988. Ég tók við sem danskur konsúll eftir að Aðalbjörn lést árið 1970 og gegndi því starfi til 1991. Ég fékk ekkert borgað, gerði þetta bara fyrir drottninguna. Hingað kom svo mikið af dönskum skipum á leið frá Grænlandi, líka mikið af Færeyingum. Ég var boðin í parfy þegar skipin komu. Ég bauð líka alltaf heim, oft 30-40 manna hópum, var þá með pinnamat og eitthvað létt úr bakaríinu. Fimmta hvert ár var ég boðin til Kaupmannahafnar og var í selskab með drottningunni á slottinu í 5 daga. Við Aðalbjörn vorum nýkomin úr slíkri ferð og búin að vera heima í 10 daga þegar hann veiktist. Hugsaðu þér, ef hann hefði veikst úti, væri hann kannski enn á lífi. Já, ég missti manninn minn 1970, aðeins 45 ára. Þá voru strákarnir okkar 17 og 19 ára, María 7 ára. Hér var enginn læknir, aðeins læknakandídat. „Þetta er magasár," sagði hann og gaf honum kodí- magnýl! Alveg voðalegt. Mjög erfitt. Eins og að missa hægri hendina. Þess vegna hætti ég með húsgagnaverslunina, en stækkaði bakariið og útbjó konditórí." Þú ert búin að vera ekkja í 35 ár. Hefurðu aldrei eignast vin? „Ég átti danskan vin í 7 ár. Hann vildi fá mig út til Danmerkur, honum líkaði eklci ísland, en ég er meiri íslendingur en Dani.“ Isfirðingar eiga aðra skýringu: „Hann var of gamall fyrir hana, gat ekki einu sinni dansað!" 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Listin að lifa

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.