Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 44
Langi Mangi
menningarlegt kaffihús við Silfurtorg
Hjónin Elfar Logi Hannesson og Marsibil
Kristjánsdóttir komu hvorki tómhent
né hugmyndasnauð til ísafjarðar fyrir
þremur árum. „Ég sá að hér vantaði kaffi-
hús,“ segir Elfar sem var vanur að setjast
inn á Mokka í Reykjavík. „Mig vantaði
líka eitthvað með listinni, kaffihúsið og
Kómedíuleikhúsið fléttast vel saman.“
Elfar Logi gaf sér tíma til að staldra framan við
krítarmyndirnar af Muggi og Steini Steinarr
- á milli þess sem hann dansaði með kaffibolla
á milli gestanna. Pétur Guðmundsson teiknari
er höfundur myndanna.
Já, Elfar flutti heilt leikhús með sér - og
nýir einleikir spretta árlega úr smiðju
hans. Marsibil smíðaði allar innréttingar
í kaffihúsið, fékk góða skólun hjá föður
sínum, Kristjáni Gunnarsssyni, sem rekur
sögufræga smiðju á Þingeyri.
Langi Mangi passar líka vel inn í gamla
húsið á Silfurtorgi, eins og það hafi verið
sniðið fyrir hann, en kaffihúsið var fyrst
opnað 2003, „14. mars, klukkan 14.14,“
segir Elfar Logi.
Hvernig tóku ísfirðingar nýju kaffihúsi?
„Upphafið var erfitt og fyrsta árið, en nú
mæta fastir kaffihúsavinir bæði í hádeginu
og um kaffileytið."
Af hverju Langi Mangi? „Okkur krökk-
unum á Bíldudal var kennd visan um
pabba Langa Manga í barnaskóla til að
viðhalda vestfirskunni „langur gangur
fyrir svanga Manga... “ nafnið er tilvalið
á vestfirskt kaffihús.“
Þú ert frá Bíldudal. „Já, þar bjó ég fyrstu
25 æviárin og ólst upp við hálfgerða kaffi-
húsastemmningu. Foreldrar mínir reka
Vegamót í Bíldudal sem sameinar eigin-
lega allt, eins og gamla krambúðin."
Hvað á gott kaffihús að gefa? „Heim-
ilislegt andrúmsloft! Starfsfólkið á líka
að finna sig þar heima og taka á móti
gestunum með bros á vör. Kaffihúsið er
staður til að tala saman, svo að tónlistin
má ekki vera of uppáþrengjandi."
Listir eiga vel heima á kaffihúsi þar sem
fólk nemur staðar í erli dagsins. Þú hefur
flutt hughrif þinna einleikja inn í kaffi-
húsið. „Já, ég byrjaði með Mugg. Þá var
auðvelt að skreyta veggina með málverkum
úr Dimmalimm." Sagt er að Muggur hafi
skrifað bókina fyrir litla frænku sína sem
langaði svo mikið til að verða prinsessa.
Hann lét sér ekki nægja að skrifa söguna,
en myndskreytti hana líka og gaf frænku
Karfa með frumskógardýrum vekur athygli.
Marsibil hefur skorið út dýrin og málað
skemmtilega, svo að bæði börn og fullorðnir
hafa gaman af. Marsibil færði okkur kaffi og
sýndi Oddnýju Þorbergsdóttur dýrin.
sinni bókina í jólagjöf.
„Muggur er sonur Péturs Thorsteins-
son, svonefnds Bíldudalskonungs, en
Bílddælingar segja hann hafa byggt
upp Bíldudal. í framhaldinu er Muggur
kallaður Bíldudalsprinsinn," segir Élfar
Logi. „Ég hef sett upp einleiki um þekkta
vestfirska listamenn eins og Mugg og
Stein Steinarr sem er ættaður frá Nauteyri
í Djúpinu. Þegar Steinn Steinarr var á
sviðinu, þá settum við steina á hvert borð
í kaffihúsinu með litlu broti af ljóði eftir
Stein.
í vetur hef ég sett upp gervi Gisla
Súrssonar. Hann hefur verið svo vinsæll
að ég lét þýða textann til að geta leikið
fyrir ferðamenn í sumar.“
Elfar Logi er nú að láta teikna mynd
af Sigríði Hagalín listakonu, dóttur Guð-
mundar Hagalín, sem hann ætlar að setja
á minjagripi. Hann lætur sér ekki nægja
að setja persónurnar á svið og minna á
þær í kaffihúsinu - hann er líka kominn
út í minjagripagerð. Og jólabækurnar fá
greiðan aðgang í Langa Manga, Elfar Logi
efnir til upplestrarkvölda um jólaleytið.
Kaffihúsið Langi Mangi sameinar mörg
menningarsvið.
O.Sv.B
HERRAFATAVERSLUN
BIRGIS
FÁKAFENI 11 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 553 1170
1H
ICELANDAIRHOTELS
44
■
■