Listin að lifa - 01.06.2005, Page 45

Listin að lifa - 01.06.2005, Page 45
Vantar félagslegt athvarf! Öflugt félagslíf einkennir félagið í Bolungarvík, mikil föndurvinna og líkamsrækt. En eldri Bolvíkinga vantar gott félagsheimili. Hús, þar sem alltaf er hægt að ganga inn, fá sér kaffibolla og spjalla - félagslegt athvarfl Bærinn og fjársterkir aðilar gætu komið hér inn til hjálpar. Þrjár konur eru á kafi í félagsstarfmu. Kristín Magnúsdóttir var formaður í tíu ár og er nýjum formanni, Ingibjörgu Guð- fmnsdóttur, mikið innan handar. Þriðja hjálparhellan í félaginu er ritarinn, Birna Hjaltalín Pálsdóttir. Safnaðarheimilið á efstu hæðinni í Árborg er hið vistlegasta og tekur marga i sæti. Eina félagsaðstaðan er stórt herbergi á neðstu hæð Árborgar, sjúkrahúss og vistheimilis Bolungarvíkur. „Okkur vantar húsnæði. Við erum bara með þetta eina herbergi sem er oftast upptekið fyrir föndur o.fl. Reyndar eru mörg ágætis hús hérna sem gætu hentað vel, en félagið á enga peninga. Það væri frábært að eiga hús miðsvæðis til að hittast og rabba saman. Margir tala um, hvað sé mikill munur að koma svona saman, en fjöldinn fer ekkert annað. Þegar fólk hættir að starfa, þá er þetta eini vett- vangurinn," segir Kristín. „Já, fólk er þakklátt og tilbúið að gera allt, nema að taka að sér formennsku í félaginu," segir Ingibjörg, „það er erfitt fyrir manneskju sem aldrei hefur verið í félagsmálum að taka að sér formennsku. Mér var plantað niður í formennskustarfið eins og einmana tré uppi í hlíð. Bara að maður vissi, hvað á að gera?“ Ingibjörg og Kristín gáfu innsýn í félagsstarfið í Bolungarvík. Er ekki ráð að formenn hinna ýmsu félaga hafi meira sam- ráð og samband sín á milli? Eru ekki fleiri á svipuðu róli og Ingibjörg? Ingibjörg er með mikla slitgigt í höndum og er búin að fara fjórum sinnum í handaraðgerð. Hún vann í 16 ár í verslun Einars Guðfinnssonar, en varð að hætta vegna örorku. Mjög má dást að Ingibjörgu fýrir að taka formennskuna á sínar herðar, þrátt fýrir veikindi og reynsluleysi, en Kristín er henni styrk stoð. Við sitjum í Árborginni, röbbum um félagsstarfið. „Salurinn hérna er alltaf fullur. íþróttahúsið er mikið notað og sundleikfimi í fínu sundlauginni okkar. Sjúkraþjálfun og leikfimi er tvisvar í viku. Margir dáðust að framtaki Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra, hópur frá þeim kom hingað og setti upp íþróttadag. í framhaldi af því sendum við mann suður á námskeið sem sinnir núna leikfiminni. í Árborg eru 14 þjónustuíbúðir. Nú liggja fyrir þrjár umsóknir, en ég heyri að fleiri vilja sækja um,“ segir Kristín, „fólki vex í augum að hirða garðana sína og moka snjó af tröppunum, getur það ekki lengur.“ Tvær fastanefndir starfa í félaginu, skemmtinefnd og ferða- nefnd. Kvennadeild Slysavarnafélagsins og kvenfélagið Brautin sjá um opið hús fyrir eldra fólkið. „Við fáum 1-2 hópa á hverju sumri í heimsókn og erum þá með veitingar og skemmtiatriði. Safnaðarheimilið hér á loftinu er notað fyrir stærri samkomur." Hefðir skapast í hverju félagi. Hér er fastur liður á uppstigningar- dag að eldra fólkið syngi og lesi ritningargreinar í kirkjunni. Þeim stöllum verður tíðrætt um peningaleysi eldra fólksins, segja marga berjast í bökkum, geta varla rekið bíl - „eins og bíllinn er nauðsynlegur fyrir þetta fólk! Þau lög ættu að vera í landinu, að allir íslendingar hefðu jafnan lífeyri." Félögin í Onundarfirði, Isafirði og Bolungarvík sem spanna norðvestur- svæði Vestfjarða leggja fram tillögu til úrbóta á Landsfundinum. „í Bolungarvík vantar fjölbreyttara atvinnulíf. Fólk flytur héðan af því að enga vinnu er að fá. Kvótinn er að fara með sjá- varþorpin. Að vísu eigum við harðduglega sjómenn sem keyptu sér trillu, og það hefur bjargað okkur hin síðari ár. En mannlífið og menningin er í blóma. Hér þekkir þú alla - og allir þekkja þig. Þetta er það besta við litlu bæina og þorpin á landsbyggðinni." O.Sv.B 45

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.