Listin að lifa - 01.06.2005, Side 50

Listin að lifa - 01.06.2005, Side 50
Roðasalir í suður- hlíðum Kópavogs Nýtt dvalarheimili til mikillar fyrirmyndar Heimilisfólkið að undirbúa sig til að hlýða á guðsþjónustu í setustofunni. „Guðmundur Karl sóknarprestur vill gera mjög vel fyrir fólkið og kemur hingað á tveggja vikna fresti. Hann mætti á skírdag í fullum skrúða með organista með sér, messaði og tók fólk til altaris. Stundin var mjög hátíð- leg,“ segir Guðrún. Roðasalir eru nýtt dvalarheimili fyrir minnissjúka, staðsett inni í miðju íbúðahverfi líkt og Skjólbrautin. Húsið er afar skemmtilega hannað, allt á einni hæð og fellur vel inn í umhverfið. Borðstofan er björt með gluggum á móti suðri og þaðan er gengið út á stóra timburverönd. Hér getur heimilis- fólkið setið úti, gengið um og notið útsýnis yfir til Bláfjalla og út á Arnarnesvoginn. Átta manns fluttu hingað inn í janúar. Allir eru í sérbýlum, stóruin og björtum herbergjum með eigin húsmunum. Að auki eru tvær íbúðir í húsinu, upphaflega ætlaðar fyrir MS- sjúklinga í sjálfstæðri búsetu. Guðrún S. Viggósdóttir er deildarstjóri sam- býlisins í Roðasölum. Hún er menntaður sjúkraliði með hjúkrun aldraðra sem sérsvið. M' JM1 ~bT5í84iWi * W ^ 111 íWvJP Rannveig Jónsdóttir sýndi herbergið sitt. Þarna stendur hún uppi við skápinn, listasmíð eiginmannsins, þar sem myndum af börnum og öðrum afkomendum er stillt upp. Á dagskrá heimilisfólksins eru t.d. samvera í vinnustofu, spil, söngstundir, dans, leikfimi og gönguferðir. Farið er í stuttar ferðir eins og að skreppa í Smáralind á rólegum tíma. Eins var Náttúru- fræðisafnið í Kópavogi skoðað fyrir nokkrum dögum. Næsta ferð verður á Þjóðminjasafnið, en ferðirnar enda alltaf á kaffihúsi og sest yfir kaffibolla og góða tertusneið. Svo eru síðdegisstundirnar sem kallast minningakveikjur. Ég fæ að kíkja í minningabókina sem er býsna forvitnileg með vísum og minningabrotum - en off muna þessir sjúklingar betur gamla tímann. Á dansi lifað Gunna gat og glensi bak við tjöldin. Hún dansaði vals í morgunmat og marsúrka á kvöldin. Komir þú í hús þar sem kaffi er ekki á borðum og kunnirðu ekki við að biðja um það með orðum. Stattu þá um stund hjá ffúnni án þess að tala, strjúktu á henni bakið og þá fer hún að mala. Orðið mala er skemmtilega margrætt í vísunni. Frúin gæti farið að mala (tala), mala (eins og köttur) eða farið að mala kaffið! Ein heimiliskonan fór með eftirfarandi nafnarunu, líkt og þulu. Anna, Gógó, Gunna, Jóna, Auður, Gobba, Dísa, Binna, Stína. „Þetta voru nöfn á systrum á næsta bæ við mig í Borgarfirði," sagði hún. Rannveig Jónsdóttir sýndi mér herbergið sitt. Falleg mynd yfir útskornum skáp vekur athygli. Myndin er af bernskuheimili Rannveigar, Keldunúpi undir fjallinu Steðja. „Sólmundur mað- urinn minn teiknaði myndina og ég flosaði hana. Hann smíðaði líka skápinn og sófaborðið. Hann var „allt-mulig-man”, alltaf að smíða og mála,“ segir Rannveig. Á handbragði Rannveigar leynir sér ekki að hún hefur verið mikil handavinnukona. Hlýleiki er yfir öllu i kringum Rannveigu. Hún á fjögur börn og sýnir fagur- lega útbúin myndaalbúm fyrir hvert þeirra. „Rannveig á góða fjölskyldu sem er dugleg að heimsækja hana. Hún er með sitt kaffistell og getur dúkað borð fyrir þau,“ segir Guðrún. Við göngum líka yfir í dagvistardeildina sem er með rými fyrir 20 manns. Þar er mikið líf og fjör, fólk að búa til leirskálar og spila - og hópur er að leggja af stað í göngu í góða veðrinu. Helga María Arnardóttir er deildarstjóri yfir dagdeildinni. Hér er lika eldhús og borðstofa, einnig stofa og hvíldarherbergi fyrir þá sem vilja leggja sig. Við Guðrún setjumst aðeins yfir kaffibolla eftir að hafa gengið um húsið. Hvernig skyldi fólkinu líða á nýja heimilinu sínu? „Þetta er svo stuttur tími. Margt af fólkinu bjó eitt heima og sjúkdómurinn er þess eðlis að fólk skortir innsýn í sitt ástand,

x

Listin að lifa

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.