Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 51

Listin að lifa - 01.06.2005, Qupperneq 51
sér ekki að eitthvað sé að. Sumir voru hættir að borða, mundu ekki hvort þeir hefðu borðað, en aðstandendur var farið að gruna það. Litarhátturinn breyttist á fólkinu þegar það fór að fá mat reglulega. Einn var hættur að rata heim til sín. Hann var mikill útivistarmaður, vanur að fara í langar gönguferðir - og skilur ekki að hann geti ekki farið í göngu þegar hann sjálfur vill. Aðalstarf okkar er fólgið í því að gæta fólksins og sinna þörfum þess.“ Starfsfólkinu er margt til lista lagt. Guðrún er með söngkonu og gítarista á sínum snærum, jafnvel nuddkonu. „Við syngjum mikið hérna,“ segir hún, en að mörgu er að hyggja. „Ein konan varð svo óróleg á kvöldin og rápaði mikið á milli herbergja. Pá byrjuðum við á að gefa henni fótanudd. Breytingin varð mikil. Nú malar hún af ánægju og vellíðan. Og nú gengur kvöldvaktar- konan um með körfu og nuddoliur og nuddar fæturna á fólkinu. Þetta er ekki óeðlilegt. Léleg blóðrás getur orsakað pirring í fótunum. Já, það er ýmislegt hægt að gera án lyfja. Auðvitað á að reyna allt áður en gripið er til þeirra. Flóuð mjólk og brauðsneið með kæfu er líka gott fyrir svefninn," segir Guðrún. Guðrúnu langar til að safna gömlum munum til að skapa minningakveikjur og spyr, hvort einhver vilji lána, gefa, jafnvel selja gamla muni. „Þetta getur verið svo margt: gamlar tölur, munsturbækur, kaffikvörn, kaffibollar - eitthvað sem við gætum raðað í kassa og tekið fram á minningakvöldum. Það er stundin, hér og nú, sem skiptir máli fyrir þessa sjúklinga.“ Guðrún segist hafa farið í Kolaportið og leitað, en ekkert fundið. O.Sv.B Hundrað og ein, ný vestfirsk þjóðsaga Að giftast Á prestsskaparárum séra Gunnars Björnssonar í Bolungarvík (1972-'82) varð hann þess áskynja, að ríg- fullorðið sambýlisfólk, sem bjó á Mölunum, hefði aldrei verið gefið saman í hjónaband. Lifði í synd sem kallað er. Séra Gunnar hafði áhyggjur af þessu og heimsótti hjúin. Setti prestur á langar tölur yfir þeim og leiddi þeim fyrir sjónir að þessi syndsamlegi lifnaður gengi ekki. Þegar prestur hafði drukkið kaffi, þakkað fyrir sig og kvatt, sagði konan við sambýlismann sinn: Heyrðu, elskan, heldurðu ekki að við ættum að gifta okkur, eins og presturinn segir? Karlinn svaraði: Hver heldurðu að vilji okkur? Geitungafárið Afar mikið var um geitunga hérlendis í fyrrasumar. Ekki fóru Vestfirðingar varhluta af þeim frekar en aðrir landsmenn. Einhverra hluta vegna var þó mjög lítið um geitunga í Bolungarvik. Kona nokkur hringdi í Náttúru- stofu Vestfjarða í Bolungarvík og spurði Þorleif Eiríksson forstöðumann, hvers vegna lítið væri um geitunga í Vík- inni á meðan þeir væru plága hvarvetna annars staðar? Þorleifur hugsaði sig um litla stund og sagði svo: Ætli þeir séu ekki hræddir við Óshlíðarveginn. Höfundur: Gísli Hjartarson HEIMSENDINGARAPÓTEKIÐ Það er ekki bara einfait og hagkvæmt að byrja i lyfjaskömmtun. Hún eykur öryggi þitt og lyfin eru tekin á réttum tíma. Góðfúslega komdu eða hringdu og fáðu upplýsingar og verðtilboð Apótekið er opið virka daga kl. 8:30 -18:00 Sími: 5336100 Suðurlandsbraut 22,108 Reykjavík 6(6 Æljacm Nýkomin sending af þessum vömiuöu húsgögnum Rorfistofuskápar Dorðslofuslólar Borðstofuborð -eikarhusgögn Mikið úrval - sendum myndalista Sjón varpsskápar Miisíkskápar Sófahorð Innskotsborð Barskápar I/ornskápar Bókaskápar Skrifborð Skatthol afl. o.f1. oldcharni.co.uk Atlt! handgerður útskurður Falleg og vönduð sófasett frá BRUNSTAD MiKlÐ ÚRVAL - SENDIJM MYNDALISTA VIOL Klassískl sófasett með fallcga unnu Iréverki. Tukið eftir slœrðinni - tckur ekki mikið pláss. Hátt og gott sœti sem auðvelt er að standa upp úr. Sým htr I ákltríii og med Kose hordi. Sierrði.tja ueta II /7V. II &l, D TJcm. 2ja stna B I27cm. Sióll B 75cm. www bnimnd.no_______ItUl ln ki 2S3 DOO Heimilisprýði Við llallannúla 108 Kcykjavík Sími:553-8177 og 553-1400 l-ax: 553-8485 c-mail: hallmuliíeislandia.B 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Listin að lifa

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.