Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 52

Listin að lifa - 01.06.2005, Síða 52
Náum inn fleiri félagsmönnum! Gerum Landssambandiö að sterkustu og öflugustu félagasamtökum landsins Að landsfundi nýloknum sést best hve geysimikið atriði er að fá sem flesta inn í okkar raðir. Svo kæru samstarfs- félagar í Landssambandinu! Skilaboðin til ykkar eru: Haldið vöku ykkar og reynið að ná sem flestum inn í félögin. Sendið út bréf, haldið kynningarfundi og sýnið fram á hve mjög hver og einn græðir á því að gerast félagi. Eftirfarandi kynningarbréf var sent út til eldri Garðbæinga í apríl. Nú, mánuði síðar, er félagatalan komin yfir 500 manns. Ágœti Garðbœingur; Við viljum með bréfi þessu kynna samtök eldri borgara í Garðabæ - FEBG. Félagið er hagsmuna og afþreyingarfélag allra sem hafa náð þeim merka aldri 60 ára. Áþeim tímamótum er sannarlega tímabcertað huga að þeim mörgu góðu árum, sem í vcendum eru, þegar að starfslokum kemur. Félagið í Garðabce telur nú um 350félaga og er aðili að Landssambandinu sem stöðugt vinnur að hvers konar hagsmunagceslu jyrir eftirlauna- fólk og eldri borgara. Þar þarf stöðugt að halda vöku sinni, en því öflugri ogflölmennari sem aðildarfélögin eru, þvíþyngra vegur áróðurinn jyrir bcettum kjörum. Garð- abcejarfélagið gengst Uka jyrir margskonar ajþreyingu jyrir félagsmenn sína, bceði eitt sér og í góðri samvinnu við flölskyldu- ogfélagsmálaráð bcejarins. Starfsemin er kynnt íMorgunblaðinu undir „Staður og stund“, einnig eru send út fréttabréf. Heildardagskrá er send út árlega á vegum bcejarins um allt sem í boði er jyrir eldri Garð- bceinga. Ef þú hefur ekki nú þegar gengið til liðs við okkur, bjóðum við þig velkominn til starfa. Argjaldið er aðeins kr. 1.500-. Allir sem hafa greitt árgjaldið fá félagsskír- teini og Þjónustubók með nöfnum flölmargra jyrirtcekja sem veita ríflegan afslátt af vöru og þjónustu gegn fram- vísun félagsskírteinis. Að auki fá félagar sent tímaritið Listin að lifa sem kemur út flórum sinnum á ári ogflytur mikinn fróðleik og skemmtiefni. Af framangreindu má sjá að margt er innifalið í árgjaldinu. Það eina sem þú þarft aðgera er að jýlla út hjálagðan miða og senda okkur. Greiða síðan árgjaldið sem er inn- heimt ígegnum banka. Þú styrkir samtökin með því að ganga til liðs við okkur, jafnframt kemurþú til að njóta bceðiflárhagslegra ogfélagslegra hlunninda. Með bestu kveðjum og von um að fá að sjáykkur sem Jlest. Helgi K. Hjálmsson formaður FEBG Daglegar bátsferðir frá Snæfellsnesi Fugla- og náttúrulífsskoðun frá Stykkishólmi - Miðnætursigling um Suðureyjar Sjóstangaveiði - Kajakferðir - Veiði við höfnina - Golf - Bjarnarhöfn Fjölbreyttar fjölskyldu- og veisluferðir Stórhvalaskoðun frá Ólafsvík Ferjan Baldur: Stykkishólmur - Flatey - Brjánslækur

x

Listin að lifa

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.