Listin að lifa - 01.06.2005, Page 54

Listin að lifa - 01.06.2005, Page 54
KYNNING: Bílaapótekiö í Kópavogi - hentugt fyrir hreyfihamlaða Fyrsta bílaapótekið á Norðurlöndum, Lyfjaval, var opnað í Kópavogi í mars s.l. Þetta er kærkomin nýjung, sérstaklega fyrir hreyfihamlaða sem geta fengið lyf afgreidd í gegnum lúgu án þess að þurfa að fara út úr bílnum. Þjónustan gengur einnig hraðar íyrir sig en í hefðbundnum apótekum, nokkuð sem kemur sér vel fyrir hreyfihamlaða og fólk sem er með börn í bíl. Margir kunna einnig að meta það að þurfa ekki að leita að bílastæði til að fá afgreidd nauðsynleg lyf. Bílaapótek Lyfjavals er skammt frá Smáralind í Kópavogi og er það auðþekkt á grænum krossum sem blikka. Afgreitt er um lúgu frá klukkan 10 á morgnana til miðnættis, alla daga vikunnar. Fólk getur komið með lyfseðil og beðið eftir að fá lyfin afhent beint í bílinn, en einnig má flýta fyrir afgreiðslu með því að láta lækni símsenda lyfseðilinn eða geyma lyfseðilinn í apótekinu og Viðbót í þjónustubók Verslunin The Body Shop, Kringlunni, Smáralind og Amaróhúsinu, Hafnarstræti 101, Akureyri veitir félagsmönnum 10% afslátt, gildir ekki af tilboðs- og útsöluvöru. Aumir fætur? Kem í heimahús og tek hand- og fótsnyrtingu ásamt annarri snyrtistofumeðferð. Upplýsingar í síma: 863-2447 og 567-4464 Hjördís Björg Kristinsdóttir snyrtimeistari. hringja áður en þau eru sótt og eru lyfin þá tilbúin til afgreiðslu. Einnig er boðið upp á ókeypis heimsendingu á höfuðborgarsvæð- inu alla virka daga. Hefðbundið apótek er einnig í sama húsnæði og bílaapó- tekið. Það er opið mánudaga til laugardaga kl. 10-19. Bæði í bílaapótekinu og hinu hefðbundna er veitt lyfjafræðileg ráðgjöf. Lyfjaval hefur, eitt fárra apóteka, tekið i notkun sérstakt lyfjaaf- greiðslukerfi, Medicor, til að auka öryggi við afgreiðslu lyfja, m.a. varðandi hugsanlegar milliverkanir. J NÝTT! LOFTHREINSITÆKI Bætt líðan i með betrá lofti Drepur bakteríur Hreinsar loftið Eyðir lykt Nánari upplýsingar á www.ecc.is og í síma 5111001 Skúlagötu 63 -105 Reykjavík 54

x

Listin að lifa

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Listin að lifa
https://timarit.is/publication/1106

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.