Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 6

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 6
Aðeins 22.320 kr. Afgreiðslutími Mán. til fös. frá kl. 10–18 Laugardaga frá kl. 11–16 www.dorma.is Holtagörðum 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri 558 1100 SQUERE rúmgafl Rúmgafl úr brúnu, hvítu eða svörtu PU leðri. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 27.900 kr. Aðeins 31.920 kr. OSLO rúmgafl Aðeins 31.920 kr. HELSINKI rúmgafl 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR 20% AFSLÁTTUR Rúmgafl fæst í svörtu PU leðri, hvítu og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 39.900 kr. Rúmgafl fæst í svörtu PU leðri, hvítu og í gráu áklæði. Stærðir: 120, 140, 160, 180 cm. Verð að neðan miðað við rúmbreidd 120 cm. Fullt verð: 39.900 kr. Nú göngum við af göflunum MEIRA Á dorma.is Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets. Ljósmynd/Hreinn Magnússon M enn eru farnir að horfa til þess að það fari að slá á veturinn,“ segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. „Það snjóaði í Skaftafellssýslunum í gær og spáð er vetrarveðráttu fyrir norðan um helgina. Úrkoman sem á að falla um helgina fellur ekkert síður sem snjór en rigning.“ Einar segir kalt loft úr norð-vestri valda ótíðinni. „Það hefur verið kaldur kjarni í háloftunum meira og minna í allan vetur fyrir vestan Grænland og það hefur sullast stanslaust úr honum loft yfir okk- ur. En það er einmitt eðli svona kuldahvirfla að þeir minnka smám saman og hverfa á endanum eftir því sem sólin hækkar á lofti. Og það er einmitt það sem við sjáum í kortunum eftir miðja næstu viku.“ Bara ein vetrarhrina eftir „Langtímaspár eru samstiga um það að eftir miðja næstu viku þá verði loftið hlýrra og við sjáum að kaldi kjarninn er þá farinn að skreppa saman og mun því að öllum líkindum láta okkur í friði eftir það. Loftið verður hlýrra og við munum finna það að sólin iljar og úrkoma sem fellur mun falla sem rigning, ef við skilj- um bara undan hæstu fjöllin. Þá er von til að snjór og klaki fari að bráðna. Sólin gæti farið að ylja okkur eftir næstu helgi en áður er að því kemur eigum við eftir upplifa eina ansi leiðinlega vetrarhrinu.“ Kuldaskeið að hefjast? Páll Bergþórsson, veðurfræðingur og fyrrverandi veðurstofustjóri, segir þennan vetur hafa verið þann kaldasta frá aldamótum og að sennilega sé 30 ára hlýindaskeiði að ljúka. „Ef maður skoðar breytingar á hafís frá því árið 1600 þá hafa alltaf verið hlý og köld skeið á víxl en það er hafísinn hér á norðurslóðum sem veldur því. Síðasti vetur hefur verið heldur kaldur vetur saman- borið við árin frá aldamótum sem hafa verið afskaplega hlý. Ef maður skoðar hvernig hitinn hefur hagað sér á síðustu öld þá var mjög kalt í kringum 1920 en svo hlýnaði mikið og það var mjög hlýtt í kringum 1950. Svona hefur þetta gegnið í sveiflum á um það bil þrjátíu ára fresti. Allt frá árinu 1990 hafa ver- ið mikil hlýindi sem hafa staðið í stað síðan um aldamót. Og ég býst við því að við séum að ná hámarkinu á þessu hlýinda- skeiði og förum svo aftur inn í kuldaskeið,“ segir Páll en bendir þó á að lofthiti fari þó alltaf hækkandi vegna gróður- húsaáhrifanna. „Vegna þeirra verður hvert hlýindaskeið hlýrra en það fyrra og kuldaskeiðin verða líka sífellt hlýrri.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Landsnet Rafvædd fRaMtíð í takt við saMféLagið Milljarðar tapast vegna annmarka á flutningskerfi Þ að er vilji Landsnets að ná fram sem víðtækastri samfélagssátt um framtíð- arfyrirkomulag raforkuflutninga og uppbyggingu meginflutnings- kerfisins þannig að allir, almenn- ingur jafnt sem atvinnulíf, hafi öruggan aðgang að tryggu raf- magni sem er forsenda lífsgæða í nútímasamfélagi. Til að stuðla að þessu er Landsnet að taka upp breytt verklag með skýrari sýn á samfélagsábyrgð fyrirtækisins sem felst m.a. í enn meira sam- ráði á fyrstu stigum fyrirhugaðra framkvæmda og stofnun þverfag- legra samráðshópa. Samtímis verður öll greiningarvinna efld enn frekar með það að markmiði að finna bestu framkvæmanlegu lausnirnar á hverjum tíma, lausn- ir sem tryggja rafvædda framtíð í takt við samfélagið. Þetta er meðal þess sem fram kom á vorfundi Landsnets sem fram fór í gær, fimmtudag, sam- hliða aðalfundi félagsins. Á fund- inum var fjallað um stöðu flutn- ingskerfis raforku á Íslandi og nýjar áherslur í rekstri félags- ins, sem hafa m.a. að markmiði að tryggja landsmönnum aðgang að öruggu rafmagni til framtíðar í sátt við samfélag og umhverfi. „Raforka er ein af dýrmæt- ustu auðlindum þjóðarinnar og mikilvægt að ganga vel um hana, landsmönnum öllum til hags- bóta,“ segir í tilkynningu Lands- nets. „Þeir miklu annmarkar sem orðnir eru á meginflutnings- kerfinu í dag, með tilheyrandi f lutningstakmörkunum milli landshluta samhliða auknu álagi og rekstrartruf lunum, draga hins vegar mjög úr sjálfbærni raforkukerfisins. Þar má m.a. nefna að of veikt flutningskerfi takmarkar framleiðslu virkjana, hlutfallslega mikil orka tapast í kerfinu, skerða þarf notkun raf- orku vegna flutningstakmarkana og jafnvel nota olíu til raforku- framleiðslu og skemmdir verða á raftækjum notenda vegna lélegra spennugæða. Er áætlað að fjár- hagslegt tap þjóðarinnar hlaupi á 3-10 milljörðum á ári vegna ann- marka á flutningskerfinu – og fari vaxandi.“ -jh  veðuR LangtíMaveðuRspáR eRu saMstiga Vorið kemur í næstu viku Síðastliðinn mánuður hefur verið sá vindasamasti frá aldamótum með miklum foksköðum og ófærð á vegum. Landann er farið að þyrsta í vorið og því eflaust margir sem örvænta yfir vetrarspá helgarinnar. En örvæntið ekki. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir vorið koma í næstu viku. Páll Bergþórsson. Einar Sveinbjörnsson. 6 fréttir Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.