Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 10

Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 10
Þ Það fór eins og spáð var og margir óttuðust – hrina verkfalla er hafin. Opinberir starfs- menn riðu á vaðið í vikubyrjun en hundruð félagsmanna Bandalags háskólamanna sem vinna hjá ríkinu hófu þá verkfallsaðgerðir. Fleiri verkföll í hópi þeirra hafa verið boðuð á næstu dögum og vikum og munu ná til þús- unda starfsmanna með allri þeirri röskun sem aðgerðunum fylgir. Þá stefnir í verkföll félaga innan Starfsgreinasambandsins um næstu mánaðamót. Gera má ráð fyrir að ýmis önnur félög fylgi í kjölfarið. Miklu skiptir að giftusam- lega takist til við samninga- gerðina, hvort heldur horft er til félagsmanna einstakra stéttarfélaga, fyrirtækja eða samfélagsins alls. Stöðugleiki hefur ríkt í efnahagslífinu undanfarin misseri, kaupmátt- ur launa jókst eftir hófsama kjarasamninga og verðbólga hefur verið lítil, minni en við höfum átt að venjast sem er óumdeilanleg kjarabót fyrir alla. Kaupmáttur jókst um 5,8 prósent á síðasta ári og hefur aldrei aukist jafn mikið á einu ári. Verðbólgustigið lækkaði úr 4,3% í desember 2013 í 0,8% í desember 2014. Á sama tímabili lækkaði Seðlabankinn stýri- vexti. Því hlýtur það að vera keppikefli allra sem að koma að viðhalda stöðugleikanum, að launahækkanir verði raunhæfar og byggi á getu til að standa undir þeim, en jafnframt sé litið sérstaklega til lægstu taxta. Við samningaborðið er gjarna einblínt á launatölur en fleira kemur til. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vék nýverið að hugsanlegum atbeina ríkisins til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. Þótt samningagerðin sem slík sé á ábyrgð samn- ingsaðila sýnir sagan að aðgerðir ríkisins skipta miklu. Forsætisráðherra lítur til þess sem hann kallar kaupmáttarsamninga og gangi þeir eftir sé ríkisstjórnin tilbúin að bæta við kaupmáttaraukninguna með því að lækka skatta, gjaldtöku ríkisins og breyta tollum á fatnaði. Ráðherrann telur hins vegar tómt mál að tala um aðkomu ríkisins að gerð kjarasamninga sem myndu leiða til verðbólgu og óstöðugleika. Þá brynnu að- gerðir ríkisins upp á verðbólgubáli. Þá hafa bæði forsætisráðherra og Eygló Harðardótt- ir félagsmálaráðherra talað um að húsnæðis- frumvörp ríkisstjórnarinnar séu innlegg í kjaraviðræðurnar. Á svipuðum nótum hefur Gylfi Zoëga hagfræðiprófessor talað. Verka- lýðsleiðtogar hafa brugðist við þessum hug- myndum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir úrbætur í húsnæðismálum mikilvægar en þær tengist þó ekki kjarasamningum. Drífa Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir forsætisráð- herra skilja eftir spurningar, meðal annars hvað felist í því að gera kaupmáttarsamn- inga. Það ætti þó að liggja nokkuð ljóst fyrir, þ.e. að komandi kjarasamningar byggi á raunverulegri getu til kjarabóta, að inni- stæða sé fyrir þeim hækkunum sem samið verður um og að þær leiði til aukins kaup- máttar í stað óraunhæfrar hækkunar sem fari beint út í verðlag og leiði til verðbólgu sem allir tapa á. Slíkt þekkjum við af illri raun og í leiðurum þessa blaðs hefur oftar en einu sinni verið minnst á sólstöðusamn- inganna alræmdu árið 1977. Þá var samið, í kjölfar verkfalla, um verulegar en óraun- hæfar launahækkanir. Samfélagið var mörg ár að ná sér eftir þau ósköp. Það ástand má ekki skapa á ný. Samningamenn eru því hvattir til að hugsa út fyrir boxið og má í því sambandi nefna athyglisvert viðtal við Ragnheiði Eyjólfs- dóttur, verkefnisstjóra símenntunar á Suður- nesjum, í Fréttatímanum í dag. Þar bendir hún á að vinnudagur hérlendis sé lengri en í nágrannalöndunum en vitnar um leið í McKinsley-skýrsluna frá árinu 2012 þar sem fram kom að framleiðni vinnuafls hérlendis sé 20% lægri en hjá helstu nágrannaþjóðum. Samræming vinnu og fjölskyldu sé flóknari af ýmsum ástæðum hér en annars staðar. Rannsókn Ragnheiðar sýnir að Íslendingar vilja stytta vinnutíma sinn og draga með því úr árekstrum milli fjölskyldu og atvinnu. Hún segir mikilvægt að hafa tímann í huga í kjaraviðræðunum, því þótt mikilvægt sé að hækka launin sé tíminn líka dýrmætur. Hrina verkfalla hafin Tíminn er dýrmætur Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORíUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. VÍKURHVARF 6 • 203 KÓPAVOGUR • SÍMI 557 7720 • WWW.VIKURVERK.IS O-Grill 3500 kr. 32.950 O-Grill 1000 kr. 27.950 Borðstandur kr. 9.595 Taska kr. 2.995 O-GRILL Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin. KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN Inntöku próf 30. apr íl Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu 27. apríl kl. 18:00 WWW.BALLET.IS Grensásveg 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: info@ballet.is Inntökupróf fer fram á Grensásveg 14 fimmtudag 30. apríl nemendur 13 ára og eldri mæti kl. 18:00 10 viðhorf Helgin 10.-12. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.