Fréttatíminn - 10.04.2015, Side 30
Þ egar Jörundur hundadagakonungur hélt til Viðeyjar, ásamt grasafræðingn-um William Hooker, sunnudaginn 27.
júlí 1809, að bera Ólafi Stephensen kveðju
veðgjörðarmanns þeirra tveggja og penna-
vinar Ólafs, náttúrufræðingsins, Íslandsvinar-
ins og barónsins Joseph Banks, laust saman
ólíkum heimum yfir einni kostulegustu mál-
tíð sem Íslandssagan geymir.
Fyrir röð tilviljana og gráglettni örlaganna
hafði Jörundur þá ritað undir sjálfstæðisyfir-
lýsingu Íslendinga daginn áður. Þar var ekki
aðeins tilgreint að allur danskur myndugleiki
væri upphafinn á Íslandi heldur lofaði Jörund-
ur landsmönnum umtalsverðri skuldaniður-
fellingu og færði þeim ýmiss áður óþekkt
mannréttindi; til dæmis ferðafrelsi. Allt var
þetta í anda þess tíma og bar svip af banda-
rísku og frönsku byltingunni þótt andi þeirra
byltinga hafi ekki fyrr borist til Íslands. Það
áttu eftir að líða nokkrir áratugir áður en Ís-
lendingar fóru að orða viðlíka hugmyndir
sjálfir og Jörundur rissaði upp á fyrsta degi
byltingar sinnar.
Á móti ferðafrelsi og öðrum réttindum
Ólafur Stephensen gaf örugglega ekki mik-
ið fyrir þessar hugmyndir Jörundar en því
miður eru engar heimildir um að þær hafi
verið ræddar undir borðum. Ólafur hafði
látið af störfum sem stiftamtmaður þremur
árum fyrr og sat á friðarstóli í Viðey eftir
langa og atorkusama ævi. Hann hafði auðg-
ast gríðarlega í mörgum feitustu embættum
landsins, komið sonum sínum fyrir í helstu
embættum og gift dætur sínar öðrum emb-
ættismönnum. Segja má að fjölskylda Ólafs
hafi átt Ísland, þótt formlega tilheyrði það
Danakonungi.
Magnús Stephensen, sonur Ólafs, var dóm-
stjóri landsyfirdóms og sýndi Jörundi fullan
samstarfsvilja en færði mótmæli sín til bók-
ar ef vera kynni að byltingin yrði skammlíf.
Hann vildi halda embætti sínu sama hvaða
ríki Ísland tilheyrði eða hvort það var sjálf-
stætt; það skipti innlendu embættismanna-
stéttina svo sem ekki meginmáli. Þegar
enska freigátan Talbot sigldi inn í Reykja-
víkurhöfn og skipherrann, Alexander Jones,
batt enda á byltinguna vildi Magnús fyrir alla
muni halda Jörundi eftir á Íslandi svo dæma
mætti hann fyrir landráð og hengja síðan.
Jones féllst ekki á það og flutti Jörund utan
til Englands.
Magnús lýsti yfir fyrirlitningu sinni á þeim
aukna rétti sem Jörundur vildi færa Íslending-
um. Hann lýsti fjálglega fyrir Jones skipherra
hvernig allri reglu hafði verið snúið á haus;
ómenntaðir fylliraftar reistir upp á meðan
vandað fólk og góðborgarar voru ofsóttir og
réttmætur eigur danskra kaupmanna gerðar
upptækar og skuldir viðskiptamanna þeirra
gefnar eftir. Magnúsi fannst ferðafrelsi al-
mennings þó fráleitast af öllu og taldi það
klárt óráð að leyfa alþýðufólki að ferðast milli
landshluta án ferðapassa, útgefnum af þartil-
bærum valdsmönnum.
Sá vorþeyr borgaralegra réttinda og
mannvirðingar sem Jörundur vildi hleypa
inn í íslenskt samfélag naut því ekki mik-
ils skilnings meðal embættismannastéttar-
innar. Hún hafði vanist því öldum saman að
ráðgast með alþýðufólk að eigin geðþótta og
fannst fráleitt að leggja til annað fyrirkomu-
lag. Reyndar fann Jörundur engan Íslend-
ing sem skildi hvert hann var að fara. Hann
hafði ætlað að færa Íslendingum sjálfstjórn
en fann ekki nokkurn mann sem skildi hvað
það ætti að fyrirstilla og gerði sig því sjálfan
alls Íslands verndara og hæstráðandi til sjós
og lands.
Vatnsgrautur og siginn fiskur
En áður en við förum til Viðeyjar og setj-
umst til borðs með Jörundi, Hooker og Ólafi
Stephensen skulum við athuga hvernig mat
alþýðufólks var háttað á þessum tíma. Svona
lýsti Klemens Jónsson löngu síðar mataræði
alþýðunnar á nítjándu öld í yfirliti sínu í Skírni
um bæjarbrag Reykjavíkur:
„Aðalfæða alþýðunnar var þá grautur og
fiskur. Það var vatnsgrautur, oftast óbættur,
eða þá með súrmjólk út á, undanrenningu eða
sírópi. Fiskur var alltaf borðaður, þegar hans
var kostur, soðinn, aldrei steiktur, með floti og
kartöplum, væri þetta til. Allt var notað, haus
og lifur, kútmagar og hrogn. Oft var troðið
mjöli í kútmagana, og hjetu þá mjölmagar.
Hrogni var hnoðað saman við mjöldeig, og
búnar úr kökur, er svo voru soðnar, soðkökur.
Ef eigi var nýr fiskur til, þá var hann jetinn,
siginn eða úldinn. Harður fiskur var sjaldgæf-
ur rjettur á borði fátæklinganna. Á vorin var
rauðmagi eðlilega aðalfæða efnamanna, en
alþýðan varð að láta sjer nægja grásleppuna,
einkum eptir að hún var orðin sigin. Venjulega
var borðað þrímælt, morgunverður um kl. 10,
blautfiskur eða brauð, og kaffi á eftir; mið-
dagur kl. 3, það sem fyrir hendi var, þorsk-
hausar, brauðbiti, og kl. 7 grauturinn eða kjöt-
súpa, þar sem efni voru til, oftast einu sinni
eða tvisvar á viku, meðan kjötið entist. Þetta
var aðalmáltíðin, og brátt að henni lokinni
var farið í rúmið að minnsta kosti á veturna.
Brauðið var rúgbrauð úr Bernhöfts bakaríi.
Franskbrauð var lítið haft um hönd og sízt
hjá alþýðu, en súrbrauð á tyllidögum. Þá flutt-
ist hingað mikið af skonroki (brauðkökum)
og kringlum (hagldabrauði). Var mikið af því
brauði keypt af alþýðu. Viðbitið var smjör, ef
það var til, en annars tólg, flot, síróp og púður-
sykur. Smjör var fremur torgætt, og um leið
nálega óætt, súrt og myglað, fullt af hárum,
því að almennt hreinlæti stóð þá enn á mjög
lágu stigi, ekki sízt við sjávarsíðuna. Smjörlíki
þekktist þá ekki. Algengasta brauðtegundin
var þá kaka eða flatkaka úr rúgmjöli og vatni,
er var hrært saman í trogi, og síðan hnoðað
saman. Kökurnar voru flattar út með kefli,
þangað til þær voru orðnar hæfilega þunnar
og bakaðar við móglóð.“
Kjötið úldnaði fljótlega og var ekki
lostæt fæða
Og Klemens heldur áfram: „Þessi þjóðlega
brauðtegund virðist nú vera að detta alveg úr
sögunni. Nokkuð fluttist þá inn af rúgmjöli, en
mest var flutt inn af ómöluðum rúgi; var hann
fluttur laus í lestinni, og landsmönnum ætlað
að mala hann sjálfum. Fyrir því var á öllum
efnaðri heimilum hjer í bæ malarkvörn. Af
öðrum korntegundum var þá ekki flutt ann-
að inn en bankabygg og heilbaunir.
Bankabyggið var líka malað og
haft til grautargerðar, og
þótti hann miklu betri
en rúgmjölsgrautur.
Haframjöl þekktist
þá ekki. Baunir
voru dýrar, og því
Herramanns-
matur og há-
tíðamatur hjá
alþýðunni.
Það hefur
l ít ið verið
minnz t á
k jöt hjer
að framan
og ekkert
á s lá t ur.
Haustið og
fram undir
jól var auð-
vitað bezta
tíð fátækling-
anna, því að
enginn var svo
aumur, að hann
gæti ekki fengið
innan úr nokkrum
kindum og 2—3
ærskrokka. Slátrið
var jetið jafnharðan,
meðan það entist, en kjöt-
ið var geymt í súpur, en sá var
gallinn á, að salt var þá almennt of
mikið sparað, svo að kjötið úldn-
aði fljótlega og var því eiginlega
ekki lostæt fæða. Hangikjöt var
lítið haft um hönd nema á jólun-
um. Fyrir jólin og sumardaginn
fyrsta, þennan gamla, þjóðlega
hátíðisdag Íslendinga, var víðast bakað eitt-
hvað til hátíðabrigðis. Hjá fátæklingum voru
það aðallega lummur, sem voru borðaðar með
kaffinu, sykraðar eða með sírópi. Þá þekktust
ekki jólatrje, en þó kunna þau að hafa verið
hjá einstökum dönskum fjölskyldum, en þau
fóru að tíðkast úr því þessu tímabili lýkur, og
nú er svo komið, að varla er svo fátækt heimili
til í bænum, að ekki sje haft lítið jólatrje eða
grenisveigur.
Það hefir nú verið minnzt á matinn, og er þá
eftir að tala um drykkinn. Kaffi var þá orðinn
aðaldrykkurinn, eins og er enn. Með kaffinu
var gefinn kandísmoli. Te var líka nokkuð
almennt, oft úr blóðbergi, sem þá óx mikið
á Melunum.“
Matarhlé í byltingunni
Sarah Blackwell lýsir máltíðinni í Viðey í
ágætri ævisögu sinni um Jörund
og styðst þar við frásögn Willi-
am Hooker úr ferðabók
sinni úr Íslandsferðinni.
Þannig skrifar Sarah
Blackwell í þýðingu
Bjarna Jónssonar
og hefst frásögn-
in að morgni 27.
júlí 1809:
„Meðan
Reykvík-
ingar voru
að átta sig
á þessari
nýju stöðu
mála og
gaum-
gæfa aug-
lýsingar
og meðan
þessi kyn-
legu tíðindi
voru færð á
hestbak og
send út um
land fóru Jor-
genson og fé-
lagar hans hús
úr húsi þennan dag
í úrhellisrigningu
og söfnuðu vopnum
heimamanna. Það var nú
ekki mikið til að safna. Þegar
þeir höfðu lokið blautri ferð sinni
um Reykjavík var fengurinn
aðeins milli tuttugu og þrjátíu
litlar fuglabyssur og „nokkur
ryðguð sverð“. Þetta vesæla
herfang slævði vonir þeirra um
að vopna varnarlið fyrir landið
en dró þó að minnsta kosti úr líkum á gagn-
byltingaruppreisn í bænum.
Þeir hafa varla haft miklar áhyggjur af upp-
reisn, því að 27. júní, annan heila dag bylting-
arinnar, fóru Jorgenson, Phelps og Hooker frá
Reykjavík í dagsferð til að sinna erindi sem
áður hafði verið ákveðið og skildu Liston og
skipshöfn hans eftir til að líta eftir bænum.
Dagurinn leið í svipaðri friðsæld og kyrrð
Veislan
í Viðey
Þegar Jörundur hundadagakonungur
sigldi út í Viðey til fundar við Ólaf
Stephensen má segja að evrópskar
hugmyndir um aukin lýðréttindi
alþýðunnar hafi hitt sótsvart íhald
íslenskrar auð- og valdastéttar.
Niðurstaða þessa fundar varð að hinn
evrópski frelsisandi mátti sig varla
hræra eftir ríkulegar veitingar í Viðey.
Gunnar Smári Egilsson
skrifar um mat og
menningu frá Montmartre
gunnarsmari@frettatiminn.is
Jörundur hundadagakonung-
ur vildi innleiða lýðfrelsi að
evrópskri fyrirmynd á Íslandi
en Íslendingar sýndu því lítinn
áhuga.
30 matartíminn Helgin 10.-12. apríl 2015