Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 10.04.2015, Blaðsíða 40
heilsa Helgin 10.-12. apríl 201540 3 þeytingar sem hreinsa líkamann Ein besta leiðin til að hreinsa líkamann er í formi gómsæts þeytings. Einn detox djús á dag er allt sem til þarf. Margir festast í því að útbúa eins þeyting alla daga og hér eru því þrjár hugmyndir af mismunandi þeytingum sem eiga það þó allir sameigin- legt að hreinsa líkamann á einhvern hátt. Berjadraumur Ber innihalda fjöldann allan af andoxunar- efnum og trefjum og henta því vel til að hreinsa burt eiturefni líkamans. Í þennan berjadraum þarf eftirfarandi hráefni: 1 ½ bolli blönduð ber (bláber, hindber og brómber innihalda mikið af andoxunar- efnum) ½ bolli kókosmjólk 1 bolli kalt vatn 2 msk haframjöl Grænkálsbomba Samkvæmt nýjustu fréttum úr heilsuheim- inum er grænkál nýja spínatið. Grænkál inniheldur meira magn af járni og próteini en spínat. Grænkál hefur hins vegar takmarkað geymsluþol en það er í góðu lagi því frosið grænkál er enn bragðbetra en ferskt því frostið örvar niðurbrot á mjölva þannig að það verður sætara. Í þessa grænkálsbombu þarf eftir- farandi hráefni: Handfylli grænkáls (skerið stilkana af) Hálft epli 1 bolli kókosvatn Kryddaður engiferþeytingur Engiferrót hefur afar hreinsandi áhrif og rífur vel í bragðlaukana. Rótin hefur örvandi áhrif á blóðrásina og er talin góð við hand- og fótkulda. Engiferrót hefur einnig bólgueyðandi áhrif. Hér er uppskrift að extra krydduðum þeytingi: Ca. 3 cm engiferrót (vel saxað) 1 tsk kanill Handfylli spínats Hálft epli 1 bolli kalt vatn Kísilsteinefni unnið úr 100% náttúrulegum jarðhitakísil GeoSilica Iceland | Grænásbraut 506 | 235 Ásbrú | Sími 571-3477 | Netfang: sala@geosilica.com | www.geosilica.is K ísill er lífsnauðsynlegt stein­efni og hefur oft verið kall­að gleymda næringarefnið. Kísill er eitt algengasta steinefni jarðar og gegnir lykilhlutverki í myndun og styrkingu bandvefs í lík­ amanum. Beinvefur, sinar, liðbönd og húð eru allt dæmi um bandvef. Af hverju ættir þú að taka inn kísilsteinefni? Því við fáum ekki nægan kísil úr fæðu: Rannsóknir hafa sýnt að auk­ in dagleg inntaka á kísil er sterklega tengd auknum beinþéttleika. Með­ al kísilinntaka úr fæðu er almennt ekki talin nægileg, og því er mælt með aukinni inntöku af kísil með fæðu. Rannsóknir hafa einnig sýnt að hæfni líkamans, til að taka upp kísil, minnkar með aldrinum. Losar þungmálma úr líkamanum: Sýnt hefur verið fram á að kísill hjálpar líkamanum að losa sig við ál og aðra þungmálma úr líkamanum. Álsöfnun í líkamanum veldur ein­ kennum sem svipa til einkenna Alz­ heimer sjúkdóms og var lengi talið að uppsöfnun áls væri orsök sjúk­ dómsins. Það hefur verið að mestu leyti hrakið en engu að síður er upp­ söfnun áls í líkamanum alvarleg. Fyrir meltingarveginn: Kís ill vinn­ ur gegn því að sníkju dýr, myglu­ og kandí da svepp ir geti þrif ist í líkaman um. Kís ill hjálp ar til við að afeitra líkamann og los ar hann við eit ur efni sem safn ast hafa fyr ir í melting ar fær um. Engin eitrunaráhrif: Neysla kís­ ils hefur engin þekkt eitrunaráhrif. Kísill safnast ekki upp í líkaman­ um heldur tekur líkaminn upp það magn sem hann þarf úr fæðunni og skilar umfram magni, ef eitthvað er, út með þvagi. Fólk með eðlilega nýrnavirkni ætti því ekki að geta orðið meint af hóflegri kísilsneyslu. Vegna þessa hefur Matvælaöryggis­ stofnun Evrópu (EFSA) enn ekki gefið út nein efri þolmörk fyrir kísil­ neyslu. Fyrir stinnari og sterkari húð: Kís­ ilsteinefni styrkir húðina og gerir hana stinnari. Rannsóknir hafa sýnt að kísill örvar myndun kollagens í líkamanum og getur því grynnkað hrukkur og lagað skemmdir á húð vegna of mikils sólarljóss. Fyrir sterkara hár og neglur: Rannsóknir hafa sýnt að kísilstein­ efni styrkir hár og neglur. Einnig getur kísill komið í veg fyrir eða minnkað hárlos og klofna enda. Gjöf frá móður jörð GeoSilica Iceland ehf. framleiðir kísilinn beint úr iðrum jarðar og er því eins náttúrulegur og kostur er á. Fyrirtækið hefur þróað aðferð til að vinna kísilinn beint úr jarðhitavatni Hellisheiðarvirkjunar. Kísillinn er styrktur og hreinsaður svo að eft­ ir stendur náttúrulegur og hreinn kísill í vatnslausn. Kísilsteinefnið inniheldur agnarsmá kísilkorn sem líkaminn á auðvelt með að vinna úr og nýta til styrkingar líkamans. Ráðlagður dagskammtur er ein matskeið (10­15 ml). Kísilsteinefni Geosilica fæst í öllum helstu apó­ tekum og heilsuhúsum um land allt. Unnið í samstarfi við GeoSilica Fida Abu Libdeh, framkvæmdarstýra GeoSilica Iceland ehf. Fyrirtækið spratt upp úr lokaverkefni hennar og Burkna Pálssonar í orku- og umhverfistæknifræði við Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.