Fréttatíminn


Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 46

Fréttatíminn - 10.04.2015, Qupperneq 46
46 bílar Helgin 10.-12. apríl 2015  Bílar NissaN leaf var mest seldi BílliNN hjá Bl í mars Rafbíll á toppnum í fyrsta sinn Viltu koma í sund með Fr eyju og Fróða? Þá færðu að bruna í rennib rautinni og sulla í heita pottinum en þú mátt alls ekki fara í djúpu laugina nema þú kunnir v el að synda. Freyja og Fróði í sundi er falleg og fjörug bók um allt sem þarf að hafa í hu ga þegar farið er í sund. Fr eyja o g Fr ó ð i í su n d i Kristjana Friðbjörnsdóttir • Bergrún Íris Sævarsdótt ir Hvernig er að fara í fyrsta skiptið til tannlæknis? Er það vont? Eða er það kannski bara skemmtilegt? Hvað þarf maður að vita áður en maður fer í su nd? Er renni- brautin ægilega b rött og fyrir hvern er djúpa la ugin? w w w.forlagid. i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 v ið sjáum nokkuð skemmti-lega dreifingu á Leaf því hún fer vaxandi í öllum markhópum,“ segir Skúli K. Skúla- son, framkvæmdastjóri sölusviðs BL, en í marsmánuði var Nissan Leaf mest selda bílgerðin hjá BL og er það í fyrsta sinn sem rafbíll vermir það sæti. „Við sjáum að fjölskyldufólk horf- ir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjölskyldubíls, fleiri og fleiri fyrir- tæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bíla- leigurnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu. Bara í marsmánuði fóru sex Leaf til bílaleiga og því markaði síðasti mánuður einnig tímamót á bílaleigumarkaði hvað Leaf varðar,“ segir Skúli. Söluhæsta merkið hjá BL í mars var Nissan með 67 bíla, þar af 25 Nissan Leaf. BL er það bílaumboð sem hefur mesta hlutdeild á einstaklings- og fyrirtækjamarkaði, án bílaleiga, eða 25,1% í marsmánuði þegar 162 bílar voru afhentir, auk 55 bílaleigubíla en þar er BL með 12,7% hlutdeild nýskráðra bíla í marsmánuði. Flest bílaumboð landsins eru nú byrjuð að afhenda bíla í stórum stíl til bílaleiganna og nam sá hluti um 40% af heildarsölu marsmánaðar þegar leigurnar fengu afhenta 432 bíla. - eh Nissan Leaf var söluhæsti bíllinn hjá BL í mars og er það í fyrsta skipti sem rafbíll er söluhæsti bíllinn. Sex bílanna sem þá voru seldir fóru á bílaleigur. Mynd/Hari  reyNsluakstur toyota rav4 Auk þess að hafa fengið nýtt og sportlegra útlit er nýi Ravinn rýmri og lengri en forfaðirinn og nú er hægt að fá framhjóladrifna útgáfu af þessum margfræga brautryðjanda. Líkt og forverinn býður hann upp á öryggi og sparneytni sem hefur lengi verið lykillinn að velgengni þessa sívin- sæla jepplings. Þ egar Toyota RAV4 kom fyrst á markaðinn árið 1994 var hann fyrsti bíllinn til að leggja saman í eina sæng eiginleika fólksbíls og jeppa. Allt í einu var hæð, rými og fjórhjóladrif komið á fjölskyldubílinn og jepplingurinn var fæddur. Draumur borgarbúans sem fer reglulega í bústaðinn og jafnvel stundum út fyrir malbikið. Ravinn hefur verið einn vinsælasti bíll Toyota allar götur síðan og jepp- lingar hafa tekið yfir markaðinn. Það er kannski þess vegna sem To- yota ákvað fyrir 2 árum að breyta útliti bílsins algjörlega, til að stand- ast alla samkeppnina eftir hafa átt markaðinn í mörg ár. Nýi Ravinn er í raun líkari sport- legum fólksbíl en jeppa. Útlitið er óneitanlega framúrstefnulegt miðað við afalegan stílinn á forver- anum. Ég var því dálítið hissa að upplifa innra rýmið sem hefur lítið breyst frá forveranum. Jú, það er kominn start-takki og bakkmynda- vél og mælaborðið hefur fengið á sig bogadregna sveigju, sem mér persónulega fannst ekki vera breyt- ing til batnaðar því hún skyggir á allt sem er fyrir neðan hana. En útlit er auðvitað smekksatriði og Ravinn er léttur og þægilegur í akstri sem er sennilega ástæða þess hversu vinsæll hann er. Hann er stöðugur og gefur öryggistilfinn- ingu, hann er sparneytinn og býður upp á meira rými en keppinautarn- ir. Nýjasta útgáfan af RAV4 er fram- hjóladrifin og er ódýrari kostur en fjórhjóladrifinn forverinn, auk þess að vera sparneytnari. Toyota-bílar eru auk þess þekktir fyrir lága bil- anatíðni svo það má segja að Rav- inn sé nokkuð öruggt val fyrir þá sem vilja þægilegan jeppling. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is RAV er öruggt val toyota rav 4 Kostir Bakkskynjarar Gerður úr 95% endurnýjanlegum efnum Lágt CO2 útstreymi Stórt farangursrými ISOFIX-festingar fyrir barnastóla Gallar Snertiskjárinn í minna lagi Bogalínulaga mæla- borð sem skyggir á það sem undir því er Verð frá 4.890.000 kr. (Dísil, framhjóla- drifinn, 124 hestöfl, beinskiptur). Toyota stendur sig vel þegar kemur að því að bæta umhverfisvæna eiginleika bíla sinna. Nýjasta út- gáfan af RAV4 hefur til dæmis 12% minna CO2 útstreymi en eldri gerðin og frá árinu 2006 hefur fyrirtækið dregið úr úrgangi um alls 95,5% á hverja bifreið sem framleidd hefur verið. Þar að auki er það stefna fyrirtækisins að nota sem mest af endurvinnanlegum efnum í bif- reiðar sínar og heil 95% af efnunum sem notuð eru í RAV4 eru endur- vinnanleg. Þetta eru allt frábærir kostir sem vert er að hafa í huga þegar kemur að því að velja sér bíl. Bílar í sama flokki: Honda CR-V, Skoda Yeti, Volkswa- gen Tiguan, Ford Kuga, Hyundai Santa Fe, Nissan X-Trail og Mit- subishi Outlander
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.