Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 8

Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 8
GUNNLAUGUR PÁLSSON arkitekt: N. B. D. VII. Norrænn byggingardagur (N.B.D.) er samtök þeirra aðila á Noröurlönd- um, sem við byggingarmál fást, en þar eiga hlut að máli ráðuneyti, stétt- arfélög, byggingarfélög, rannsóknar- stofnanir og bæjarfélög. Markmið samtakanna er að ræða þróun og viðhorf í byggingarmálum Norðurlandaþjóðanna og kynna helztu nýjungar á hverjum tíma. Hafa verið haldnar ráðstefnur í þessu skyni til skiptis í höfuðborgum Norð- urlanda, að jafnaði á fimm ára fresti, en seinni árin á þriggja ára fresti. Ár- ið 1955 var ráðstefnan haldin í Hels- ingfors, en í septembermánuði í ár var hún haldin í Osló; var það 7. ráð- stefnan á vegum N.B.D. Þátttakendur í ráðstefnunni voru 900 frá öllum Norðurlöndum, þar á meðal 24 fslendingar. Setning róðstefnunnar Ráðstefnan var sett með viðhöfn í Klingsberg Kino af forsætisráðherra Norðmanna, Einari Gerhardsen. Formenn Norðurlandadeildanna fluttu ávörp, en stjórn íslandsdeildar- innar skipa Hörður Bjarnason, húsa- meistari ríkisins, formaður, Gunn- laugur Pálsson arkitekt, ritari, Axcl Kristjánsson forstjóri, gjaldkeri, auk Tómasar Vigfússonar og Guðmundar Halldórssonar byggingarmeistara. Við setningu ráðstefnunnar flutti danski arkitektinn H. E. Langkilde mjög athyglisvert og skemmtilegt er- indi, sem hann nefndi „Smáhuset — Arkitekturens avantgarde og bag- trop“. Að þessu sinni voru það tvö verk- efni, sem sérstaklega voru tekin til meðferðar, þ. e. heildarskipulag bygg- ingarframkvæmda (totalpro j ekter- ing) og smáíbúðarhús, og í því til- efni var gefin út sérstök bók um smá- hús á Norðurlöndum. Bók þessi (Nordiske smáhus) fæst nú hér í bókabúðum. Heildarskipulag byggingar- framkvæmda Verkefnið, heildarskipulag bygg- ingarframkvæmda, var þannig undir- búið, að skipaðar voru nefndir í hverju landi, sem gerðu grein fyrir, hvernig málum þessum er háttað á hverjum stað, og gerðu tillögur til endurbóta. Norski arkitektinn Odvar Hedlund var formaður aðalnefndar- innar. Taldi hann, að þessum málum væri mjög ábótavant á öllum Norður- löndum; þó munum við Islendingar vera mestir eftirbátar í þessum efn- um. Ymsir litu svo á, að „totalprojek- tering“ næði eingöngu yfir teikni- vinnu bygginganna, en Hedlund taldi, þegar um heildarskipulag byggingar- framkvæmda væri að ræða, að byrja yrði á bæjarskipulaginu og fjárhags- grundvelli þeim, sem byggingarfram- kvæmdirnar hvíldu á. Yfirleitt væru menn á einu máli um það, að sam- ræma þyrfti frágang teikninga, að því er varðar málsetningar og merkingar (signatur). 92 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.