Iðnaðarmál - 01.06.1958, Qupperneq 9
Einn höfuðþátturinn í heildarskipu-
lagi byggingarframkvæmda taldi
arkitekt Hedlund, að væri náin sam-
vinna arkitekta, verkfræðinga og
verktaka í öllu undirbúningsstarfi
framkvæmdanna. Sérstaklega er þetta
orðin áberandi nauðsyn í sambandi
við breytta byggingarhætti, ný bygg-
ingarefni og fjöldaframleiðslu bygg-
ingarhluta.
„Bygg reis deg"
Á öðrum degi ráðstefnunnar var
opnuð hin veglega byggingarsýning
„Bygg reis deg“. Tryggve Lie fylkis-
stjóri, fyrrv. framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, opnaði sýninguna
í viðurvist Olafs Noregskonungs.
Sýning þessi var mjög yfirgrips-
mikil með víðtækri þátttöku allra
Norðurlandanna, nema Islands, en
framleiðendur hér töldu tilgangslaust
að taka þátt í sýningunni, þar eð eng-
inn markaður væri fyrir framleiðslu-
vörur þeirra á Norðurlöndum.
Auk hinna ýmsu byggingarefna,
sem þarna voru til sýnis, var svæði
einbýlishúsa, sem unnin voru í verk-
smiðjum, en sett saman á staðnum.
Meirihluti einbýlishúsa í Noregi er
gerður úr timbri, en seinni árin hafa
hvers konar þilplötur rutt sér mjög til
rúms, og voru sýnd þarna nokkur hús,
þar sem meginuppistaðan voru vegg-
einingar (element), bæði út- og inn-
veggir gerðir úr þilplötum.
HaWel-húsið
M. a. var sýnt þarna svokallað
HaWel-hús. Það var verkfræðingur-
inn Hans Welde, sem hefur sett á lagg-
irnar fjöldaframleiðslu á húsaeining-
um, þar sem hver eining er 1.20 m á
breidd (veggir og loft). Veggeining-
arnar eru klæddar spónplötum og út-
veggir einangraðir með steinull. Kóln-
unartala útveggja er k = 0,3, sem
telja verður mjög hagstætt. Þrefalt
gler er í gluggum, en það er að verða
mjög algengt í Noregi, enda fá hús-
byggjendur aukalán til þeirra hluta.
Hús það, er sýnt var, er 80 m2
„typu“-hús, teiknað af arkitekt Odd
Brockmann. Slíkt hús kostar frá verk-
smiðju nkr. 12.900:—, en uppsett og
tilbúið með öllum innréttingum nkr.
30.000:—. Uppsetningin tekur einn
dag. Við þetta verð leggst lóðarverð
og grunnur.
Enda þótt hús þetta og fyrirkomu-
lag þess sé að ýmsu leyti athyglisvert,
tel ég ekki, að þessi byggingarháttur
óbreyttur henti íslenzkum aðstæðum,
m. a. vegna þess að við erum algjör-
lega háðir innflutningi hráefnanna,
sem er timbur. Einnig er allur frá-
gangur húsanna þannig, að mikil hug-
arfarsbreyting þarf að eiga sér stað
hjá okkur, áður en fólk almennt sættir
sig við slík hús.
Gjallsteypa
Ein deild sýningarinnar var Leca-
steypa, en það er gjallsteypa búin til
úr „gervi“-gjalli, þar sem hráefnið er
leir, sem brenndur er í ofnum (líkt og
sementsgjall), og myndast gjallkúlur
af ýmsum stærðum. Leca-steypan hef-
ur rutt sér mjög til rúms á Norður-
löndum og víðar og er notuð bæði í
byggingarsteina, þak- og loftplötur,
einangrunarplötur o. fl. Gjallsteypa
þessi hefur ýmsa góða eiginleika
byggingarefnis. T. d. hafa tilraunir
sýnt, að gjallið tekur mjög lítið í sig
af vatni. Veggur, sem var reyndur
gegn slagregni í lengri tíma, sýndi, að
vatnið náði aldrei lengra en 3 cm inn
í steypuna. Leca-steypa virðist að
ýmsu leyti vera sambærileg íslenzkri
gjallsteypu, þó að eiginleikarnir séu
að einhverju leyti frábrugðnir. Ef-
laust á hið íslenzka gjall eftir að verða
mjög snar þáttur í íslenzkri bygging-
arstarfsemi í framtíðinni.
Skriðmót
Á sýningunni var byggður 23 m
hár turn með skriðmótum, og var
hann tákn sýningarinnar (sjá mynd).
Þrjár súlur, 60 cm í þvermál, mynd-
uðu turninn og voru steyptar sam-
tímis. Steypuvinnan byrjaði við setn-
ingu sýningarinnar, og tveimur dög-
um síðar var verkinu lokið. í Noregi
eru skriðmót notuð í mjög ríkum
mæli til hvers konar mannvirkjagerð-
ar.
Tilgangur N.B.D. er að safna sam-
an þeim árangri, sem náðst hefur á
milli byggingardaganna, kynna nýj-
ungar og safna hlutaðeigandi fólki
saman til skrafs og ráðagerða. I jan-
úarmánuði kemur út bók með fyrir-
lestrum þeim, sem þarna voru haldn-
ir, og þeim umræðum, sem áttu sér
stað í sambandi við þá.
Norðmenn báru veg og vanda af
þessari ráðstefnu og undirbúningi
byggingarsýningarinnar. Verður að
teljast, að hvorttveggja hafi farið
þeim prýðilega úr hendi og Norræni
byggingardagurinn í Osló því náð til-
ætluðum árangri.
Arkitekt: OdcL Brockmann.
IÐNAÐARMAL
93