Iðnaðarmál - 01.06.1958, Side 31
Bandarísk smáíyrirtæki
og
rannsóknarstarísemi
í september 1957 átti stjórnskipuð
nefnd frumkvæði að því, að haldin
var ráðstefna í Washington, er fjall-
aði um rannsóknir á tækni og dreif-
ingarstarfsemi í þágu smáfyrirtækja.
Hversu mikilvæg Bandaríkjamenn
telja smáiðnfyrirtæki (smallindustry)
sín og vandamál þeirra, má m. a.
marka af því, að Eisenhower forseti
hélt sjálfur setningarræðuna á ráð-
stefnu þessari. Þátttakendur voru um
eitt þúsund, og voru þeir fulltrúar fyr-
ir æðri menntastofnanir, fagsambönd,
rannsóknarstofnanir, einkafyrirtæki
og opinber yfirvöld. Verzlunarmála-
ráðuneytið (Department of Comm-
erce) og önnur stofnun, tiltölulega
ung, Stjórnardeild smáfyrirtækja
(Small Business Administration),
tóku virkan þátt í undirbúningi ráð-
stefnunnar.
Ráðstefnunni var skipt í tvær höf-
uðdeildir, og fjallaði önnur um tækni-
legar rannsóknir, en hin um dreifing-
arrannsóknir. Hvor deild um sig starf-
aði að mestu leyti í umræðuflokkum,
þar sem hver flokkur fékk ákveðið
verkefni til úrlausnar. Svo virðist sem
þannig hafi tekizt að örva þátttakend-
ur til mjög virkrar starfsemi í þá þrjá
daga, sem ráðstefnan stóð yfir.
í báðum deildum var umræðuefnið
valið á þann hátt,að Ijóst mætti verða,
hvar smáfyrirtæki gætu helzt leitað
aðstoðar. I tæknilegu deildinni voru
t. d. haldnir stuttir fyrirlestrar, er
fjölluðu um eftirfarandi upplýsinga-
og fræðslulindir:
Eigin starfsemi smáfyrirtækja
Svæða- og sérframleiðslusamsteyp-
ur smáfyrirtækja
Stórfyrirtæki
Sambandsstj órnina
Opinberar stofnanir einstakra
fylkja
Háskóla og aðrar menntastofnanir
Sérgreinasambönd í iðnaði
Sjálfstæðar rannsóknarstofnanir
Tæknibókmenntir, bókasöfn o. þ.
u. 1.
Höfuðniðurstöður leiða í ljós eft-
irfarandi atriði:
Smáfyrirtækin hafa hingað til yfir-
leitt talið rannsóknarstarfsemi utan
við sinn verkahring og þar af leiðandi
gagnslitla fyrir starfsemi sína. Ráð-
stefna þessi hefur mjög stuðlað að
því að gjörbreyta þessari skoðun.
Smáfyrirtækjunum er yfirleitt ókunn-
ugt um þann fjölda af rannsóknar-
niðurstöðum, sem hægt er að fá tafar-
laust frá opinberum aðilum, mennta-
stofnunum, sérsamböndum, fagtíma-
ritum o. fl. Allir þessir aðilar hafa
mikinn áhuga á að rétta smáfyrir-
tækjunum hjálparhönd. Þessa starf-
semi verður að örva enn meir, m. a.
með því, að háskólar og aðrar mennta-
stofnanir haldi námskeið, er sérstak-
lega fjalli um stjórn smáfyrirtækja.
Af höfuðniðurstöðunum dregur
ráðstefnan ýmsar ályktanir, einkum
varðandi það, hvað yfirvöldunum
beri að gera til að örva smáfyrirtækin
og fá þau til að taka meiri þátt í hag-
nýtingu rannsóknarstarfseminnar á
tæknilegum og viðskiptalegum svið-
um.
Heildarskýrsla ráðstefnunnar er
mjög girnileg til fróðleiks, jafnvel
þótt aðeins takmarkaðan hluta þeirra
upplýsinga, sem þar er að finna, megi
notfæra sér við aðstæður utan Banda-
rikjanna.
Heimild: Skýrsla EPA/ETH/1980.
J. B. þýddi.
V innulaunagreiðslur
með tékkum
Eins og kunnugt er, veldur það
talsverðum erfiðleikum og fyrirhöfn,
einkum í stærri fyrirtækjum, að
greiða vinnulaun í seðlum og smá-
mynt.
í fyrirtækjum, þar sem samkomu-
lag næst við starfsmenn um að greiða
laun þeirra inn á ávísanareikninga í
bönkum eða sparisjóðum, er þetta
einfalt viðureignar. Hefur það ýmsa
kosti í för með sér fyrir báða aðila,
m. a. örvandi áhrif á sparnaðarvið-
leitni.
Iðnaðarmálum er kunnugt um, að
um þetta vandamál hefur víða verið
fjallað og að sjónarmið eru mörg,
sem hafa þarf í huga, þegar um það
er rætt. Kom þetta t. d. skýrt í ljós í
skrifum, sem urðu um þetta mál í
Lundúnarblaðinu „Times“ í sept. s.l.,
enda þótt fátt af því hafi átt við okk-
ar aðstæður.
Iðnaðarmálum væri ánægja að
veita rúm stuttum álitsgerðum um
málið hér í blaðinu, og væri æskilegt,
að þar kæmu fram sjónarmið sem
flestra launþega, bæði mánaðar- og
vikukaupsmanna, atvinnurekenda,
bankamanna og gjaldkera, sem telja
sér málið skylt. Væri sömuleiðis gott
að fá fram sjónarmið þeirra, senr telja
sig hafa leyst vandamálið, og heyra
um reynslu þeirra.
S.B.
IÐNAÐARMÁL
115